Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 71

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 71
H A U S MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 17MIÐVIKUDAGUR 13. DeseMbeR 2006 H é ð A n o g þ A ð A n Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Starfsmenn SPRON klappa eflaust hver öðrum á bakið um þessar mundir. SPRON var nefnilega eina íslenska fyrirtækið á banka- markaði sem lagði aukin lóð á skálar íslensku ánægjuvogarinnar í ár. Það er Capacent á Íslandi sem sér um fram- kvæmd íslensku ánægjuvogarinn- ar en hún er samræmd mæl- ing á ánægju viðskiptavina banka á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Hinir sparisjóðirnir, sem mældir eru saman, fylgdu fast á hæla SPRON en náðu þó ekki að bæta sig frá fyrra ári. Viðskiptabankarnir þrír fengu hins vegar léttan skell enda hefur ánægja viðskipta- vina þeirra ekki mælst minni frá því mælingar ánægjuvogar- innar hófust árið 1999. Allt frá upphafi mælinga hafa sparisjóð- irnir komið betur út úr mæling- um á íslensku ánægjuvoginni. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, telur að sú áhersla sem SPRON leggur á að veita ein- staklingum og minni fyrirtækjum persónu- lega þjónustu skipti miklu máli varðandi útkomu könnun- arinnar. „Við leggjum okkur sérstaklega eftir því að byggja upp þann þátt í starfseminni sem lýtur að góðri þjónustu. Við erum því ánægð með að fá með þessum hætti viðurkenningu á að það sé að takast hjá okkur.“ SPRON hlaut jafnframt á dögunum jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja. Guðmundur bendir á að breytt umhverfi fjármálaþjónustunnar hafi kallað á að starfsmenn þurfi stöðugt að efla sína þekkingu. „Við leggjum mikla áherslu á að efla starfs- manninn sem einstakling í sínu starfi og höfum í gangi mjög umfangs- mikið fræðslu- og endurmenntun- arkerfi til þess. Við hvetjum okkar starfsmenn til að sækja sér þá menntun sem er í boði. Aukin þekk- ing leiðir til jafnréttis og ég held að það sé fyrst og fremst þetta sem er að skila sér í öflugra og ánægðara starfsfólki, sem áfram skilar sér til viðskiptavinarins í meiri þjónustu- gæðum. Það má því segja að þessir þættir styðji hvor annan.“ Viðskiptavinir SPRON þeir ánægðustu Króni og Króna Viðskiptavinir SPRON virðast vera jafnglaðir hjá SPRON og sparibaukarnir Króni og Króna. guðmundur HauKsson, sparisjóðs- stjóri spron Að vonum ánægður með að viðskiptavinir SPRON eru þeir ánægðustu í íslenska bankakerfinu. Atlantsskip hefur fest kaup á Kalmar-gámalyftara til viðbótar við annan þriggja ára gamlan sem félagið á. Nýi lyftarinn vegur 70 tonn og er sagður einn sá fullkomnasti á landinu í dag. „Hann er búinn mjög fullkomnu tölvukerfi sem heldur utan um allar aðgerðir tækisins og fæst þannig vitneskja um allt viðhald og þjónustu,“ segir í tilkynningu Vélaborgar efh. sem hefur umboð fyrir Kalmar hér á landi. Lyftarinn ræður við gáma sem vega allt að 45 tonn og getur staflað upp í fjórar hæðir. Á árinu hefur Vélaborg flutt inn og selt fjóra Kalmar-lyftara og er með í pöntun sex tæki sem eru seld og til afgreiðslu á næsta ári. - óká Atlantsskip kaupir lyftara nýr Kalmarlyftari atlantssKipa Lyftarinn getur staflað gámum í fjórar hæðir og teygt sig upp í þriðju röð. Helgi JóHannesson, framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur, hefur verið ráðinn Umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi. Hann tekur við nýju starfi umdæmisstjóra þann 1. janúar 2007. Umdæmisskrifstofa VÍS á Norðurlandi er á Akureyri og heyra undir hana svæði allt frá Hvammstanga til Þórshafnar. Alls eru tíu skrifstofur í umdæminu. Helgi hefur starfað sem framkvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf. frá ársbyrjun 2001. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Norðlenska í eitt ár og framkvæmdastjóri kjötiðnaðar- sviðs KEA frá 1997 til 2000. Hann lauk BSc prófi frá Odense Teknikum árið 1985 og MSc í verkfræði frá Ålborg Universitet árið 1987. Hann hefur setið í stjórnum hinna ýmsu félaga í gegnum tíðina. Þar á meðal sat hann í stjórn Vátryggingafélags Íslands frá árinu 2002 til 2004, Líftryggingafélagi Íslands frá 2004 til 2005 og Verði frá 2004 til 2006.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.