Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 24

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMBJÓÐENDUR í sveitarfélög- unum fimm á Suðurnesjum vegna kosninganna 25. maí næstkomandi eru alls 236 á 16 listum, þar af 143 karlar og 93 konur. Er það svipað kynjahlutfall og var á landsvísu í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Af þessum 16 listum eru karlar í efsta sæti á 14, aðeins eru konur í efsta sæti á V-lista í Vatnsleysustrandarhreppi og H-lista í Gerðahreppi. Fjöldi kjör- inna fulltrúa í þessum sveitarfélögum er 37 en fyrir síðustu kosningar voru 15 listar í boði. Kjörstjórnir sveitarfé- laganna eru þessa dagana að ganga frá kjörskrám. Hlutfall kvenna er hæst af þeim fjórum listum sem eru í boði í Sand- gerði, eða 46,4% á móti 53,6% hlutfalli karla. Svipað kynjahlutfall er á list- unum í Grindavík og Reykjanesbæ, eða um 60% karlar og 40% konur. Hlutfallslega fæstar konur hafa gefið kost á sér í Vatnsleysustrandar- hreppi og Gerðahreppi, eða 33,3% á móti 66,7% hjá körlum. Hér verður litið á tölfræðina í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Reykjanesbær Í Reykjanesbæ bjóða alls 66 ein- staklingar sig fram á þremur listum, þar af 40 karlar og 26 konur. Íbúar í sveitarfélaginu voru 10.942 hinn 1. desember sl. þannig að 0,6% íbúa bjóða sig fram en kjörnir fulltrúar eru 11. Listarnir sem eru í boði eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokks og S-listi Samfylkingarinnar. Framsóknarmenn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðismenn með fimm fulltrúa hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn á móti J-lista jafnaðar- og félags- hyggjufólks. Grindavík Frambjóðendur í Grindavík eru alls 42 á þremur listum, þar af 25 karlar og 17 konur. Íbúafjöldi í Grindavík 1. des. sl. var 2.339 manns þannig að 1,8% íbúa eru í kjöri. Fulltrúar í bæjarstjórn eru sjö og við síðustu kosningar fengu framsóknar- menn tvo, sjálfstæðismenn tvo og J- listi þrjá, sem eru í minnihluta. Listarnir sem nú eru í boði eru B- listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks og S-listi Samfylkingar- innar. Sandgerði Fjórir listar eru í boði í Sandgerð- isbæ með alls 56 manns, þar af eru karlarnir 30 og konurnar 26. Miðað við fjölda íbúa 1. des. sl. upp á 1.400 eru um 4% þeirra í framboði nú, sem er hæsta hlutfallið af sveitarfélögun- um á Suðurnesjum. Sjö fulltrúar eru í bæjarstjórn, K-listi Alþýðuflokks og óháðra hefur verið í meirihluta með fjóra, sjálfstæðismenn með tvo og framsóknarmenn með einn. Listarnir fjórir fyrir kosningarnar nú eru B-listi Framsóknarflokks, D- listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, K- listi óháðra borgara og Samfylking- arinnar og Þ-listi Sandgerðislistans. Gerðahreppur Í Gerðahreppi eru 3 listar í boði með alls 42 frambjóðendum, þar af 28 körlum og 14 konum. Íbúar í hreppn- um voru alls 1.207 hinn 1. desember 2001 sem þýðir að 3,5% þeirra gefa kost á sér á lista. F-listi framfarasinn- aðra kjósenda hefur verið með meiri- hlutann í sjö manna hreppsnefnd, eða fjóra fulltrúa, en H-listi sjálfstæðis- manna og annarra frjálslynda kjós- enda verið með tvo og I-listi Félags óháðra borgara verið með einn. Þessir listar bjóða nú fram aftur með sömu bókstöfum. Vatnsleysustrandarhreppur Frambjóðendur í Vatnsleysu- strandarhreppi eru 30 á þremur list- um, þar af 20 karlar og 10 konur. Hinn 1. des. sl. voru 837 íbúar skráðir með lögheimili í Vogunum þannig að 3,6% þeirra eru nú í framboði. Fimm fulltrúar eru í hreppsnefnd og skipar H-listi óháðra borgara meirihlutann og T-listi nýrra viðhorfa verið með tvo fulltrúa. H-listinn býður einnig fram nú, sem og T-listi sem nefnir sig lista fólksins. Þriðja framboðið hefur nú bæst við, V-listi áhugafólks um vel- ferð Vatnsleysustrandarhrepps.                        !  " !    ## $   $ !  !!   " #!" $% $% $ ( )  " " " , --  ,-  !  , ! #  - " -   %  !&'(  ) )$  !  "" #$ "%"   #"&'(" ! ' *+'! ',-* ! ' .  '$ ' ! ' ! '   / $ Sextán listar í boði á Suðurnesjum með 236 frambjóðendum 4% íbúa í Sandgerði bjóða sig fram á lista Suðurnes UMRÆÐAN um fordóma og einelti hefur verið mikil að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Einelti þrífst víða og reynist sumum erfitt að láta af þeim ósið. Nemendur í Holtaskóla í Keflavík hafa upplifað einelti í sín- um skóla og vildu leggja hönd á plóg í viðleitninni við að uppræta einelti. Þegar farið var að viðra hugmyndir um að setja leikverk á svið í skól- anum í byrjun annarinnar lögðu þau til að Ávaxtakarfan yrði fyrir val- inu, enda tekur söngleikurinn mjög skemmtilega á vandamálinu. Ávaxtakarfan var frumsýnd sl. mánudag og lauk sýningum í gær. Alls tóku tíu nemendur úr 7., 8. og 9. bekk þátt í uppfærslunni, ásamt fimm dönsurum úr 3. bekk. Leik- ritið breyttist í meðförum hópsins þó að grunnhugmyndin hefði verið sú sama. Þessi Ávaxtakarfa var fé- lagsmiðstöð unglinga og þegar skáti villist þangað inn einn daginn varð uppi fótur og fit, hann var ekki vel- kominn í þessa félagsmiðstöð. Það þarf ekki að tíunda þá meðferð sem skátinn mátti að þola fyrst um sinn en ásamt Mæju, sem allir ungling- arnir höfðu útskúfað úr hópnum, reis skátinn upp til varnar og tókst að sameina unglingana í einn vina- hóp undir kjörorðinu „allir eru sér- stakir á sinn hátt.“ Nemendurnir gerðu þetta listavel, hugmyndin gekk vel upp og það var mikil leik- gleði í hópnum. Sigríður Aðalsteinsdóttir, óp- erusöngkona og kennari við Holta- skóla, leikstýrði verkinu sem er eft- ir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Hún sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera mjög ánægð með frammistöðu krakkanna. „Þetta er mjög krefjandi verk og mikið sem þarf að læra, bæði í sam- bandi við leikinn og sönginn. Þessir krakkar hafa orðið vitni að einelti hér í skólanum og einelti viðgengst því miður í öllum skólunum hér í Reykjanesbæ, þannig að mér finnst þetta framlag þeirra mjög gott og þarft. Þau hafa ennfremur fært þetta í búning sem færir verkið nær þeim. Ég vona að þeim hafi tekist að vekja áhorfendur til umhugsunar um þessi mál,“ sagði Sigríður. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir „Immi best, Immi best,“ syngur hópurinn enda stendur til að krýna unglingsdrenginn Imma foringja fé- lagsmiðstöðvarinnar. Gedda og Maja koma í veg fyrir það og tekst að sannfæra hópinn um gildi vináttu. Nemendur Holtaskóla tóku einelti fyrir í uppfærslu á Ávaxtakörfunni „Allir eru sérstakir á sinn hátt“ Keflavík FERÐAMÁLAFÉLAG Grindavík- ur var stofnað nýlega. Hlutverk fé- lagsins er að efla ferðaþjónustu í Grindavík og efla samstarf einstak- linga og fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu í bænum. Einkum er horft til samstarfs í kynningar- og sölumálum auk þess að stefna að því að bæta þjónustu við ferðamenn í bænum. Á fundinum var á þriðja tug manna sem teljast stofnfélagar. Sigurður Ágústsson flutti fróð- legt erindi þar sem hann fór í hug- anum með fundargesti í ferð um sögu Grindavíkur og kom þar víða við. Á fundinum urðu einnig fjörlegar umræður um nauðsyn þess að leið- sögumenn væru starfandi í Grinda- vík. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurður Ágústsson flutti erindi um sögu Grindavíkur á stofnfundinum. Ferðamálafélag stofnað Grindavík SAMEIGINLEGUR framboðsfund- ur á vegum framboðanna í Reykja- nesbæ verður í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík í kvöld kl. 20 og er áætlað að hann standi í tvo tíma. Hvert framboð fær 10 mínútna fram- sögu sem má skipta milli frambjóð- enda. Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Hvert framboð tilnefnir einn fulltrúa sem situr fyrir svörum. Allir bæj- arbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér betur stefnumál framboð- anna. Fundarstjóri verður Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður. Framboðs- fundur í Stapa Reykjanesbær FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ og Skákfélag Reykja- nesbæjar hafa gert með sér sam- komulag sem felur í sér að Skák- félagið fær afnot af félagsheimili framsóknarmanna á Hafnargötu 62 í Keflavík einu sinni í viku fyrir sína starfsemi, endurgjaldslaust. Í tilefni undirritunar samningsins var efnt til sérstaks skákdags síð- astliðinn sunnudag og meðal gesta var Þröstur Þórhallsson, stórmeist- ari í skák, sem tók nokkrar léttar skákir við gesti – með forgjöf. Skákmenn fá aðstöðu Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.