Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 65

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 65 FYRIR fáum árum var hugtakið upplýs- ingatækni flestum næsta hulin ráðgáta. Ef spurt var hvað hug- takið þýddi varð flest- um fótaskortur á tung- unni. Nú vita flestir að upplýsingatæknin er í tölvum okkar og far- símum og við notum hana mörg hver á hverjum degi, förum á internetið, sendum tölvupóst, smáskilaboð (sms) í farsímanum og svo mætti áfram telja. Rafræn stjórnsýsla er tiltölulega nýtt hug- tak sem ennþá er dálítið óljóst. Í stuttu máli má segja að rafræn stjórnsýsla sé sú þjónusta hins op- inbera sem veita má með upplýs- ingatækninni. Þannig eru rafræn eyðublöð, rafræn greiðsla reikninga og rafrænar umsóknir dæmi um raf- ræna stjórnsýslu hjá Hafnarfjarð- arbæ. Það er sú þjónusta sem bygg- ist á því að við eigum samskipti við bæjarskrifstofurnar gegnum inter- netið, svo dæmi sé tekið. Rafræn stjórnsýsla byggist á því að við höfum ,,rafrænar bæjarskrif- stofur“ sem eru ,,opnar“ allan sólar- hringinn og að við getum farið þar inn og sinnt erindum okkar hvenær sem er og hvar sem er. Starfsemi sveitarfélagsins er margþætt og stundum flókin. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur verið lagður góður grunnur að raf- rænni stjórnsýslu Hafnarfjarðar- bæjar en sóknarfærin eru mörg. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áfram mikinn hug á því að beita sér fyrir enn betri þjónustu gegnum heima- síðu Hafnarfjarðarbæjar og leggur ríka áherslu á að hlutur rafrænnar stjórnsýslu í þjónustu bæjarskrif- stofanna og tengdra stofnana verði aukinn með markvissum hætti. Við viljum að bæjarbú- ar geti í sem mestum mæli sinnt erindum sínum gagnvart Hafn- arfjarðarbæ úr tölv- unni heima hjá sér. Það er rafræn stjórnsýsla í hnotskurn. Sjálfstæðisflokkur- inn í Hafnarfirði vill að margþætt upplýsinga- miðlun sé sú mælistika sem bæjarbúar noti til þess að mynda sér skoðanir á hugmyndum og framkvæmdum bæjaryfirvalda. Til að svo megi verða verður hlutur rafrænnar stjórnsýslu gerður enn veigameiri á grundvelli markvissrar stefnumótunar. Vinnu sem við höf- um þegar hafið, vinnu sem við viljum halda áfram á næsta kjörtímabili. Rafræn stjórnsýsla Leifur S. Garðarsson Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjörður Við viljum, segir Leifur S. Garðarsson, að bæjarbúar geti í sem mestum mæli sinnt er- indum sínum gagnvart Hafnarfjarðarbæ úr tölvunni heima hjá sér. Reykjavík í fyrsta sæti Kvennahátí› Allar konur velkomnar Veislustjóri er Inga Jóna fiór›ardóttir Konurnar á listanum okkar s‡na föt frá In Wear í Kringlunni og Eggerti feldskera á Skólavör›ustíg og skartgripi frá Aurum á Laugavegi Knattspyrnumenn úr meistaraflokki Vals s‡na lo›feldi frá Eggerti Helga Braga skemmtir A›alhei›ur Gu›mundsdóttir óperusöngkona spilar og syngur Snyrtivörukynningar Lei›sögn í blómaskreytingum Kynning á flví n‡jasta í för›un sumarsins Veitingar í bo›i Velkomin á kvennahátí› sjálfstæ›iskvenna í kvöld klukkan 20 í kosningami›stö›inni Skaftahlí› 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.