Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 59

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 59
11■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { blessuð jólin } ■■■■ Jólabúðingur, sem einnig er kallað- ur plómubúðingur þar sem nóg er af sveskjum í honum, er upprunninn frá Englandi. Hefðbundinn búðingur er búinn til fimm vikum fyrir jól, til dæmis á fyrsta sunnudegi í aðventu. Sá dagur var þá nefndur „Stir up Sunday“ eða hræri-sunnudagur þar sem hver fjölskyldumeðlimur fékk að hræra í búðingnum og óska sér. Hinn þykki og þungi búðingur er annaðhvort soðinn eða gufusoðinn. Hann er gerður úr blöndu af ferskum og þurrkuðum ávöxtum, hnetum og stundum meira að segja kjöti. Búð- ingurinn er mjög dökkur, næstum svartur og er vökvaður reglulega með koníaki, dökkum bjór eða ann- ars konar áfengi. Áður fyrr var búð- ingurinn soðinn í sérstökum klút en í dag er notuð skál. Sumar fjölskyldur hrærðu silf- urmynt (til fjár), lítil óskabein (til lukku), silfur-fingrabjörg (til spar- neytni), hring (til brúðkaups) eða akkeri (fyrir góða sjóferð) í búð- inginn. Sá þótti heppinn sem fékk sneiðina góðu. Eftir að búðingurinn hefur verið soðinn er hann geymdur á köldum og þurrum stað í nokkrar vikur en sjóða þarf hann í nokkra tíma til viðbótar daginn sem hann er borinn fram. Misjafnt er hvað er borðað með búðingnum en koníak- eða romm- smjör er vinsælt ásamt rjóma, eða einhvers konar sósu. Hefðir plómubúðingsins Jólabúðingurinn kemur frá Englandi en segja má hann hafi farið sigurför um heiminn. Jólabúðingurinn er venjulega búinn til fimm vikum fyrir jól. Karl Bretaprins smakkar á jólabúðingi úr verksmiðjunni Matthew Walker Christmas Pudd- ing Factory í byrjun mánaðar, og virðist líka ljómandi vel. Nordicphotos/gettyimages Skreytum allan vinnustaðinn Nú er kominn tími til að skreyta í vinnunni. Dusta rykið af góða skrautinu og jólabarninu sem býr innra með okkur flestum. Það er lífsnauðsynlegt að koma jólastemningunni í gang, enda verður líka mikið skemmtilegra að vinna fyrir vikið. Hægt er að taka sér hálf- tíma til klukkutíma einhvern morguninn á næstunni og draga fram jólapuntið og spila jólalög á meðan vinnustaður- inn er skreyttur með greni og krönsum. Einnig má taka langt hádegi og skella seríum upp um skápa, súlur og veggi. Góðir vinir heim um jól Íslendingar flykkjast heim erlendis frá um jólin. Enda finnst flestum gott að komast heim til fjölskyldu og vina yfir hátíðarnar. Tilvalið er að skipuleggja stefnumót með gömlu góðu vinunum, bæði þeim heima og þeim sem koma erlendis frá. Kjörið er að setjast niður í kaffisopa í miðjum jólagjafa- innkaupum. Í dag þykir flest- um fjölskyldum með börn best að hittast á reyklausum kaffi- húsum. Kaffihús Kaffitárs í Bankastræti og Kringlunni eru reyklaus. Ásamt gamla góða Mokka, Súfistanum í bókabúð Máls og menningar og kaffi- hús í bókabúðinni Eymunds- son. Allir staðirnir bjóða upp á barnastóla og hjá Kaffitár Bankastræti er lítið barnahorn þar sem krakkar geta dundað sér með kakóbollann sinn á meðan mamma, pabbi og hinir drekka latte-inn sinn. Gjöf til framtí›ar Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins me› Framtí›arbók KB banka. Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum. A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda. fiú getur gengi› frá kaupum á Framtí›arbók í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka. E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 0 6 Jólastemning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.