Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT
30 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GULL OG GERSEMAR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
tískuskartgripir
Laugavegi 23
s. 511 4533
Kringlunni
s. 533 4533
Smárinn
s. 554 3960
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, al-
þingismaður og formaður Íslands-
deildar Evrópuráðsþingsins, segir
eftir för til
Tsjetsjníu í vik-
unni að ástandið í
héraðinu þokist
hægt í rétta átt,
en mjög miklu sé
enn ábótavant.
Lára Margrét á
sæti í sérlegum
starfshópi Evr-
ópuráðsþingsins í
málefnum
Tsjetsjníu, sem var við fundahöld í
Moskvu, Tsjetsjníu og Ingúsetíu fyrr
í vikunni. Evrópuráðið hefur fylgst
vel með þróun mannréttindamála í
héraðinu og þrýst á Rússa að fara að
skuldbindingum sínum gagnvart
ráðinu um mannúðarmál.
Lára Margrét sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að Evrópuráðið
teldi að unnt væri að komast að frið-
samlegri lausn á átökunum í Tsjetsjn-
íu og legði mikla áherslu á að allir
deiluaðilar tækju þátt í friðarviðræð-
um. Rússar þvertaka fyrir að verða
við kröfum Tsjetsjena um fullt sjálf-
stæði, en vilja hins vegar veita hér-
aðinu stöðu sem sjálfstætt lýðveldi
innan Rússlands, og hafa til þessa
verið tregir til viðræðna við Aslan
Maskhadov, sem kjörinn var forseti
Tsjetsjníu. Fulltrúar Moskvustjórn-
arinnar og Maskhadovs hafa þó hist á
fundum nýlega.
Að sögn Láru Margrétar hefur
starfshópur Evrópuráðsþingsins átt
gott samstarf við fulltrúa dúmunnar,
neðri deildar rússneska þingsins, og
kveðst hún merkja aukna jákveðni af
hálfu Rússa gagnvart kröfum Evr-
ópuráðsins.
Erfiðar aðstæður
Lára Margrét segir að sendinefnd-
in hafi þurft að ferðast til Tsjetsjníu
við mjög erfiðar aðstæður. Meðlimir
nefndarinnar flugu með þyrlu frá
Ingúsetíu til héraðshöfuðborgarinnar
Grosní í afar slæmu veðri og var um
tíma óvíst hvort þeir kæmust á leið-
arenda, auk þess sem öryggisástand í
héraðinu er ótryggt.
Að sögn Láru Margrétar er
ástandið enn mjög slæmt í Tsjetsjníu.
Í flóttamannabúðum hafast þúsundir
manna við í tjöldum, sem veita lítið
skjól í vetrarkuldunum. Grosní var að
miklu leyti lögð í rúst í átökunum
1999–2000 og þrátt fyrir að nokkur
uppbygging hafi átt sér þar stað þora
margir ekki að flytja aftur til borg-
arinnar vegna þess hve ástandið er
ótryggt. Lára Margrét segir að fólk í
flóttamannabúðunum sé vannært og
að börn þurfi oft að ganga langar
vegalengdir í skóla án þess að eiga
nauðsynlegar skjólflíkur. Þótt ým-
islegt hafi færst til betri vegar í
Tsjetsjníu berist enn fjölmargar
kvartanir vegna framferðis rússneska
hersins og sé það áhyggjuefni. Rússar
hafi til dæmis heft ferðafrelsi, ráðist á
fólk og handtekið fjölda manna, sem
sumir hafi ekki sést síðan.
Lára Margrét Ragnarsdóttir á ferð í Tsjetsjníu
Ástandið þokast
hægt í rétta átt
Lára Margrét
Ragnarsdóttir
AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) og Rússland ákváðu
í gær að færa samstarf sitt upp á
nýtt og æðra stig með stofnun sér-
staks samstarfsráðs. Þessi gjörning-
ur felur í sér að Rússar munu fram-
vegis geta tjáð sig um ýmsa þætti
NATO-samstarfsins en munu þó
ekki fá neitunarvald um málefni
bandalagsins.
Þessi varð niðurstaðan af fundi ut-
anríkisráðherra 19 aðildarríkja
NATO og hins rússneska starfsbróð-
ur þeirra, Ígors Ívanovs, í Brussel í
gær. Embættismönnum verður nú
falið að útfæra samkomulagið og er
þess vænst að það verði staðfest á
fundi utanríkisráðherra NATO í
Reykjavík næsta vor.
„Í dag höfum við skuldbundið okk-
ur til að koma á nýjum tengslum á
milli aðildarríkjanna og Rússlands.
Með því aukum við getu okkar til að
vinna saman á þeim sviðum þar sem
hagsmunir eru sameiginlegir og til
að mæta nýjum ógnunum og áhættu,
sem snertir öryggi okkar,“ sagði í
sameiginlegri yfirlýsingu NATO-
ráðherranna og Ígors Ívanovs. Með
hinu nýja Fastaráði Rússlands og
NATO yrði skapaður vettvangur þar
sem ríkin 20 myndu koma saman til
að ræða sameiginleg hagsmunamál
og taka viðeigandi ákvarðanir.
Ígor Ívanov sagði að samstarfið
gæti tekið til ýmissa sviða og nefndi
viðleitni til að hefta útbreiðslu ger-
eyðingarvopna, viðbrögð við óvissu-
og hættuástandi, vopnaeftirlit og
borgaralegan varnarviðbúnað.
Ekkert neitunarvald
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði á blaða-
mannafundi með Ívanov að nú tæki
við nokkurra mánaða vinna við nán-
ari útfærslu þessa samkomulags.
Aðildarríkin og Rússland væru hins
vegar staðráðin í því að tryggja að
þetta nýja samstarf skilaði árangri.
Robertson tók fram að ekki væri
ráðgert að Rússar fengju neitunar-
vald í málefnum NATO með sama
hætti og Bandaríkin, Kanada og
Evrópuríkin 17, sem mynduðu
bandalagið. „Ekkert ríki utan
bandalagsins getur beitt neitunar-
valdi gagnvart aðildarríkjunum og
aðildarríkin munu ekki heldur fá
beitt neitunarvaldi um þær einhliða
ákvarðanir, sem Rússar kunna að
taka.“
Ónefndir embættismenn sögðu í
gær að kveðið hefði verið mun fastar
að orði um samstarf Rússa og NATO
í drögum að lokayfirlýsingu fundar-
ins í Brussel. Hins vegar hefði orða-
lagi verið breytt og úr því dregið að
kröfu Bandaríkjamanna. Embættis-
menn í varnarmálaráðuneytinu
bandaríska og þjóðaröryggisráðinu
hefðu talið drögin ganga of langt.
Stækkun NATO „aukaatriði“
Ígor Ívanov sagði að Rússar hefðu
engin áform uppi um að leita eftir að-
ild að NATO, sem stofnað var 1949
sem varnarbandalag vestrænna lýð-
ræðisríkja gegn útþenslustefnu Sov-
ét-kommúnismans. Um mögulega
aðild hefði ekkert verið rætt. Rússar
myndu aukinheldur ekki áskilja sér
rétt til að hafa afskipti af hugsan-
legri aðild nágrannaríkja að NATO.
Vísaði Ívanov þar til Eystrasaltsríkj-
anna þriggja en fastlega er búist við
því að þeim verði boðið að ganga í
bandalagið á leiðtogafundi NATO í
Prag næsta haust. Ívanov tók þó
fram að hann sæi ekki hvers vegna
nágrannaríki Rússa ættu að óska
eftir aðild í ljósi þeirra „breyttu að-
stæðna“, sem nú ríktu í alþjóðamál-
um. „Við teljum að stækkun NATO
komi málinu ekkert við,“ sagði rúss-
neski utanríkisráðherrann.
Ákveðið að stofna Fastaráð NATO og Rússlands
Stefnt að staðfest-
ingu í Reykjavík
Rússar telja
stækkun NATO
„aukaatriði“
Brussel. AFP.
LIÐSMENN herlögreglunnar í
París lögðu í gær niður vinnu og
gripu til mótmælaaðgerða til að
krefjast bættrar starfsaðstöðu.
Herlögreglumennirnir segja
aukna glæpatíðni og fjölgun of-
beldisverka ógna starfsöryggi
þeirra. Á myndinni sjást her-
lögreglumenn teppa umferð yfir
Iéna-brúna við Eiffel-turninn í
París gær, en starfsbræður þeirra
hafa gripið til viðlíka aðgerða í
fleiri borgum Frakklands í vik-
unni.
Reuters
Lögreglumenn í verkfalli
LÖGREGLAN í Amazon-ríki í Brasilíu skýrði
frá því í gær að sjö menn hefðu verið hand-
teknir, grunaðir um að hafa myrt Sir Peter
Blake, þekktasta siglingakappa Nýja-Sjálands.
Sir Peter, sem var 53 ára, var myrtur á
fimmtudag er skúta hans var bundin við
bryggju á Amazon-fljótinu. Voru þar á ferð sjó-
ræningjar sem skutu Sir Peter er hann reyndi
að verjast árás þeirra. Tveir skipverja særðust
í ráninu.
Sir Peter var í hópi þekktustu siglingakappa
í heimi hér og hafði unnið margvísleg afrek á
því sviði. Fór hann m.a. fyrir sveit Nýja-
Sjálands þegar hún vann Ameríkubikarinn í
siglingum árin 1995 og 2000.
Sir Peter var þjóðhetja á Nýja-Sjálandi og er
þungur harmur kveðinn að löndum hans.
AP
Sir Peter Blake við skútu sína „Seamaster“. Myndin var tek-
in í Rio de Janeiro í Brasilíu í september.
Myrtur á Amazon
Rio de Janeiro. AP.