Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 61

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 61 SKIPAN orkumála í landinu varð- ar hag hvers og eins. Bæði á þetta við um orkuverðið sjálft og einnig umsvifin, sem nýting orkulindanna veldur í atvinnulífinu. Ef haldið verð- ur vel á spöðunum, gætu árleg út- flutningsverðmæti orkukræfrar stóriðju aukizt um 100 milljarða króna á næstu 10 árum, og þá mundi þessi starfsemi jafnvel verða jafnoki sjávarútvegs í útflutningsverðmæt- um talið. Slík þróun gjaldeyristekna mundi með varanlegum hætti skjóta styrkum stoðum undir efnahag landsmanna, bægja burtu atvinnu- leysisvofunni frá mörgum stéttum og auka stöðugleikann. Þannig munu hugsjónir skáldjöf- ursins Einars Benediktssonar um nýtingu vatnsfallanna rætast á 100 árum. Nú eru í deiglunni byltingar- kenndar breytingar á raforkumark- aði hérlendis sem erlendis. Sam- kvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins á að fara fram markaðsvæðing raforkugeirans eigi síðar en á árunum 2004–2005. Þetta þýðir, að starfsemi orkuveranna verður klofin frá meginraforkuflutn- ingum og dreifingu til orkukaup- enda, a.m.k. bókhaldslega. Eigendur orkuveranna munu þá keppa sín á milli um að fá að framleiða fyrir orkukaupendur með umsömdum skilmálum. Þar sem núverandi einokunarfyr- irkomulag verður afnumið, hníga öll rök til þess, að orkuframleiðendur muni reyna að laða til sín nýja við- skiptavini með því að bjóða betri kjör en við lýði eru um þessar mund- ir, þó að búast megi samt við verð- sveiflum samkvæmt lögmáli fram- boðs og eftirspurnar. Augljóslega varðar orkufyrirtækin miklu að standa fjárhagslega á traustum grunni, þegar í þessa för er lagt. Fjöreggið Þannig háttar til á þessu sviði, að höfuðborg landsins leikur þar stórt hlutverk, þar sem hún á nú tæplega 45% í Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að stærstum hluta. Höfuðborgin á þannig ríkra hagsmuna að gæta í tveimur stærstu orkufyrirtækjunum, sem munu fyr- irsjáanlega lenda í samkeppni sín á milli og við aðra. Þessi staða mála út- heimtir vandaðar úrlausnir af hálfu stjórnenda borgarinnar, þar sem m.a. verður að gæta þess, að láns- hæfi fyrirtækjanna skerðist ekki, hverjar sem aðgerðirnar kunna að verða. Að öðrum kosti dregur úr arð- semi nýrra virkjana, eða orkuverðið mun hækka meira en efni stæðu ann- ars til. Treysta Reykvíkingar R-listanum til að ráða þessum gríðarlegu hags- munamálum sínum og landsmanna allra til lykta af einurð og ábyrgð? Benda upphrópanir forkólfanna og vinstri-grænna í garð Landsvirkjun- ar og fordómar þeirra í mikilsverð- um framfaramálum borgar og lands til, að þeim sé treystandi til stór- ræða? Borgin hefur löngum fengið arð- greiðslur frá báðum orkufyrirtækj- um sínum, en á valdatíma R-listans hefur nánast verið ausið úr sjóðum OR yfir í borgarsjóð og til gæluverk- efna. Þó kastaði tólfunum í ævintýra- mennskunni, þegar kynnt var sú við- skiptahugmynd, að OR skyldi huga að kaupum á Landssímanum. Svo mikill er vandræðagangurinn vegna vanhugsaðra fjárfestinga borgarinn- ar í fjarskiptum og gagnaflutning- um, að ná átti samlegðaráhrifum (hylja mistökin) með því að gleypa risann. Er hætt við, að um banabita yrði að ræða og beggja dauði. Að eigandi taki fé úr rekstri arð- sams fyrirtækis til að setja í eyðslu og tæknilega og fjárhagslega van- burða gæluverkefni, hefur í tilviki OR tvær hliðar, og eru báðar heldur skuggalegar. Önnur er sú, að ætla má, að verð á rafmagni og heitu vatni sé af þessum sökum hærra nú en nauðsyn bæri til, ef skuldabaggi OR væri henni léttbærari. Þessu má þá jafna við skattahækkun á alla við- skiptavini veitunnar, jafnt Reykvík- inga sem orkukaupendur í öðrum sveitarfélögum á veitusvæði OR. Þetta má rökstyðja með því, að hefði fé ekki verið fært yfir í óskyldan og óarðsaman rekstur, svo að nemur um helmingi skulda OR, mundi í staðinn hafa mátt lækka raunorku- verðið að sama skapi síðastliðin tvö kjör- tímabil. Allir við- skiptavinir OR, einnig íbúar utan Reykjavík- ur, eru þannig með óbeinum hætti þving- aðir til fjárútláta að geðþótta R-listans. Þessu má jafna við tví- sköttun á orkukaupend- ur, sem greiða opinber gjöld til sveitarfélaga utan Reykjavíkur og eru á veitusvæði OR. Hin hlið þessa athæf- is vísar til hins nýja um- hverfis, sem orkufyrir- tækjanna bíður handan við hornið. OR mun óneitanlega hafa minni burði til að berjast um viðskiptavinina, þegar búið er að veikja fjár- hagslegt bolmagn henn- ar með þeim hætti, að u.þ.b. helmingur skuldanna er vegna „fjárfestinga“, sem ekki bera nokk- urn arð. Sú mynd, sem hér blasir við af stjórnarháttum R-listans í Reykja- vík, minnir óneitanlega á ævintýrið um skessurnar, sem köstuðu af mik- illi léttúð á milli sín fjöregginu. Ályktun Stjórnmálamenn, sem gera sig seka um gáleysislega meðferð al- mannafjár, á að hirta með viðeigandi hætti í kjörklefanum. Vatnaskil verða í mikilvægum málaflokkum á næsta kjörtímabili og þá ríður á miklu, að málatilbúnaður verði vand- aður í hvívetna og mótaður af ábyrgðartilfinningu og víðsýni. R-listinn er fallinn á prófinu, en Reykvíkingum býðst í staðinn hæf og ábyrg forysta, sem er traustsins verð og mun við ákvarðanatökur jafnan taka mið af þjóðarheill, þó að Reykjavík verði í fyrsta sæti. Tannfé í tröllahöndum Bjarni Jónsson Orkumál Stjórnmálamenn, sem gera sig seka um gáleysislega meðferð almannafjár, segir Bjarni Jónsson, á að hirta með viðeigandi hætti í kjörklefanum. Höfundur er rafmagns- verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.