Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 81

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 81 DAGBÓK DÖMU- OG HERRASLOPPAR GLÆSILEGT ÚRVAL Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending af ódýrum pelsum - stuttir og síðir Hattar og húfur Opið laugard. frá kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17 Við teljum niður til jóla! Í dag eru 16 dagar til jóla og 16% afsláttur Velkomin um borð Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð ævintýragjörn og viljið víkka út sjóndeildar- hringinn. Þið eigið auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið sjáið nú fyrir endann á verkefni ykkar og ættuð því að slaka á um tíma því áður en þið vitið af er allt komið í full- an gang að nýju. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið ættuð ekki að láta smá- orðaskak við vini ykkar fara í taugarnar á ykkur. Munið bara að töluð orð verða ekki aftur tekin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið eigið ekkert að vera að fela áhuga ykkar á ákveðnum málum heldur halda honum á lofti og fylgja honum eftir með ákveðnum athöfnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki alveg eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta þær ergja ykkur. Látið hins vegar í ykk- ur heyra sé fólk með yfirgang. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt eitthvað kastist í kekki út af fjármálum ættuð þið að muna að sá málaflokkur er jafnan viðkvæmur og kannski ekki síst um þetta leyti árs. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ykkur hafa gefist mörg tæki- færi að undanförnu til að kynnast nýjum hlutum og hitta skemmtilegt fólk. Gleymið ekki að þakka þeim. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú þurfa allir að leggja hönd á plóg svo leggið ykkar af mörkum til að efla samstarfs- andann því fólk vinnur betur ef andrúmsloftið er létt og gott. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt svo virðist sem allir í kringum ykkur séu að gera meiriháttar breytingar á lífi sínu skuluð þið nú bíða róleg því ykkar tími kemur síðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er af hinu góða að rækta líkamann en allt er gott í hófi og það væri ekki úr vegi að rækta sálartetrið líka á að- ventunni og sækja góða tón- leika. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið ættuð ekki að halda aftur af áhuga ykkar á bóklestri heldur þvert á móti sækja ykkur skemmtan og fróðleik í bækur og blöð því nám er allt- af nytsamlegt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið ættuð að hægja aðeins á ykkur því á þeirri hraðferð sem þið eruð er hætta á að margt fari fram hjá ykkur og þið missið þess vegna af gulln- um tækifærum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Breytið um lífsstíl og sjáið til þess að þið fáið aukna hreyf- ingu því hún er bæði holl og skemmtileg og stuðlar að heil- brigðri sál í hraustum líkama. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞAÐ gerist stundum við spilaborðið að hið fárán- lega er hið eina rökrétta: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D1042 ♥ ÁK109 ♦ 53 ♣D106 Suður ♠ KG3 ♥ 32 ♦ ÁD74 ♣KG98 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf 1 tígull Dobl * Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út tígul- sexu, fjórða hæsta, og austur lætur tíuna. Hver er áætlunin? Greinilega verður að reka út báða svörtu ásana. Ef ásarnir eru skiptir er mikilvægt að hitta fyrst á ás vesturs og láta hann eyða innkomu sinni strax. Það er í sjálfu sér blind ágiskun hvort spila eigi spaða eða laufi fyrst, það er að segja, ef suður hefur tekið upphafsslaginn á tíguldrottningu: Norður ♠ D1042 ♥ ÁK109 ♦ 53 ♣D106 Vestur Austur ♠ 98 ♠ Á765 ♥ D764 ♥ G85 ♦ KG962 ♦ 108 ♣Á3 ♣7542 Suður ♠ KG3 ♥ 32 ♦ ÁD74 ♣KG98 Í þessari legu vinnast þrjú grönd ef sagnhafi hittir á að spila laufi í öðr- um slag en tapast ef byrjað er á spaðanum. En ef sagnhafi gefur sér að aust- ur og vestur eigi hvor sinn ás getur hann losnað við ágiskun með því að dúkka tígultíuna í fyrsta slag! Hann tekur næsta slag á tígulás og nú er alveg sama hvort byrjað er á spaða eða laufi – vörnin nær aldrei að vinna úr tíglinum. Fáránlegt, en rökrétt. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Ámorgun sunnudag- inn 9. desember er sjötug Guðveig Sigurðardóttir, Iðavöllum 4, Grindavík. Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum á Veitingastofunni Vör frá kl. 19-23 á afmæl- isdaginn. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. des- ember, er áttræður Sigurð- ur G. Ingólfsson, fyrr- verandi flugvélstjóri, Krummahólum 4, Reykja- vík. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum á morgun, sunnudag, kl. 15–17 í Flug- virkjasalnum, Borgartúni 22. LJÓÐABROT UM HAUST Syngur lóa suðr í mó sætt um dáin blóm. – Alltaf er söngurinn sami með sætum fuglaróm. Himinblíð eru hljóðin þín, heiðarfuglinn minn! Hlusta ég hljóður á þig og hverfa má ei inn. Benedikt Gröndal 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. e3 a6 5. Rbd2 Bf5 6. Db3 Dc7 7. Bd3 Bg6 8. O-O e6 9. He1 Be7 10. e4 O-O 11. Re5 dxc4 12. Dxc4 c5 13. Rxg6 hxg6 14. a4 Rc6 15. dxc5 Re5 16. Dc3 Bxc5 17. Rf1 Fyrir Heims- meistaramót FIDE var haldið úrtökumót á Net- inu þar sem átta keppendur unnu sér þátttökurétt. Einn þeirra sem vann sér þátttöku- rétt þannig var stigalausi Rússinn Nugzar Zeliakov, en hann náði jafn- tefli með svörtu í fyrri skák sinni gegn ofurstórmeistaranum Alexander Morozevich (2739). Í þeirri síðari sá hann aldrei til sólar. 17... Bxf2+! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir 18. Kxf2 Dxc3 19. bxc3 Rxd3+. Undanúr- slit mótsins hefjast í dag. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. des- ember, verður fimmtug Lilja Guðlaugsdóttir, leik- skólastjóri, Heiðarbraut 63, Akranesi. Hún og eiginmað- ur hennar, Hjörtur Gunn- arsson, tæknifræðingur, verða að heiman á afmælis- daginn. Með morgunkaffinu Dag einn var hann að slá lóðina. Hann gat ekki drepið á sláttu- vélinni og síðan hef ég ekki séð hann. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 Enskar Jólakökur Enskur jólabúðingur Klapparstíg 44, sími 562 3614 MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík     
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.