Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 57
✝ Anna María Sig-urvinsdóttir
fæddist í Innri-
Fagradal á Skarðs-
strönd 20. júní 1909.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Katr-
ín Böðvarsdóttir, f.
23.3. 1878, d. 20.2.
1959, og Sigurvin
Baldvinsson, f. 5.9.
1867, d. 26.6. 1939.
Hálfs mánaðar gam-
alli var henni komið í
fóstur til hjónanna Guðmundar
Magnússonar, Rannveigar Jóns-
dóttur og tvítugri dóttur þeirra
Guðrúnar, sem síðar var kennd við
Melgerði, en þau voru þá í hús-
mennsku í Steinadal í Kollafirði.
Fylgdi hún fósturforeldrum sínum
ásamt fóstursystur fram að full-
Guðmundur, f. 11.6. 1943, maki
Heiðrún Brynja Guðmundsdóttir,
f. 1.9. 1942, búsett á Neðri-Torfu-
stöðum í Miðfirði, 2) Böðvar Sig-
urvin, f. 24.1. 1946, maki Soffía
Gunnlaug Þórðardóttir, f. 18.2.
1949, búsett á Akranesi, 3) Katrín
Ragnheiður, f. 24.7. 1949, maki
Lúðvík Ibsen Helgason, f. 5.7.
1953, búsett á Akranesi, 4) Guðrún
Aðalheiður, f. 12.3. 1952, búsett í
Danmörku. Einnig ólu þau upp
Hrefnu Frímannsdóttir, f. 29.5.
1938, maki Sveinbjörn Halldórs-
son, f. 24.4. 1918, d. 9.3. 1984, bú-
sett á Hellissandi.
Búskapur þeirra Önnu Maríu og
Björns hófst árið 1936 í Torfu-
staðahúsum, og voru þau þar til
ársins 1944, en þá fluttu þau að
Neðri-Torfustöðum, þar sem þau
bjuggu allan sinn búskap. Eftir lát
Björns bjó Anna María á Neðri-
Torfustöðum ásamt börnum sínum
til ársins 1966. Það ár fluttist hún
ásamt Guðrúnu Aðalheiði dóttur
sinni til Akraness þar sem hún var
búsett síðan.
Útför Önnu Maríu fer fram frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
orðinsárum. Foreldr-
ar Önnu Maríu eign-
uðust saman níu börn.
Þau voru Sigurbjörg
Helga, f. 4.10. 1902,
Baldvin, f. 16.3. 1904,
Olgeir, f. 30.9. 1905,
Stefanía, f. 18.11.
1906, Kristinn, f. 15.1.
1908, Pétur, f. 20.2.
1911, Guðný, f. 20.6.
1914, og Jón Evert, f.
26.9. 1915. Hálfsystk-
ini Önnu Maríu eru
Ingunn Kristín, f. 28.6.
1896, Ólafía og Soffía,
f. 18.9. 1900, Albert, f.
14.1. 1901, Signý, fæðingardagur
óþekktur, og Laufey, f. 9.8. 1927.
Lifði hún systkini sín öll.
Hinn 11. febrúar 1938 giftist
Anna María Birni Benediktssyni
frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði,
f. 27.4. 1905, d. 5.5. 1964. Þau hjón
eignuðust fjögur börn: 1) Benedikt
Í dag verður til moldar borin elsku-
leg föðursystir mín, hún Anna María
Sigurvinsdóttir, á 93. aldursári. Hún
hefur því sannarlega lifað tímana
tvenna.
Anna María var tekin í fóstur norð-
ur í Strandasýslu og var farið með
hana nýfædda á hesti frá Fagradal í
Dalasýslu og norður yfir fjöll. Þetta
var í þá daga, en afi og amma voru í
vinnumennsku og gátu ekki haft
börnin sín hjá sér. Frænka mín talaði
oft um þessi uppvaxtarár sín og var
henni mjög hlýtt til fósturforeldr-
anna, en þó heyrði maður að henni
fannst það sárt að þau systkini hefðu
ekki alist upp saman og þekktust þess
vegna misvel og sum ekkert. Lífið hjá
henni frænku minni hefur ekki alltaf
verið dans á rósum en aldrei kvartaði
hún og vildi ekki vera upp á aðra kom-
in. Sumir nefndu þetta þrjósku, en
seiglan og krafturinn voru með ólík-
indum og segir það fleira en mörg orð
að hún bjó ein og fór allra sinna ferða
gangandi bæði út í búð og í banka.
Þegar ég kynntist föðursystur minni
var hún orðin rígfullorðin og bjó
hérna á Akranesi, flutt frá Torfustöð-
um í Miðfirði og orðin ekkja fyrir þó-
nokkru. Þá strax tókst með okkur
mikill vinátta. Seinustu árin bjuggum
við í sömu götu og gátum fíflast með
hvor annarri og þótti okkur báðum
það notaleg tilfinning. Elsku frænka,
ég kveð þig með þessum fátæklegu
orðum og bið góðan guð að vernda þig
og geyma.
Katrín Björk Baldvinsdóttir.
ANNA MARÍA
SIGURVINSDÓTTIR
✝ Sigrún Gunn-laugsdóttir fædd-
ist í Geitafelli í
Reykjahverfi í S-
Þingeyjarsýslu 13.
nóvember árið 1905.
Hún lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri, 23. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Oddný Sigur-
björnsdóttir og
Gunnlaugur Snorra-
son, bóndi í Geitafelli.
Hún var fjórða í röð-
inni af börnum
þeirra. Systkini hennar eru
Bjarni, f. árið 1899, d. 1964, Jón f.
1901, d. 1974, Snorri, f. 1903, d.
1989, Auður, f. 1908, d.1986, næst-
ir voru tvíburar, Pétur Bald og
Jakobína, f. 1910, dóu úr barna-
veikinni níu mánaða gömul, og
yngstur er Pétur, f. 1912, og lifir
hann systkini sín. Fósturdóttir
Sigrúnar er Helga Breiðfjörð Ósk-
arsdóttir. Fyrri mað-
ur hennar var Sigur-
hjörtur Jónsson, f.
1940, d. 1984. Þau
eiga þrjú börn,
Snorra, f. 1963, Guð-
rúnu, f. 1965, og Sig-
rúnu, f. 1969. Síðari
maður Helgu er Jó-
hannes Þór Jóhann-
esson, f. 1945.
Sigrún fór í
Kvennaskólann á
Blönduósi og síðan
til Svíþjóðar að nema
vefnað. Síðar fór hún
einnig til Finnlands í
vefnaðarskóla. Vefnaðarkennsla
varð hennar ævistarf, lengst af á
Laugalandi í Eyjafirði, í 29 ár.
Hún flutti til Akureyrar sjötug að
aldri og bjó sér heimili að Víði-
lundi 14e.
Útför Sigrúnar fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 29. nóvember og
var hún jarðsett í kirkjugarðinum
á Grenjaðarstað í Aðaldal í S-Þing.
Það var snemma á stríðsárunum að
ung kona kom á æskuheimili mitt,
Munkaþverá í Eyjafirði, til nokkurra
vikna dvalar. Kvenfélag sveitarinnar
hafði ráðið hana til að vefa fyrir heim-
ilin í hreppnum. Þetta var Sigrún
Gunnlaugsdóttir frá Geitafelli í Aðal-
dælahreppi, þá nýkomin frá Svíþjóð
og Finnlandi þar sem hún hafði verið í
nokkur ár við nám í vefnaði. Hún
komst heim til Íslands með Esju frá
Petsamo í Finnlandi haustið 1940.
Móðir mín og Sigrún höfðu kynnst á
unglingaskólanum á Breiðumýri og
nú endurnýjuðu þær kynnin og höfðu
um margt að spjalla. Sigrúnu fylgdi
mikil glaðværð. Hún sló vefinn frá
morgni til kvölds, vefstóllinn var stór
og gamall og fyllti næstum því upp í
herbergið þar sem honum hafði verið
komið fyrir. Sigrún var lítil og grann-
vaxin, en ekki var annað að sjá en
þeim kæmi vel saman, henni og vef-
stólnum, og brátt fóru að sjást litfög-
ur efni, reflar og dúkar.
Hún söng um leið og skyttan flaug
og að loknu dagsverki söng hún meira
og sagði okkur systkinunum sögur.
Mér fannst hún forfrömuð, hún kunni
sænsku og kenndi mér að syngja „Å
jänta å ja“ og fleiri sænsk lög. Gaman
var líka að heyra hana segja frá jóla-
haldinu í Svíþjóð þar sem hún hafði
ekið í bjöllusleða með hestum fyrir til
kirkju ásamt fjölskyldunni sem hún
dvaldi hjá. Hún sagði okkur líka frá
möndlugjöfinni sem var bleikur
marsipangrís með rauða slaufu um
hálsinn, en þá var möndlugjöf lítt
þekktur jólasiður á íslenskum heim-
ilum. „Fékkst þú ekki grísinn, Sig-
rún?“ spurði ég. „Nei, það var fjósa-
maðurinn,“ sagði Sigrún og hló dátt.
Stuttu eftir þessa dvöl Sigrúnar á
heimili mínu réðst hún sem vefnaðar-
kennari að Húsmæðraskólanum á
Laugalandi, og skemmtilegt var að fá
að heimsækja hana í skólann og koma
í hlýlega herbergið hennar þar sem
voru ýmsir munir frá Norðurlöndum
og fagurlega gerður vefnaður eftir
Sigrúnu sjálfa. Mikill fengur var fyrir
skólann á Laugalandi að fá Sigrúnu
sem kennara, og þar átti hún eftir að
starfa í tæp þrjátíu ár. Varla hitti ég
hana svo seinni árin að hún ekki
minntist á Laugalandsskóla og fólkið
sem hún kynntist í tengslum við hann;
öðlingshjónin sr. Benjamín og Jónínu
á Syðra Laugalandi, kennarana
mörgu og nemendurna sem voru
henni samtíða.
Eftir að Sigrún hætti kennslu flutti
hún til Akureyrar og þar hitti ég hana
stundum á götu niðri í bæ, létta á fæti
og kvika í hreyfingum sem fyrr. Hún
eignaðist bjarta og rúmgóða íbúð við
Víðilund, þar nutu margir gestrisni
hennar, þeirra á meðal ég þegar ég
var stödd norðan heiða.
Sigrún var minnug og sagði vel frá,
og það var gaman að heyra hana
segja frá ýmsum atvikum frá liðinni
tíð, en hún fylgdist líka vel með í nú-
tímanum og sagði sínar skoðanir á
hlutunum tæpitungulaust. Hún var
mjög spaugsöm, og nú kemur upp í
huga minn að ég var í kaffiboði hjá
henni ásamt mömmu og fleirum fyrir
mörgum árum. Talið barst þá að
hjónaböndum sem þær skólasystur
þekktu til og höfðu farið út um þúfur.
Þá sagði Sigrún: „Þegar ég heyri um
alla þessa hjónaskilnaði sé ég alltaf
betur og betur hvað ég er heppin að
hafa aldrei gifst.“ Nei, Sigrún giftist
ekki, en hún eignaðist fósturdóttur,
Helgu, sem henni þótti mjög vænt
um. Systkini hennar voru henni líka
mjög kær, svo og bræðrabörn. Hún
var ákaflega trygglynd og tryggð
hennar við móður mína færðist til mín
og minnar fjölskyldu. Fyrir nokkrum
árum sendi hún dóttur minni litfagurt
röndótt teppi sem hún hafði prjónað.
Dóttir mín hafði þá nýlega verið að
kynna tónverk í útvarpinu sem Sig-
rúnu þótti fallegt. Hún sagðist þá
strax hafa byrjað að fitja upp fyrir
teppið í anda tónverksins.
Þá var Sigrún komin um nírætt, en
áhugi og dugnaður eins og fyrr. Glað-
værð, greiðasemi og trygglyndi ein-
kenndi lífsferil þessarar heiðurskonu
sem nú kveður háöldruð. Líf hennar
var sannarlega ofið björtum marglit-
um þráðum.
Kristín Jónsdóttir.
Elsku langamma.
Men såsom en fågel mot himmelens höjd
sig lyfter på lediga vingar,
han lovar sin Gud, är glad och förnöjd,
när han över jorden sig svingar,
så lyfter sig själen i hjärtelig fröjd
till himlen med lovsång och böner.
(Selma Lagerlöf.)
En svo sem fugl er flýgur upp í himna hæðir
hefur sig upp á frjálsum vængjum
lofar sinn Guð, glaður og sæll,
þegar hann yfir jörðu sveimar
þá stígur sálin í hjartans gleði
til himins með lofsöng og bæn.
(Þýð. Sigurhjörtur.)
Kær kveðja,
Sigurhjörtur og Helga.
Sigrún var af þeirri kynslóð, sem
dugnaður, ósérhlífni og þráin til
mennta var mikil í. Hún menntaði sig
til þess, sem varð ævistarf hennar, að
kenna vefnað.
Sigrún var grannvaxin, bein í baki
og létt í spori. Raunar má segja að
hún hálf-hlypi en gengi ekki hvar sem
hún fór. Glaðlynd var hún og hafði
næmt auga fyrir því broslega. Sigrún
var mörg ár vefnaðarkennari á Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi. Það
var haustið 1949, sem ég hóf nám þar.
Ég hafði raunar kviðið fyrir vefnaðar-
náminu, vissi hvorki upp né niður í
því, þó ég hefði séð vefstól. En reynd-
in varð sú að mér fannst ákaflega
gaman að vefa. Og örugglega hefur
kennarinn átt sinn þátt í að ég fékk
áhuga fyrir því. Sigrún var mjög góð-
ur kennari – þolinmóð. Ég dáist alltaf
að henni þegar hún var að hjálpa mér
við að vefa tvíofna púðann. Mér gekk
nú ekki alltof vel til að byrja með. En
Sigrún var alltaf tilbúin að leiðbeina
og hvetja. Og á endanum varð þetta
fallegasti púði, og ég á hann enn.
Reyndar á ég öll stykkin sem ég óf í
skólanum – mismikið slitin, og geymi
þau eins og dýrgripi. Á þessum árum
var mjög erfitt að fá bæði vefnaðar-
vöru og garn, það kom líka niður á
skólanum. En Sigrún var mjög sam-
viskusöm að skipta garninu niður, svo
við stúlkurnar fengjum svipuð
skyldustykki. Kannski hafa dúkarnir
verið eitthvað styttri, en annars hefði
verið. Um sumarið 2000 hittumst við
nokkrar skólasystur á Hótel KEA til
að halda upp á að það voru liðin 50 ár
frá því að við kvöddumst á skóla-
hlaðinu á Laugalandi. Þarna var Sig-
rún með okkur. Það var yndisleg
stund að hittast þarna. Og Sigrún var
mjög glöð, fagnaði okkur og heilsaði
flestum okkar með nafni. Því fylgdi
bjart bros og hlýtt faðmlag. Já koll-
urinn hennar var svo sannarlega í
lagi, hún að verða 95 ára. Við stelp-
urnar vorum að tala um að hún hefði
betra minni, en þeir, sem höfðu mikið
færri ár að baki.
Mig langar til að enda þessi fátæk-
legu orð mín með því að fá lánað ljóð,
Að morgni dags, sem bróðir Sigrúnar,
Snorri Gunnlaugsson, fyrrum bóndi í
Geitafelli orti. Það var sungið við út-
för Sigrúnar. Mér finnst það svo fal-
legt og segja svo mikið.
Árdags röðull rís á fætur
roðnar vangi hafs og lands.
Blómin vaka, bjartar nætur
brosa í veldi gróandans.
Geislinn vermir gamlar rætur
glæðir allar vonir manns.
Við eigum öll hjá honum heima
sem huga okkar veit og sér.
Við skulum æskugleði geyma
glæða allt, sem betur fer
þekkja, meta, þrá og dreyma
það, sem best og helgast er.
Meðan líða æviárin
orka dvín og slitna bönd.
Skynjar fleygur andi okkar
undra fögur vonalönd.
Þá er öllum ljúft að leggja
lófa sinn í Drottins hönd.
Fósturdóttur Sigrúnar, Helgu
Breiðfjörð Óskarsdóttur og fjöl-
skyldu hennar, öldruðum bróður,
Pétri og hans fjölskyldu, svo og öðr-
um vandamönnum Sigrúnar færi ég
samúðarkveðjur. Ég kveð hér mæta
konu með virðingu og þökk. Við, sem
þykir vænt um hana, geymum minn-
ingarnar um hana í hjörtum okkar.
Lilja Randversdóttir.
Amma er dáin.
Þetta eru þung orð að segja og erf-
itt að sætta sig við. Við þekkjum ekki
lífið án hennar ömmu sem var okkur
svo góð, en hún mun lifa í hjörtum
okkar um eilífð. Þó svo að minning-
arnar séu ríkulegar eru orð okkar fá-
tækleg. Veruleikinn verður víst ekki
umflúinn og við verðum að venjast
þeirri staðreynd að koma heim að
auðu húsi.
Mannkærleikur og réttsýni var það
sem einkenndi ömmu okkar umfram
allt. Þessara eiginleika fengu allir
sem hún þekkti að njóta. Það er von
okkar að við megum öll bera gæfu til
að miðla því sem við lærðum af henn-
ar lífssýn áfram til okkar afkomenda
og samferðafólks.
Við viljum kveðja þig með bæninni
sem þú kenndir okkur öllum.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Elsku amma, þú lifir alltaf í hjört-
um okkar,
Snorri, Guðrún og Sigrún.
SIGRÚN
GUNNLAUGS-
DÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
,
'
# $ #
&
$
& 5008 00
0
*( >?
!.
-
'
&
.. & / 0
,
*.**$&' ($
($($; *&&,* )('(0.@
*9(;$.5 $;&' ($ +,$ ("$0*'$A&&,*
*($+ $5 $;&&,* (+.+,$ '&' ($
,-$*-$*
; *'$ $*&,* ''4* "&' ($
/$(& #*0.; *'&&,*.
)
4B8B.)0
& 1
&
2
& )
3!
.. .224
)!
'
** (1 $&' ($
," & '.