Réttur - 01.02.1926, Page 16
18 ERLÉNDIR MENNINGARSTRAUMAR [Rjettur
megnu mótspyrnu áttu þeir og við tregðu sjálfs sín að
stríða, og það var annað en ljett, að halda hug sínum
lifandi hjer þá. Gestur Pálsson segir líka í brjeíi til
j>HeimskringIu« (13. mars 1890), er dvölin hjer var orðin
honum óþolandi: »Hjer er fullkominn skortur á öllu
andlegu lífi.« »Vaninn hefir lagt kórónu sína yfir þetta
land og þar liggur hún blýþung eins og martröð, svo
að ekkert nýtt líf getur þróast undir henni.« Pungur
áfellisdómur feldur af einhveriu helsta sagnaskáldi, er
þjóðin hefir eignast. Og ekki er hann vægari dómurinn,
sem Porsteinn fellir 1899, er hann flytur björkinni kveðju
»frá þjóð, sem kurlar hið lifandi og tínir á glóð, en elsk-
ar það dauðvona og dauða.« Svo kveður sá, er elskað
hefir ísland einna heitast af öllum sonum þess. Það þarf
heldur engan smáræðisþrótt til að berjast á móti þess-
um mætti vanans hjer heima, og það er auðsjeð á ís-
lensku brautryðjendunum, að þróttur þeirra er mestur, er
þeir dvelja ytra, í miðdepli útlendu áhrifanna, og veita
þeim hingað með tímaritum sínum og bókum. Jón Sig-
urðsson dvelur þar mest-allan aldur sinn, Stephan G.
Stephansson líka, — sá, er best hefir haldið sjer andlega
af þeirri skáldakynslóð, — og Gestur, Hannes og Por-
steinn sköpuðu þar fegurstu listaverk sín og þrungnustu
af nýjum hugsunum. Hjer heima dofnaði flug þeirra.
Slík voru áhrif hinnar »þjóðlegu« menningar.
Petta hefir vissulega batnað mjög mikið á síðari árum,
það ætti ekki að vera eins hætt við nú að við kæfðum
í þungu andrúmslofti voru hvern lífsneista, er langar til
að glæðast. Pó ætla jeg flestum þeim, er ryðja
vilja hjer nýjum hugsunum braut, á hvaða lífssviði sem
er, muni finnast róðurinn þungur og erfitt að lapa eigi
andlegu fjaðurmagni sínu eða áhuga í tómleikanum hjer;
en einmitt slíkum brautryðjendum, er sambandið við er-
lendu stefnurnar og boðbera þeirra afar dýrmætt sem
lind, er þeir fá ausið af, og eflt um leið í sálu sinni
það skapandi magn, er myndað gæti frumlegar hugsanir