Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 92
GUÐNI Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, segir að heppilegt
væri fyrir framsóknarmenn og
raunar báða stjórnarflokkana að
uppstokkun fari fram í ríkisstjórn-
inni. Þetta kemur fram í viðtali
Morgunblaðsins við Guðna þar sem
hann ræðir um landbúnaðarmál,
Evrópumál og stöðu Framsóknar-
flokksins. Guðni kveðst hafa áhyggj-
ur af slakri stöðu Framsóknar-
flokksins skv. fylgiskönnunum og
segir flokkinn þurfa að skýra sína
stefnu.
,,Það væri mjög heppilegt núna
að reisa sig til nýrrar sóknar á síð-
ari hluta kjörtímabilsins með því að
endurskipuleggja stjórnarráðið með
ákveðnum hætti...“ segir Guðni m.a.
í viðtalinu.
Aðild að ESB ekki
á dagskrá næstu árin
Guðni segist telja að aðild að Evr-
ópusambandinu verði ekki á dag-
skrá á Íslandi á næstu árum. Of
stórir hagsmunir komi í veg fyrir
það.
,,Það er þess vegna líka óþarfi að
ræða um evruna eins og einhverja
lausn eftir morgundaginn,“ segir
hann.
Í viðtalinu við Guðna kemur fram
að hann hefur nýlega gengið frá
sölu á 34% hlut ríkisins í fiskeld-
isfyrirtækinu Stofnfiski.
Söluverðið er 270 milljónir króna
og kaupendur aðrir hluthafar í fyr-
irtækinu auk annarra íslenskra at-
hafnamanna.
Þá segir Guðni að stjórnvöld þurfi
að setjast niður með Bændasamtök-
unum og landssamböndum kúa-
bænda og sauðfjárbænda til að fara
yfir það háa verð sem verið hefur í
viðskiptum með greiðslumark og
ræða þurfi hvort búa eigi við sama
fyrirkomulag í framtíðinni eða leita
sátta um nýjar leiðir.
Mælir með
uppstokkun í
ríkisstjórninni
Mikilvægt/46–47
Guðni Ágústsson varaformaður
Framsóknarflokksins
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SJÓR komst í framlest Brúarfoss,
skips Eimskipafélagsins, seinni
partinn í gær er það var á leið frá Ís-
landi til Evrópu og var ákveðið að
snúa skipinu í öryggisskyni til Fær-
eyja og er skipið væntanlegt þangað
fyrir hádegi í dag.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskipafélags Íslands, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöld að ákveðið hefði verið að snúa
skipinu til Færeyja í öryggisskyni,
þar sem sjónum yrði dælt úr skipinu.
Veður væri að lægja á svæðinu og
eftir því sem hann best vissi væri
engin hætta á ferðum.
Ingimundur sagði að slæmt veður
hefði verið á þessum slóðum og talið
væri líklegast að sjór hefði komist í
lestina með akkerisfestingu.
Brúarfoss er í föstum áætlunar-
siglingum milli Íslands og Imming-
ham í Englandi og Rotterdam í Hol-
landi.
%!
%!
%& %& %& %& %& %& %& %& %&
)*#+%*
,-.
/
01 )#
!"#$
%$ &&
Sjór komst í fram-
lest Brúarfoss
JÓLATRÉÐ, sem sett var upp við
Tjarnargötutorg í Keflavík,
brotnaði í óveðri sem gekk yfir
síðdegis í gær. Sömuleiðis fuku
jólatré í Garðinum og í Vogum.
Tréð í Keflavík var gjöf frá
Kristiansand í Noregi en það er
vinabær Reykjanesbæjar. Til stóð
að kveikja á ljósum trésins við
hátíðlega athöfn síðdegis í dag og
kom fulltrúi frá Kristiansand til
landsins í þeim tilgangi.
Heimamenn í Keflavík dóu þó
ekki ráðalausir. Að sögn Halldórs
Magnússonar hjá Áhaldahúsi
Reykjanesbæjar var sent eftir
nýju tré í Skorradal í gær, sem
setja á upp fyrir kl. 18 í dag
þegar ljósin verða kveikt. „Það
verður allt komið í topplag þá og
ég geri ráð fyrir því að dag-
skráin verði óbreytt þó að svona
óhapp eigi sér stað,“ sagði Hall-
dór.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Jólatréð frá frændum okkar í Noregi varð að lúta í lægra haldi fyrir íslenskum veðurofsanum.
Nýtt tré sótt
í Skorradal
Vinabæjarjólatréð í Keflavík brotnaði í tvennt
AFTAKAVEÐUR var víða um land í
gær og fór meðalvindhraðinn í rúm-
lega 40 metra á sekúndu á Holta-
vörðuheiði um kvöldmatarleytið.
Veðrið virðist hafa skollið á nokkuð
skyndilega á flestum stöðum á land-
inu.
Veðrið olli töluverðum usla vítt og
breitt um landið. Flug féll að miklu
leyti niður og þurftu nokkur hundruð
flugfarþegar, sem voru að koma frá
Evrópu, að bíða í vélunum á Keflavík-
urflugvelli í allt að tvo klukkutíma eft-
ir því að fá að fara frá borði, þar sem
ekki var hægt að tengja landgöngu-
brýr við vélarnar vegna hvassviðris.
Fjölmargir ökumenn lentu í vand-
ræðum á heiðum uppi þar sem fjöldi
bíla fauk út af án þess þó að slys yrðu
á fólki. Þá fauk rúta með 19 manns út
af veginum um Fagradal þar sem
maður hlaut áverka á andliti og kona
kvartaði undan eymslum í baki.
Meiðsli hinna farþega rútunnar voru
ekki talin alvarleg.
Víða var ófært um vegi vegna veð-
ursins og var Suðurlandsvegi milli
Kirkjubæjarklausturs og Víkur í
Mýrdal lokað vegna sandstorms á
Mýrdalssandi. Fljúgandi hálka var
víða um land og voru dæmi um að
mannlausir bílar fykju til á bílastæð-
um vegna svellsins.
Óveðrið skall á eins og
hendi væri veifað
Að sögn Haralds Eiríkssonar, veð-
urfræðings hjá Veðurstofu Íslands,
var veðrið af suðvestan um allt land.
„Þetta byrjaði um kaffileytið sunnan-
lands og svo breiddist þetta norður
yfir landið. Það virðist hafa orðið
einna hvassast á norðvestanverðu
landinu, á Ströndunum og á Norður-
landi vestra og svo á hálendinu.“
Hann segir að mestur hafi vindurinn
orðið á Holtavörðuheiði. „Þar fór
meðalvindhraðinn í rúmlega 40 metra
á sekúndu um kvöldmatarleytið og al-
mestu hviðurnar sem ég sá voru um
það bil 47 metrar. Algengt var að sjá
að meðalvindhraðinn færi í 25 metra
og ég held að það hafi verið í öllum
landshlutum.“
Haraldur segir það hafa verið ein-
kennandi að veðurhamurinn skall
mjög skyndilega á alls staðar á land-
inu. „Það var hægur vindur og svo
skall þetta á eins og hendi væri veifað
í kjölfarið á lægð sem fór norður yfir
landið.“
Um miðnætti hafði dregið töluvert
úr vindinum sunnanlands þó að enn
gengi á með hvössum éljum.
Aftakaveður
víða um land
Afleiðingar óveðursins/2, 4