Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nú geturðu léð augnhárunum dramatíska sveigju og lyftingu sem er sjónhverfingu líkust. Grunnurinn að hinum nýja Illusionist Maximum Curling Mascara er gel sem byggir á náttúrulögmálum loftmótstöðunnar. Þetta óvenjulega efni gerir lyftinguna endingarbetri og sveigjanlegur trefjaburstinn, sem við höfum einkaleyfi á, auðveldar nákvæma ásetningu. Einstaklega lipur galdrastafurinn gefur fingurgómunum betra grip. Illusionist - á undan sinni samtíð. ÚTSÖLUSTAÐIR: Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja, Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur. Hreinasta sjónhverfing Estée Lauder kynnir ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara HERMENN hliðhollir Osama bin Laden létu sprengikúlum, eldflaug- um og byssukúlum rigna úr fjöllun- um í Austur-Afganistan í gær. Ætt- bálkahermenn réðust gegn þeim af láglendi, og úr lofti vörpuðu banda- rískar herflugvélar á þá sprengjum. Háfleygar þoturnar fóru hverja ferðina eftir aðra yfir skógi vaxnar fjallshlíðarnar og sprengjur féllu með tveggja til þriggja mínútna millibili. Veður var gott. Dalirnir milli fjallanna voru fullir af þykkum reyk. Hermenn greindu frá því, að á milli loftárásanna hefðu börn her- manna bin Ladens verið að leik fyrir utan hellana hátt uppi í fjöllunum. Mörg hundruð ættbálkahermenn hafa gert árásir á hellana í vikunni í því augnamiði að flæma þaðan liðs- menn al-Qaeda-samtakanna, er flýðu þangað eftir að talibanar voru hraktir frá völdum víðast hvar í Afg- anistan. Ættbálkahermennirnir eru einnig með hugann við þær 25 millj- ónir dollara sem heitið hefur verið í verðlaun þeim sem klófestir bin Lad- en, sem talinn er vera í felum á þessu svæði. Háttsettur liðsforingi, Haji Kalan Mir, sagði að menn sínir hefðu í gær komið auga á mann, er líktist bin Laden, á hestbaki á ferð um víglín- una ásamt fjórum aðstoðarmönnum. „Hann fór aftur ríðandi til þorpsins Malaewa, eftir að hafa heimsótt her- menn sína,“ sagði Mir. Þessar fregn- ir hafa ekki fengist staðfestar af óháðum aðilum. Að sögn liðsforingja var ekki bar- ist í návígi í gær, líkt og varð á fimmtudaginn, þegar ættbálkaher- mennirnir náðu á sitt vald tveim hellum, en hörfuðu síðan til baka. „Við gerðum ekki mikið í dag, við vorum ekki með árásaráætlun,“ sagði Hazrat Ali, einn þriggja liðs- foringja í hernum sem heldur uppi árásunum á fjöllin. Hann áformar mikla atlögu í dag. Ali sagði ennfremur að þrír manna sinna hefðu fallið síðan á þriðjudag- inn, er árásin hófst. Liðsforingin Haji Musa, mágur Alis, sagði að stærsta hellakerfið, Tora Bora, hefði verið yfirgefið, en flestir al-Qaeda- hermennirnir hefðu flúið í minni hella hærra uppi í fjöllunum, og tekið fjölskyldur sínar með sér. „Þarna er fjöldi arabískra kvenna og barna. Þau eru í efri hellunum ásamt karlmönnunum,“ sagði Musa. Sonur bin Ladens – Musa vissi ekki hver þeirra – væri enn í felum á svæðinu. „Við höfum engar staðfest- ar upplýsingar um Osama bin Lad- en, en sonur hans er enn í hellunum.“ Musa sagði að eina flóttaleiðin fyr- ir al-Qaeda-liðana væri um götu yfir til Pakistans, en hún væri þegar ófær vegna mikilla snjóa. Á níunda áratugnum var ein þekktasta bækistöð skæruliða er börðust gegn Sovétmönnum nefnd eftir þorpinu Tora Bora (nafnið þýð- ir „svart ryk“). Bækistöðin er grafin djúpt í hlíðar fjallsins Ghree Kil í fjallgarðinum Hvítufjöllum. Skæru- liðarnir greiddu fyrir gerð stöðvar- innar með peningum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið staðfesti á fimmtudaginn, að 30 eða 40 bandarískir sérsveitarliðar væru staðsettir í Austur-Afganistan og hjálpuðu til við að skipuleggja leitina að bin Laden og liðsmönnum al-Qaeda. Tugir bandarískra leyni- þjónustumanna eru einnig taldir vera á svæðinu. Þar sem talibanar hafa nú gefið eftir borgina Kandahar eru líkur á að Hvítufjöll verði síðasti vígvöllur- inn í herför Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn bin Laden og verndurum hans í talibanahreyf- ingunni. En enn er á huldu margt sem gæti reynst mikilvægt komi til lokaorrustu í návígi. Enginn veit hversu margir arabar og liðsmenn frá öðrum ríkjum eru enn í al-Qaeda, eða hvar nákvæmlega yrði barist í öllum þeim fylgsnum sem eru á víð og dreif í Tora Bora.                    !  "#   # !  $   !% " & '  % % ( %% ) # % # *  + %  !% * 677* $,-../$0 1$./$0 #  #%, -: ;   < =  %  $2$0./$0 3 4  5 67'8./$0 6 0./ $0 9$0 : "    : "  0#    /"# ; %      3   ' , ' *% * *>  *> ?  >  )*,  *  ?*?*  * '  * *$ 4 <% !)  !  %  * *""* * *> *> > * ?  *@ *- '' A' *B *   !!) 5 7!)#/ '  * ' % Segja bin Laden hafa verið á ferli í Tora Bora Tora Bora, Jalalabad. AP, Washington Post. Útlit fyrir að Hvítu- fjöll verði síðasti vígvöllurinn í her- förinni í Afganistan BRESKUM stjórnvöldum hafa bor- ist „ítrekaðar fregnir“ um að Ayman al-Zawahri, nánasti ráðgjafi Osama bin Ladens, sé fallinn. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, greindi frá þessu á fimmtu- daginn. Talsmaðurinn sagði þó, að ekki væri unnt að staðfesta með af- gerandi hætti hvort fregnirnar væru réttar, og sagði ekki hvaðan þær kæmu. Bandaríska leyniþjónustan hefur ekki getað staðfest að al-Zawahri sé fallinn. Leiðtogar andstæðinga talib- ana í Afganistan fullyrtu fyrr í vik- unni að al-Zawahri, sem er Egypti og læknir að mennt, hefði særst í loft- árásum Bandaríkjamanna á Tora Bora-hellana í Hvítufjöllum í Austur- Afganistan. Kona hans og börn hefðu farist í árásunum. Al-Zawahri stofnaði samtökin Heilagt stríð íslams í Egyptalandi, en þau voru síðar sameinuð al-Qaeda- samtökum bin Ladens. Al-Zawahri hefur skrifað nokkrar bækur um hreyfingar íslamista, og nú í vikunni greindi arabíska blaðið Asharq al- Awsat, sem gefið er út í London, frá því, að handriti að bók eftir hann hefði verið smyglað frá Afganistan til Pakistans og þaðan hefði ónafn- greindur, egypskur, bókstafstrúaður múslimi komið með það til London. Blaðið hóf sl. sunnudag að birta út- drætti úr bókinni undir titlinum Riddarar undir gunnfána spámanns- ins: Hugleiðingar um hreyfinguna Heilagt stríð. Í bókinni er fjallað mikið um morðið á Anwar Sadat, þá- verandi forseta Egyptalands, sem var ráðinn af dögum fyrir 20 árum. Í útdrættinum er birtur var á miðviku- daginn segir al-Zawahri að morðið hafi sýnt fram á „hugrekkið ... og árásargirnina“ sem byggi í hreyfingu bókstafstrúaðra íslamista. Ítrekaðar fregnir af falli al-Zawahris London. AP. Reuters Ayman al-Zawahri BANDARÍSKIR sérsveitarliðar réðust á bílalest talibana skammt frá Kandahar í gær og felldu sjö hermenn. Þetta er fyrsta árásin sem Bandaríkjamenn gera á landi síðan sérsveitarliðarnir settu upp bækistöð í Suður-Afganistan, að því er talsmaður sérsveitanna greindi frá. Engan sérsveitarliða sakaði. Þrjú farartæki talibana óku í átt að sérsveitarliðum, sem voru á þungvopnuðum Humvee-jeppum, og sérsveitarliðarnir gerðu árás, sagði talsmaður þeirra, kafteinn David Romley. „Óvinirnir voru skotnir til bana,“ sagði hann. „Tal- ið er að hermennirnir sem voru felldir hafi verið liðsmenn al- Qaeda og talibana.“ Sérsveitarliðar fella sjö talibana Suður-Afganistan. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.