Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 20
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nokkrir unglinganna með forystumönnum björgunarsveitarinnar í Biskupstungum. FYRIR nokkru boðaði stjórn Björgunarsveitar Biskupstungna nemendur í 10. bekk Reykholts- skóla sem eru 11 talsins til sín í björgunarsveitarhúsið í Reykholti. Tilgangurinn var að færa hverj- um nemanda áttavita að gjöf og kenna þeim að nota þetta nauð- synjatæki. Guðmundur Böðvarsson úr Björgunarsveitinni Iðunni á Laugarvatni hélt stutt námskeið um notkun áttavita. Síðan var haldið með ungmennin inn í Fremsta-Ver við Bláfell þar sem hópurinn gisti. Þar er nýlegur skáli sem Biskups- tungnamenn eiga. Daginn eftir var farið í alllanga gönguferð þar sem verkleg leiðsögn í notkun áttavita fór fram. Veðrið var að vísu fremur vont en ungt og efnilegt fólk sem síðar á e.t.v. eftir að starfa í björgunarsveit herðist í slíkum veðrum. Helgi Guðmunds- son, varaformaður björgunar- sveitarinnar, sagði að með þessu væri verið að vekja athygli á útivist og leiðbeina unglingum að útbúa sig á réttan hátt í gönguferðir, þar skipti klæðnaðurinn miklu máli og ekki væri verra að hafa áttavita með í för þegar haldið væri til fjalla. Hann sagði að því miður skorti á þetta hjá fjölda fólks, ekki hvað síst rjúpnaskyttum eins og dæmin hefðu margsinnis sannað. Í Björgunarsveit Biskupstungna eru nú rúmlega 30 félagar og á sveitin vandaðan og vel búinn Toyota-jeppa og auk þess tvo ný- lega vélsleða. Svo sem hjá öðrum björgunarsveitum fer mestur hluti starfsins í að afla tekna og segir Helgi að safnað sé dósum við sum- arbústaði, félagsmenn hafi einangr- að þak í blokk á Selfossi, tekið upp nokkurra tuga kílómetra girðingu o.fl. Útköll björgunarsveitarinnar hafa aðallega verið aðstoð eða leit að fólki á Kili og í svokölluðum Hlíðarfjöllum sem einkenna þessa fögru sveit, auk þess sem komið hafa til stærri hópleitanir. Björgunarsveitin gaf unglingum áttavita Biskupstungur FULLVELDISDAGURINN var haldinn hátíðlegur í Lýsuhólsskóla með jólaföndri og piparköku- bakstri. Foreldrum var boðið að koma með börnum sínum og mætti annað eða bæði foreldri allra barna skólans. Meðan sumir bökuðu og skreyttu piparkökur máluðu aðrir jólamynd- ir á glugga skólans, klipptu út pappír og filt eða útbjuggu marg- lita músastiga. Jólalög ómuðu um allan skólann, bakstursilmurinn var lokkandi og ekki dró úr jóla- stemmningunni að úti var hvít jörð. Öllum pappír sem til fellur í skól- anum er safnað, enda vinnur Lýsu- hólsskóli eftir umhverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21, og er hann síðan endurunninn af nem- endum. Þeir hafa nýtt pappírinn til að búa til myndskreytt jólakort sem eru seld til styrktar nemendafélag- inu og hefur salan gengið vel. Fjölmenni í föndrinu Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Bæði feður og mæður barna mættu til að föndra með þeim. Hellnar/Snæfellsbær LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi hefur verið sett upp sýning á gömlu jólaskrauti frá ýmsum tím- um. Fyrir nokkru var auglýst með- al heimamanna eftir skrauti að láni og hafa viðtökur við beiðninni verið ágætar og hafa þó nokkrir lánað skraut á sýninguna. Norska húsinu barst einnig höfð- ingleg gjöf; gamalt jólaskraut frá fyrrverandi eigendum verslunar- innar Hólmkjörs, en eigendur þeirrar verslunar stóðu í verlsun- arrekstri í áratugi. Þeir hafa geymt jólaskreytingar úr búðinni og sést vel sú þróun sem orðið hef- ur á jólaskrauti síðustu áratugina. Norska húsið er því komið í sannkallaðan jólabúning og geta gestir fengið sér piparkökur, heit- an epladrykk og hangikjöt er þeir skoða húsið og sýningarnar. En auk jólasýningarinnar er Elínborg Kjartansdóttir málmlistakona með sýningu í gráa salnum er hún nefn- ir „Ást og englar“ og má þar sjá koparristur og glerverk. Elínborg er fædd í Reykjavík ár- ið 1960 og lærði hún skart- gripahönnun og myndlist í Chile. Hefur hún starfað sem hönnuður og málmlistakona frá árinu 1989 bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur unnið að veggskúlptúrum, skartgripum, koparristum, gler- listaverkum og ýmsum nytjahlut- um. Í Norska húsinu er einnig rekin krambúð og er í henni fjölbreytt úrval af handunnum munum, ým- iskonar listmunum og jólavörum. Norska húsið er opið virka daga kl. 16–18 og á laugardögum kl. 14– 18 til 20. desember nk. Norska húsið með jólasýningar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Árni Björnsson, Sólmundur Bergsveinsson og Viktor Gylfason virða fyrir sér jólaveininn sem var í versluninni Hólmkjör og minnti Hólmara í fleiri ár á komu jólanna. Nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi hafa síðustu daga heimsótt Norska húsið og kynnt sér hvernig jólin voru undirbúin hér áður fyrr. Hér eru Baldur Ragnar Guðjónsson og Hafþór Þorgrímsson að skoða gömul jólatré en á þau voru fest kerti því rafmagnsseríur voru ekki til. Stykkishólmur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.