Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 35

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 35 „THE USURPER“                       !"    #$                                  &'  ( ()* +  +  ,- -" .- /0 % BLUBBER HEAD PRESS Hobart, Tasmanía, Ástralía bhpress@astrolabebooks.com.au ATHYGLI vekur þegar flett er í auglýsingabæklingnum Plötutíðind- um, sem nýlega var hent inn um blaðalúgur landsmanna, og á að inni- halda „… rjómann af íslenskri og er- lendri plötuútgáfu …“, að útgefend- ur bæklingsins telja hljóðritun Kórs Íslensku óperunnar á óratoríunni Elía ekki þess verða að fá inni í þessu merka riti. Ef eitthvert réttlæti væri til ætti útgáfan að prýða forsíðu bæklingsins. Felix Mendelssohn-Bartholdy (1809–1847) var eitt mesta undra- barn tónlistarsögunnar og ef til vill eitt örfárra tónskálda sem hugsan- lega gætu skákað Mozart að þessu leyti. Mörg bestu verka sinna samdi Mendelssohn á táningsaldri og upp úr tvítugu og má þar nefna t.d. for- leikinn að Draumi á Jónsmessunótt (1826), Strengjaoktettinn (1825) og Ítölsku sinfóníuna (1833). En Mend- elssohn tókst ekki alveg að viðhalda þeim ferskleika sem einkenndi æskuverkin og það var ekki fyrr en undir lok stuttrar ævi sem hann fór að blómstra á ný með ótvíræðum meistaraverkum eins og Elía (1846) og Fiðlukonsertinum í e-moll (1844). En þá var heilsu hans hins vegar verulega farið að hraka og hafa menn m.a. kennt þar um streitu og gífurlegu vinnuálagi. Eftirfarandi lýsing á tímanum í kringum frum- flutning á endurskuðuðu útgáfunni á Elía segir vafalaust allt sem segja þarf og vert að undirstrika að á þess- um tíma átti Mendelssohn aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða: Hann kom til Lundúna í apríl þar sem hann stjórnaði fjórum upp- færslum á Elía fyrir Sacred Harm- onic Society 16., 23., 28. og 30. apríl og hinn 26. hélt hann tónleika hjá Philharmonic Society í sömu borg þar sem hann stjórnaði Draumi á Jónsmessunótt, Skosku sinfóníunni og lék einleik í G-dúr-píanókonsert Beethovens. Hinn 20. stjórnaði hann flutningi á Elía í Manchester og hinn 27. æfði hann og stjórnaði verkinu í Birmingham þar sem frumflutning- urinn hafði átt sér stað árinu áður. Dagana 1.–5. maí hélt hann svo fimm einleikstónleika þ.á m. þriggja tíma prógramm fyrir Viktoríu drottningu og Albert prins í Buckingham Pal- ace. 11. maí var hann aftur kominn til Þýskalands. Varla getur leikið á því vafi að Elía sé meistaraverk. Sagan af Elía spá- manni er í túlkun Mendelssohns há- dramatísk frásögn og það kemur á óvart hversu náskylt verkið er óra- toríum Händels, bæði hvað varðar uppbyggingu og jafnvel tónmál þótt öld skilji þessi tvö tónskáld í sundur og um sé að ræða tvö óskyld tímabil tónlistarsögunnar. Víðkunnur er þáttur Mendelssohns í endurreisn Johanns Sebastians Bachs, en hér er það sem sagt greinilega Händel sem er fyrirmyndin. Meginstyrkur uppfærslu Kórs Ís- lensku óperunnar er mikil dramatík. Stjórn Garðars Cortes er í einu orði sagt framúrskarandi og ljóst að mik- il reynsla hans úr óperunni nýtist honum vel. Honum tekst að móta flutninginn þannig að hin drama- tíska framvinda er fullkomlega sann- færandi og ekki síst er honum lagið að laða fram fágæta gleði í tónlistinni sem svo glöggt má heyra í tilkomu- miklum kórum verksins sem sungnir eru af miklum þrótti og hjartans lyst. Hlustið t.d. á kafla 5 (Yet doth the Lord …), 11 (Baal, we cry to thee), 13 (Call him louder! …), 16 (O thou, who makest …) og 22 (Be not afraid …). – Mikið hlýtur kórfólkið að elska þessa tónlist! Ófullkomnar upplýsingar í bæklingi gera það að verkum að óljóst er hvor kvennanna í einsöngshlutverkunum syngur hvað, en hins vegar er ljóst að þær báðar, Nanna María Cortes og Hulda Björk Garðarsdóttir, standa sig með prýði. Talandi um bækling- inn – mikið er bagalegt að þar skuli ekki vera birtur söng- texti verksins og aðrar upplýsingar um það og tónskáld þess. Kristin Sigmundsson og Garð- ar Thor Cortes eru einnig sannfærandi í hlutverkum sínum. Sérstaklega finnst mér Garðar Thor standa sig með mikilli prýði. Einsöngsatriði sín mótar hann mjög fal- lega og þýð tenórrödd hans virðist falla mjög vel að þessari tónlist. Kristinn Sigmundsson er óneitanlega til- komumikill sem Elía – sumar aríurnar eru meistaralega vel fluttar (t.d. atriði 14, Lord God of Abraham og 17, Is not His word …) en hann á það til að beita röddinni ógætilega þannig að framsetningin er ekki alltaf jafn fáguð. Hljómsveit- in svarar vel snarpri stjórn Garðars Cortes og greinilegt er að hljóðfæra- leikurum er jafn vel skemmt og öðr- um flytjendum. Rétt er að undirstrika að hér er um „lifandi“ flutning að ræða. Eins og áður hefur verið minnst á í þess- um dálkum hafa upptökur af þessu tagi bæði kosti og galla. Hér eru kostirnir svo allsráðandi að gallarnir nánast hverfa í þessum sérstaklega sannfærandi flutningi. Hljóðritun Halldórs Víkingssonar sem gerð var á tónleikum í Langholtskirkju er í hæsta gæðaflokki, mikil dýnamík og hárrétt jafnvægi. Þarna hefði maður átt að vera! Frábært sett sem gerir mann glaðan. Þarna hefði maður átt að vera TÓNLIST Geislaplötur Felix Mendelssohn-Bartholdy: Elía – óra- toría op. 70. Kórsöngur: Kór Íslensku óp- erunnar. Hljóðfæraleikur: Félagar úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Einsöngur: Kristinn Sigmundsson, Garðar Thor Cort- es, Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes og söngvarar úr röðum kór- manna. Stjórnandi: Garðar Cortes. Upp- taka: Halldór Víkingsson. Staður og stund: Hljóðritað á tvennum tónleikum í Langholtskirkju í desember 2000. Heild- arlengd: 121 mín. Útgáfa: Fermata. ELÍA Garðar Cortes Kristinn Sigmundsson Valdemar Pálsson ÁGÓÐI sýningarinnar á barna- leikritinu Blíðfinni í Borgarleik- húsinu í dag kl. 13 rennur allur til styrktar söfnuninni Gleðileg jól handa öllum, sem Rauði kross- inn og Hjálparstarf kirkjunnar standa að í samstarfi við Kringl- una og Borgarleikhúsið. „Eins og allir vita, sem þekkja bækurnar um Blíðfinn, þá eru málefni mannúðar og manngæsku Blíðfinni mjög hjartfólgin og auk- inheldur er hann mikið fyrir góð- an mat. T.d. munaði litlu að hann gleymdi sér alveg og um leið ætl- unarverkinu (þ.e. að finna barnið) þegar hann lenti í matarveislunni hjá Gúbbunum og Merlu. Það er því mjög í hans anda að ágóð- anum af söfnuninni verður varið til úthlutunar matarpakka til allra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Hann vonar að sem flestir komi og leggi um leið góðu mál- efni lið,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Þorkell Blíðfinnur ræðir við Smælkið. Blíðfinnur styrkir Góð jól handa öllum SÝNINGIN Confronting Nature: Icelandic Art of the 20th Century, sem lauk á dögunum í Corcoran-gall- eríinu í Washington hefur vakið tölu- verða athygli bandarískra fjölmiðla og nú síðast bandaríska ríkisútvarps- ins NPR. En sýningin geymir verk íslenskra listamanna á 20. öld allt frá brautryðjendum á borð við Þórarin Þorláksson, Ásgrím Jónsson og Jó- hannes Kjarval að verkum ungra listamanna sem vinna að list sinni í dag. Confronting Nature, sem útleggja má á íslensku Andspænis náttúrunni, voru gerð skil í morgunþætti út- varpsstöðvarinnar fyrir skömmu og sátu þau Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Íslands, og mynd- listarkonan Katrín Sigurðardóttir fyrir svörum. Ræddi Ólafur um list frumherjanna en Katrín útskýrði þau sterku áhrif sem Ísland hefði á list sína. Fréttamaður NPR virtist fróður um sögu íslenskrar myndlistar. Var hann ekki að draga úr lofsyrðum sín- um við bandaríska hlustendur og sagði m.a. þá Þórarin og Ásgrím til- heyra hópi merkustu landslagslista- manna 20. aldarinnar. Verk íslenskra listamanna í dag teljast þó ekki síður áhugaverð að hans mati. Rómantísk verk og raunsæ, abstraktlist og kons- eptlist, öll tilheyrðu þessi verk land- inu og „árekstrum mannsins við nátt- úruöflin“. NPR um Ásgrím Jónsson og Þórarin B. Þorláksson Með merkari landslagslista- mönnum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.