Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Nokkrir unglinganna með forystumönnum björgunarsveitarinnar í Biskupstungum.
FYRIR nokkru boðaði stjórn
Björgunarsveitar Biskupstungna
nemendur í 10. bekk Reykholts-
skóla sem eru 11 talsins til sín í
björgunarsveitarhúsið í Reykholti.
Tilgangurinn var að færa hverj-
um nemanda áttavita að gjöf og
kenna þeim að nota þetta nauð-
synjatæki. Guðmundur Böðvarsson
úr Björgunarsveitinni Iðunni á
Laugarvatni hélt stutt námskeið um
notkun áttavita. Síðan var haldið
með ungmennin inn í Fremsta-Ver
við Bláfell þar sem hópurinn gisti.
Þar er nýlegur skáli sem Biskups-
tungnamenn eiga.
Daginn eftir var farið í alllanga
gönguferð þar sem verkleg leiðsögn
í notkun áttavita fór fram. Veðrið
var að vísu fremur vont en ungt og
efnilegt fólk sem síðar á e.t.v. eftir
að starfa í björgunarsveit herðist í
slíkum veðrum. Helgi Guðmunds-
son, varaformaður björgunar-
sveitarinnar, sagði að með þessu
væri verið að vekja athygli á útivist
og leiðbeina unglingum að útbúa sig
á réttan hátt í gönguferðir, þar
skipti klæðnaðurinn miklu máli og
ekki væri verra að hafa áttavita
með í för þegar haldið væri til fjalla.
Hann sagði að því miður skorti á
þetta hjá fjölda fólks, ekki hvað síst
rjúpnaskyttum eins og dæmin hefðu
margsinnis sannað.
Í Björgunarsveit Biskupstungna
eru nú rúmlega 30 félagar og á
sveitin vandaðan og vel búinn
Toyota-jeppa og auk þess tvo ný-
lega vélsleða. Svo sem hjá öðrum
björgunarsveitum fer mestur hluti
starfsins í að afla tekna og segir
Helgi að safnað sé dósum við sum-
arbústaði, félagsmenn hafi einangr-
að þak í blokk á Selfossi, tekið upp
nokkurra tuga kílómetra girðingu
o.fl.
Útköll björgunarsveitarinnar
hafa aðallega verið aðstoð eða leit
að fólki á Kili og í svokölluðum
Hlíðarfjöllum sem einkenna þessa
fögru sveit, auk þess sem komið
hafa til stærri hópleitanir.
Björgunarsveitin gaf
unglingum áttavita
Biskupstungur
FULLVELDISDAGURINN var
haldinn hátíðlegur í Lýsuhólsskóla
með jólaföndri og piparköku-
bakstri. Foreldrum var boðið að
koma með börnum sínum og mætti
annað eða bæði foreldri allra barna
skólans.
Meðan sumir bökuðu og skreyttu
piparkökur máluðu aðrir jólamynd-
ir á glugga skólans, klipptu út
pappír og filt eða útbjuggu marg-
lita músastiga. Jólalög ómuðu um
allan skólann, bakstursilmurinn var
lokkandi og ekki dró úr jóla-
stemmningunni að úti var hvít jörð.
Öllum pappír sem til fellur í skól-
anum er safnað, enda vinnur Lýsu-
hólsskóli eftir umhverfisstefnu í
anda Staðardagskrár 21, og er
hann síðan endurunninn af nem-
endum. Þeir hafa nýtt pappírinn til
að búa til myndskreytt jólakort sem
eru seld til styrktar nemendafélag-
inu og hefur salan gengið vel.
Fjölmenni í föndrinu
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Bæði feður og mæður barna mættu til að föndra með þeim.
Hellnar/Snæfellsbær
LANDIÐ
20 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi
hefur verið sett upp sýning á
gömlu jólaskrauti frá ýmsum tím-
um. Fyrir nokkru var auglýst með-
al heimamanna eftir skrauti að láni
og hafa viðtökur við beiðninni verið
ágætar og hafa þó nokkrir lánað
skraut á sýninguna.
Norska húsinu barst einnig höfð-
ingleg gjöf; gamalt jólaskraut frá
fyrrverandi eigendum verslunar-
innar Hólmkjörs, en eigendur
þeirrar verslunar stóðu í verlsun-
arrekstri í áratugi. Þeir hafa
geymt jólaskreytingar úr búðinni
og sést vel sú þróun sem orðið hef-
ur á jólaskrauti síðustu áratugina.
Norska húsið er því komið í
sannkallaðan jólabúning og geta
gestir fengið sér piparkökur, heit-
an epladrykk og hangikjöt er þeir
skoða húsið og sýningarnar. En
auk jólasýningarinnar er Elínborg
Kjartansdóttir málmlistakona með
sýningu í gráa salnum er hún nefn-
ir „Ást og englar“ og má þar sjá
koparristur og glerverk.
Elínborg er fædd í Reykjavík ár-
ið 1960 og lærði hún skart-
gripahönnun og myndlist í Chile.
Hefur hún starfað sem hönnuður
og málmlistakona frá árinu 1989
bæði hérlendis og erlendis. Hún
hefur unnið að veggskúlptúrum,
skartgripum, koparristum, gler-
listaverkum og ýmsum nytjahlut-
um.
Í Norska húsinu er einnig rekin
krambúð og er í henni fjölbreytt
úrval af handunnum munum, ým-
iskonar listmunum og jólavörum.
Norska húsið er opið virka daga
kl. 16–18 og á laugardögum kl. 14–
18 til 20. desember nk.
Norska húsið með
jólasýningar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Árni Björnsson, Sólmundur Bergsveinsson og Viktor Gylfason virða
fyrir sér jólaveininn sem var í versluninni Hólmkjör og minnti Hólmara
í fleiri ár á komu jólanna.
Nemendur Grunnskólans í
Stykkishólmi hafa síðustu daga
heimsótt Norska húsið og kynnt
sér hvernig jólin voru undirbúin
hér áður fyrr. Hér eru Baldur
Ragnar Guðjónsson og Hafþór
Þorgrímsson að skoða gömul
jólatré en á þau voru fest kerti
því rafmagnsseríur voru ekki til.
Stykkishólmur