Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 18

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HeildsöluLAGERSALA Laugavegi 82 á horni Laugavegs og Barónsstígs Barna-, dömu- og herrafatnaður Merkjavara á verði sem ekki hefur áður sést Check in Loki Bad boys Bad girls Vila Fransa Uniface Filati Belika Carnet Nýjar vörur á hverjum degi Afgreiðslutími: Mán.-fös. kl. 12-19 Lau.-sun. kl. 12-17 BRÚIN yfir Tjörnina var upp- runalega úr tré. Síðar var hún steypt en nú standa yfir steypu- viðgerðir á brúnni. Ríflega 80 ár eru síðan Skothúsvegur var lagður á þessari brú yfir Tjörnina en það var gert árið 1920. Í bókinni Reykjavík – sögustaður við Sund má lesa um það hvernig Tjörnin hefur þróast í gegnum tíð- ina Er þar m.a sagt frá því að Tjörnin hafi talsvert minnkað að umfangi á síðustu öld. Fyrir alda- mótin 1900 náði hún norður undir hússtæði Alþingishússins en vegna húsgrunna, sem myndaðir voru með uppfyllingu í Tjörninni og Ljósmynd/Magnús Ólafsson Á þessari mynd, sem tekin var um 1916, sést hvar framkvæmdir við uppfyllingu vegna Skothúsvegar eru hafnar en brúin er ekki komin. Horft er til suðurs yfir tjörnina í átt að Keili en í forgrunni má sjá þekktar byggingar eins og Alþingishúsið og dómkirkjuna. Myndina tók Magnús Ólafsson. Brúin orðin 82 ára gömul Tjörnin ELLEFU umhverfis- og nátt- úruverndarsamtök veittu leik- skólanum Mánabrekku á Seltjarn- arnesi viðurkenningu fyrir störf að verndun umhverfis og nátt- úruvernd á degi umhverfisins þann 26. apríl síðastliðinn. Segir í fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ að stefna leik- skólans hafi frá upphafi verið umhverfis- og náttúruvernd. Leit- ast sé við að flétta stefnuna inn í allt starfið með börnunum, t.d. með endurvinnslu, flokkun á sorpi, heimajarðgerð, papp- írsgerð, ræktun, náttúruupplif- unum og beinni fræðslu inni og úti í vettvangsferðum o.fl. Þá lúti öll innkaup, endurnýting, þvottar, hreinsiefni, þrif og umgengni við hús og húsbúnað sömu lögmálum. Morgunblaðið/Golli „Hver er að trampa á brúnni minni?“ æpti tröllið á geithafurinn þegar krakkarnir á Mánabrekku voru með samverustund í gær. Mánabrekka fær umhverfisverðlaun Seltjarnarnes KYNNINGARFUNDUR var hald- inn í vikunni um býlið Krók á Garða- holti og umhverfi hans. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ ár- ið 1923 og var búið í honum allt til ársins 1985. Afkomendur síðustu íbúanna í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður sem nú hefur verið gert. Þykir bærinn gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á myndinni má sjá Steinar J. Lúðvíksson rithöfund lesa úr óútgefinni ritgerð sinni um sögu Garða og Garðaholts á kynningarfundinum en við pontuna sitja Páll Hilmarsson og Sigurður Björnsson sem báðir eiga sæti í menningarmálanefnd Garðabæjar. Krókur kynntur Garðabær BRETTAFÉLAG Reykjavíkur er nú aftur á vergangi með starfsemi sína eftir að eigandi gömlu Sindra- stálsskemmunnar í Borgartúni sagði upp leigusamningi við það og reif húsið en félagið var með hjóla- brettaaðstöðu þar. Aðstoðafram- kvæmdastjóri Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur segir þó þá fjármuni sem borgin lagði til starfseminnar ekki hafa farið for- görðum þar sem búnaður félagsins sé geymdur á vísum stað. Síðastliðið sumar byggði félagið upp aðstöðu á 800 fermetrum í Sindrastálsskemmunni með styrk frá Reykjavíkurborg en samhliða brettaaðstöðunni var rekin go-kart bílabraut á um 2.000 fermetra svæði af öðrum aðila. Fólst styrkur Reykjavíkurborgar í að greiða leigu á húsnæðinu til eins árs auk Brettafélagið hús- næðislaust á ný Morgunblaðið/Sverrir Búið er að rífa Sindrastálsskemmuna í Borgartúni og er nú auður bygg- ingarreitur þar sem hún stóð. Tún Fjármunir borgarinnar ekki tapaðir, segir fulltrúi ÍTR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.