Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMBJÓÐENDUR í sveitarfélög- unum fimm á Suðurnesjum vegna kosninganna 25. maí næstkomandi eru alls 236 á 16 listum, þar af 143 karlar og 93 konur. Er það svipað kynjahlutfall og var á landsvísu í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Af þessum 16 listum eru karlar í efsta sæti á 14, aðeins eru konur í efsta sæti á V-lista í Vatnsleysustrandarhreppi og H-lista í Gerðahreppi. Fjöldi kjör- inna fulltrúa í þessum sveitarfélögum er 37 en fyrir síðustu kosningar voru 15 listar í boði. Kjörstjórnir sveitarfé- laganna eru þessa dagana að ganga frá kjörskrám. Hlutfall kvenna er hæst af þeim fjórum listum sem eru í boði í Sand- gerði, eða 46,4% á móti 53,6% hlutfalli karla. Svipað kynjahlutfall er á list- unum í Grindavík og Reykjanesbæ, eða um 60% karlar og 40% konur. Hlutfallslega fæstar konur hafa gefið kost á sér í Vatnsleysustrandar- hreppi og Gerðahreppi, eða 33,3% á móti 66,7% hjá körlum. Hér verður litið á tölfræðina í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Reykjanesbær Í Reykjanesbæ bjóða alls 66 ein- staklingar sig fram á þremur listum, þar af 40 karlar og 26 konur. Íbúar í sveitarfélaginu voru 10.942 hinn 1. desember sl. þannig að 0,6% íbúa bjóða sig fram en kjörnir fulltrúar eru 11. Listarnir sem eru í boði eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokks og S-listi Samfylkingarinnar. Framsóknarmenn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðismenn með fimm fulltrúa hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn á móti J-lista jafnaðar- og félags- hyggjufólks. Grindavík Frambjóðendur í Grindavík eru alls 42 á þremur listum, þar af 25 karlar og 17 konur. Íbúafjöldi í Grindavík 1. des. sl. var 2.339 manns þannig að 1,8% íbúa eru í kjöri. Fulltrúar í bæjarstjórn eru sjö og við síðustu kosningar fengu framsóknar- menn tvo, sjálfstæðismenn tvo og J- listi þrjá, sem eru í minnihluta. Listarnir sem nú eru í boði eru B- listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks og S-listi Samfylkingar- innar. Sandgerði Fjórir listar eru í boði í Sandgerð- isbæ með alls 56 manns, þar af eru karlarnir 30 og konurnar 26. Miðað við fjölda íbúa 1. des. sl. upp á 1.400 eru um 4% þeirra í framboði nú, sem er hæsta hlutfallið af sveitarfélögun- um á Suðurnesjum. Sjö fulltrúar eru í bæjarstjórn, K-listi Alþýðuflokks og óháðra hefur verið í meirihluta með fjóra, sjálfstæðismenn með tvo og framsóknarmenn með einn. Listarnir fjórir fyrir kosningarnar nú eru B-listi Framsóknarflokks, D- listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, K- listi óháðra borgara og Samfylking- arinnar og Þ-listi Sandgerðislistans. Gerðahreppur Í Gerðahreppi eru 3 listar í boði með alls 42 frambjóðendum, þar af 28 körlum og 14 konum. Íbúar í hreppn- um voru alls 1.207 hinn 1. desember 2001 sem þýðir að 3,5% þeirra gefa kost á sér á lista. F-listi framfarasinn- aðra kjósenda hefur verið með meiri- hlutann í sjö manna hreppsnefnd, eða fjóra fulltrúa, en H-listi sjálfstæðis- manna og annarra frjálslynda kjós- enda verið með tvo og I-listi Félags óháðra borgara verið með einn. Þessir listar bjóða nú fram aftur með sömu bókstöfum. Vatnsleysustrandarhreppur Frambjóðendur í Vatnsleysu- strandarhreppi eru 30 á þremur list- um, þar af 20 karlar og 10 konur. Hinn 1. des. sl. voru 837 íbúar skráðir með lögheimili í Vogunum þannig að 3,6% þeirra eru nú í framboði. Fimm fulltrúar eru í hreppsnefnd og skipar H-listi óháðra borgara meirihlutann og T-listi nýrra viðhorfa verið með tvo fulltrúa. H-listinn býður einnig fram nú, sem og T-listi sem nefnir sig lista fólksins. Þriðja framboðið hefur nú bæst við, V-listi áhugafólks um vel- ferð Vatnsleysustrandarhrepps.                        !  " !    ## $   $ !  !!   " #!" $% $% $ ( )  " " " , --  ,-  !  , ! #  - " -   %  !&'(  ) )$  !  "" #$ "%"   #"&'(" ! ' *+'! ',-* ! ' .  '$ ' ! ' ! '   / $ Sextán listar í boði á Suðurnesjum með 236 frambjóðendum 4% íbúa í Sandgerði bjóða sig fram á lista Suðurnes UMRÆÐAN um fordóma og einelti hefur verið mikil að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Einelti þrífst víða og reynist sumum erfitt að láta af þeim ósið. Nemendur í Holtaskóla í Keflavík hafa upplifað einelti í sín- um skóla og vildu leggja hönd á plóg í viðleitninni við að uppræta einelti. Þegar farið var að viðra hugmyndir um að setja leikverk á svið í skól- anum í byrjun annarinnar lögðu þau til að Ávaxtakarfan yrði fyrir val- inu, enda tekur söngleikurinn mjög skemmtilega á vandamálinu. Ávaxtakarfan var frumsýnd sl. mánudag og lauk sýningum í gær. Alls tóku tíu nemendur úr 7., 8. og 9. bekk þátt í uppfærslunni, ásamt fimm dönsurum úr 3. bekk. Leik- ritið breyttist í meðförum hópsins þó að grunnhugmyndin hefði verið sú sama. Þessi Ávaxtakarfa var fé- lagsmiðstöð unglinga og þegar skáti villist þangað inn einn daginn varð uppi fótur og fit, hann var ekki vel- kominn í þessa félagsmiðstöð. Það þarf ekki að tíunda þá meðferð sem skátinn mátti að þola fyrst um sinn en ásamt Mæju, sem allir ungling- arnir höfðu útskúfað úr hópnum, reis skátinn upp til varnar og tókst að sameina unglingana í einn vina- hóp undir kjörorðinu „allir eru sér- stakir á sinn hátt.“ Nemendurnir gerðu þetta listavel, hugmyndin gekk vel upp og það var mikil leik- gleði í hópnum. Sigríður Aðalsteinsdóttir, óp- erusöngkona og kennari við Holta- skóla, leikstýrði verkinu sem er eft- ir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Hún sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera mjög ánægð með frammistöðu krakkanna. „Þetta er mjög krefjandi verk og mikið sem þarf að læra, bæði í sam- bandi við leikinn og sönginn. Þessir krakkar hafa orðið vitni að einelti hér í skólanum og einelti viðgengst því miður í öllum skólunum hér í Reykjanesbæ, þannig að mér finnst þetta framlag þeirra mjög gott og þarft. Þau hafa ennfremur fært þetta í búning sem færir verkið nær þeim. Ég vona að þeim hafi tekist að vekja áhorfendur til umhugsunar um þessi mál,“ sagði Sigríður. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir „Immi best, Immi best,“ syngur hópurinn enda stendur til að krýna unglingsdrenginn Imma foringja fé- lagsmiðstöðvarinnar. Gedda og Maja koma í veg fyrir það og tekst að sannfæra hópinn um gildi vináttu. Nemendur Holtaskóla tóku einelti fyrir í uppfærslu á Ávaxtakörfunni „Allir eru sérstakir á sinn hátt“ Keflavík FERÐAMÁLAFÉLAG Grindavík- ur var stofnað nýlega. Hlutverk fé- lagsins er að efla ferðaþjónustu í Grindavík og efla samstarf einstak- linga og fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu í bænum. Einkum er horft til samstarfs í kynningar- og sölumálum auk þess að stefna að því að bæta þjónustu við ferðamenn í bænum. Á fundinum var á þriðja tug manna sem teljast stofnfélagar. Sigurður Ágústsson flutti fróð- legt erindi þar sem hann fór í hug- anum með fundargesti í ferð um sögu Grindavíkur og kom þar víða við. Á fundinum urðu einnig fjörlegar umræður um nauðsyn þess að leið- sögumenn væru starfandi í Grinda- vík. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurður Ágústsson flutti erindi um sögu Grindavíkur á stofnfundinum. Ferðamálafélag stofnað Grindavík SAMEIGINLEGUR framboðsfund- ur á vegum framboðanna í Reykja- nesbæ verður í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík í kvöld kl. 20 og er áætlað að hann standi í tvo tíma. Hvert framboð fær 10 mínútna fram- sögu sem má skipta milli frambjóð- enda. Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Hvert framboð tilnefnir einn fulltrúa sem situr fyrir svörum. Allir bæj- arbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér betur stefnumál framboð- anna. Fundarstjóri verður Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður. Framboðs- fundur í Stapa Reykjanesbær FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ og Skákfélag Reykja- nesbæjar hafa gert með sér sam- komulag sem felur í sér að Skák- félagið fær afnot af félagsheimili framsóknarmanna á Hafnargötu 62 í Keflavík einu sinni í viku fyrir sína starfsemi, endurgjaldslaust. Í tilefni undirritunar samningsins var efnt til sérstaks skákdags síð- astliðinn sunnudag og meðal gesta var Þröstur Þórhallsson, stórmeist- ari í skák, sem tók nokkrar léttar skákir við gesti – með forgjöf. Skákmenn fá aðstöðu Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.