Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 37 BLÓMASKEIÐ sembalsins var barokktíminn og var hann þá eitt eft- irsóttasta einleiks- og hljómsveitar- hljóðfærið. En lítill hljóðstyrkur og skortur á að leika sterkara með fast- ari áslætti varð til að píanóið og ham- raklaverið, sem bjó yfir þessum kosti, náði að uppfylla þær kröfur sem tónskáld klassíkur og rómantík- ur gerðu í verkum sínum. Á síðari tímum hefur orðið mikil vakning í heiminum að koma sembalnum aftur til vegs og virðingar. Á tímabili var reynt að byggja stór og hljómmikil hljóðfæri, en nú er stefnan sú að leita upprunans frá gullskeiði hljóðfæris- ins og búa þannig að hljómgæðum að tónleikahúsakynni endurhljómi vel þessa fallegu og lágróma rödd sem semballinn býr yfir. Tónskáldin okk- ar hafa einnig leitað eftir nýjum tján- ingarþáttum hljóðfærisins og mörg- um tekist vel. Enda þótt salurinn í Laugarborg sé góður tónleikasalur almennt, þá fannst mér hann ekki skapa tónleikum Guðrúnar þá um- gjörð sem ég hefði kosið. Ugglaust hefðu Ketilhúsið, kirkjurnar eða Gamli Lundur hentað betur. Guðrún er ágætur sembalisti og efnisskráin þjónaði bæði hennar listræna metn- aði og einnig mætti hún þörfum áheyrenda fyrir létt og glaðlegt efni. Þannig lék hún verk eftir banda- ríkjamanninn Dan Locklair (f. 1949), sem byggði á djass- og popplegum endurteknum bassagangi með lífleg- um mótröddum. Ásamt Ground eftir Purcell voru þessi verk eins konar smápassakalíur, áheyrileg og létt. Francois Couperin er tvímælalaust eitt af stærstu tónskáldum sembals- ins. Hann fékk góða þjálfun við hirð Frakkakonungs að verða að skila einu nýju verki hvern sunnudag. Þegar hann hafði samið og gefið út 250 hljómborðsverk var hann nefnd- ur konungur hljómborðsins. Hans stóra fyrirmynd var Corelli, en síðar átti hann sjálfur eftir að verða hin stóra fyrirmynd sinna sporgöngu- manna. Svítan í F-dúr var hrífandi í flutningi Guðrúnar. Hún kann vel þá list að bæta sembalnum upp styrk- leikaskortinn með því að teygja mátulega tóna og hendingar. Síðasti þátturinn, Tombeau de Mr. De Blancrocker varð mikið eyrnayndi í túlkun hennar. Antoine Forqueray var mikill snillingur á bassvíólu og eiginkonan lék undir á sembal. Þrátt fyrir skilnað síðar hélt hann ástfóstri við sembalinn og samdi fyrir hann mörg verk. Sonur hans gaf þau út að föðurnum gengnum árið 1747 og báru þau titla ýmissa þekktra sam- tíðarmanna eins og hér voru flutt. Áhugaverð tónlist í góðum flutningi. Frönsku svítuna nr. 2 samdi Bach árið 1722 og er sú svíta tvímælalaust eitt vinsælasta sembalverk allra tíma. Áheyrilegt og skemmtilegt verk, sem vel var til skila haldið af Guðrúnu. Verk Leifs Þórarinssonar AD sem hljómaði í lokin sýndi enn einu sinni hve frábært tónskáld Leif- ur var og þökk sé Guðrúnu og öðrum sem með vönduðum flutningi minna þjóðina á þessa staðreynd. Kröftug miskunnarbænTÓNLISTLaugarborg Einleikstónleikar Guðrúnar Óskarsdóttur á sembal á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Á efnisskrá: Svíta í F-dúr eftir Couperin, Rag og Cluster’s last stand eftir Dan Locklair, La Rameau/La Montigni/La Sylvia og La Boisson eftir Antoine Forq- ueray, Ground í c-moll eftir Purcell. DA fantasia eftir Leif Þórarinsson og Frönsk svíta nr. 2 eftir J.S. Bach. Sunnudagur 5. maí. SEMBALTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson ÞAÐ ætti að vera flestum ljóst að lífið er yfirleitt enginn dans á rósum. Frekar röð vandamála að leysa úr, einsog karlinn sagði. Sami karl (að ég held) sagði líka að hver væri sinnar gæfu smiður, og því eru vandamálin víst misstór hjá fólki, af ólíkum toga og svo er auðvitað álitamál hvað er yfirhöfuð vandamál – og hvað ekki. Þessi óvenjulega kvikmynd fjallar um tvö ólík systkini, Sammy og Terry sem misstu foreldra sína ung í bílslysi. Þótt þau hafi hvort farið sína leið í lífinu, hafa þau alltaf verið í sambandi og treyst á hvort annað. Þau sjá lífið í ólíku ljósi og þegar Terry kemur að heimsækja Sammy og ungan son hennar Rudy á eftir að ganga á ýmsu. Átökin í myndinni eru ekki mikil. Með ýmsum uppákomum og aðstæð- um takast systkinin á um ólíka sýn sína á lífið. Sumir eru meira fyrir að horfast í augu við vandamálin og koma hreint fram á meðan aðrir vilja sópa undir teppið. Málið er bara að hver hefur sinn háttinn á og það verður að virða. Maður á ekki sífellt að reyna að stjórna annarra manna lífi. Þótt boðskapur myndarinnar sé frekar alvarlegur er andi hennar mjög léttur og mörg mjög fyndin at- riði. Hún rennur skemmtilega áfram og manni finnst varla einsog þetta sé bíómynd. Hún er svo látlaus, og eig- inlega venjuleg. Hún hefur yfir sér einfalda mannlega ljóðrænu, sem snertir auðveldlega við hjarta fólks. Þetta er eitthvað svo satt. Þetta gæti svo auðveldlega komið fyrir náung- ann, og ekki síst mann sjálfan. Aðalleikararnir allir standa sig frábærlega. Laura Linney, sem leik- ur Sammy, var tilnefnd til Óskarsins fyrir sína frammistöðu. Mark Ruff- alo leikur bróður hennar, Terry, og mér fannst hann alveg frábær. Fleir- um hefur fundist það því hann hefur fengið margar viðurkenningar fyrir leik sinn í þessari mynd, og er vænt- anlegur í mörgum fleiri á næstunni. Á háðskum hasartímum er næst- um furðulegt að álíka mynd skuli yf- irleitt vera gerð. En það er framleið- andinn hans Scorsese, hún Barbara de Fina, sem hefur komið auga á lát- lausa ljóðrænuna inn á milli lína handritsins sem síðar var tilnefnt til Óskarsverðlauna. Hver er sinnar gæfu smiður KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Kenneth Lonergan. Kvikmyndataka: Stephen Kazmierski. Aðalhutverk: Laura Linney, Mark Ruffalo, Amy Ryan, Michael Countryman, Adam Leferre, Halley Feiffer og Matthew Broderick. USA 109 mín. United Int- ernational Pictures 2000. YOU CAN COUNT ON ME / TREYSTU Á MIG  Hildur Loftsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.