Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HeildsöluLAGERSALA Laugavegi 82 á horni Laugavegs og Barónsstígs Barna-, dömu- og herrafatnaður Merkjavara á verði sem ekki hefur áður sést Check in Loki Bad boys Bad girls Vila Fransa Uniface Filati Belika Carnet Nýjar vörur á hverjum degi Afgreiðslutími: Mán.-fös. kl. 12-19 Lau.-sun. kl. 12-17 BRÚIN yfir Tjörnina var upp- runalega úr tré. Síðar var hún steypt en nú standa yfir steypu- viðgerðir á brúnni. Ríflega 80 ár eru síðan Skothúsvegur var lagður á þessari brú yfir Tjörnina en það var gert árið 1920. Í bókinni Reykjavík – sögustaður við Sund má lesa um það hvernig Tjörnin hefur þróast í gegnum tíð- ina Er þar m.a sagt frá því að Tjörnin hafi talsvert minnkað að umfangi á síðustu öld. Fyrir alda- mótin 1900 náði hún norður undir hússtæði Alþingishússins en vegna húsgrunna, sem myndaðir voru með uppfyllingu í Tjörninni og Ljósmynd/Magnús Ólafsson Á þessari mynd, sem tekin var um 1916, sést hvar framkvæmdir við uppfyllingu vegna Skothúsvegar eru hafnar en brúin er ekki komin. Horft er til suðurs yfir tjörnina í átt að Keili en í forgrunni má sjá þekktar byggingar eins og Alþingishúsið og dómkirkjuna. Myndina tók Magnús Ólafsson. Brúin orðin 82 ára gömul Tjörnin ELLEFU umhverfis- og nátt- úruverndarsamtök veittu leik- skólanum Mánabrekku á Seltjarn- arnesi viðurkenningu fyrir störf að verndun umhverfis og nátt- úruvernd á degi umhverfisins þann 26. apríl síðastliðinn. Segir í fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ að stefna leik- skólans hafi frá upphafi verið umhverfis- og náttúruvernd. Leit- ast sé við að flétta stefnuna inn í allt starfið með börnunum, t.d. með endurvinnslu, flokkun á sorpi, heimajarðgerð, papp- írsgerð, ræktun, náttúruupplif- unum og beinni fræðslu inni og úti í vettvangsferðum o.fl. Þá lúti öll innkaup, endurnýting, þvottar, hreinsiefni, þrif og umgengni við hús og húsbúnað sömu lögmálum. Morgunblaðið/Golli „Hver er að trampa á brúnni minni?“ æpti tröllið á geithafurinn þegar krakkarnir á Mánabrekku voru með samverustund í gær. Mánabrekka fær umhverfisverðlaun Seltjarnarnes KYNNINGARFUNDUR var hald- inn í vikunni um býlið Krók á Garða- holti og umhverfi hans. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ ár- ið 1923 og var búið í honum allt til ársins 1985. Afkomendur síðustu íbúanna í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður sem nú hefur verið gert. Þykir bærinn gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á myndinni má sjá Steinar J. Lúðvíksson rithöfund lesa úr óútgefinni ritgerð sinni um sögu Garða og Garðaholts á kynningarfundinum en við pontuna sitja Páll Hilmarsson og Sigurður Björnsson sem báðir eiga sæti í menningarmálanefnd Garðabæjar. Krókur kynntur Garðabær BRETTAFÉLAG Reykjavíkur er nú aftur á vergangi með starfsemi sína eftir að eigandi gömlu Sindra- stálsskemmunnar í Borgartúni sagði upp leigusamningi við það og reif húsið en félagið var með hjóla- brettaaðstöðu þar. Aðstoðafram- kvæmdastjóri Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur segir þó þá fjármuni sem borgin lagði til starfseminnar ekki hafa farið for- görðum þar sem búnaður félagsins sé geymdur á vísum stað. Síðastliðið sumar byggði félagið upp aðstöðu á 800 fermetrum í Sindrastálsskemmunni með styrk frá Reykjavíkurborg en samhliða brettaaðstöðunni var rekin go-kart bílabraut á um 2.000 fermetra svæði af öðrum aðila. Fólst styrkur Reykjavíkurborgar í að greiða leigu á húsnæðinu til eins árs auk Brettafélagið hús- næðislaust á ný Morgunblaðið/Sverrir Búið er að rífa Sindrastálsskemmuna í Borgartúni og er nú auður bygg- ingarreitur þar sem hún stóð. Tún Fjármunir borgarinnar ekki tapaðir, segir fulltrúi ÍTR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.