Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 20
22 ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR [Rjettur
sýnni manna en fyrr. Og af oss er nú krafist því meira
sjálfstæðis og áhuga, sem vjer verðum sjálfir að annast
um sambönd þessi, þar sem Hafnarháskóli nú er hættur
að vera sá aðaláfangi andiegra strauma til vor, sem hann
var á tímum Eggerts, Bjarna, Fjölnismanna, Jóns eða
Verðandi-mannanna, og ísleriski háskólinn eigi orðinn
fær um það enn. Enn sem komið er, hafa erlendu stefn-
urnar aðeins sent hingað örfáa árgala, sem frekað lítið
hafa megnað, því það fer enn sem fyr, að »þeim, sem
nóttin þykir löng, þeir eru nauðafáir.« En nú er alt út-
lit fyrir, að ákveðnara verði brátt um þær deilt en fyr.
Tímamótin, sem við lifum á, eru einhver hin merkileg-
ustu og róttækustu, sem orðið hafa í sögu mannkyns-
ins. Ófriðurinn mikli hefir svift hjúpnum af flestu því,
er mest var virt fyr, og menning vor hefir orðið að
ganga í gegnum ógurlega eldraun, er skilið hefir að leir
hennar og gull, þó ekki betur en svo enn þá, að menn
deilir á um, hvað leirugt gull sje og hvað gyltur leir —
þótt undarlegt sje. Flest alt gamalt virðist nú vera að
hrynja. Rithöfundar hæðast nú að kristnu guðunum sem
kristnir menn áður að skurðgoðum heiðingja. Peir telja
stríðið hafa afhjúpað alheimsguði þá, er áður voru tign-
aðir, eftirmjnnilega sem hjáguði einstakra þjóða. Alt virð-
ist nú öfugt snúa.
Mestu sigrar mannsandans virðast ranghverfast í ósigra,
svo að nærri liggur, að vísindi og manndrápin haldist í
hönd, en mannúðin sveimi sem vofa um vígvellina. Ætt-
jarðarástin er gerð að menningarmeini, svo hörmulega
misbeitt, en ættjarðarvinirnir í útlegð reknir — eða drepnir.
— Hugsjónir þær, er kærar urðu oss á síðasta aldarfjórð-
ungi, virðast vera að missa gildi sitt. Margir bestu spek-
ingar nútímans telja lýðræðið orðið skálkaskjól eitt, og
þingræðið, sem kostaði slíka baráttu, grímu tóma. Frjálsa
verslunin virðist ætla að hníga í baráttunni við hringi,