Réttur - 01.02.1926, Síða 21
Rjettur] ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR 23
samvinnufjelög og ríkisverslanir. Listasfefna sú, er mest
hefir hylt verið, að listin sje aðeins til listarinnar vegna,
sætir hörðustu árásum ágætra listamanna. Yfirdrotnun
hvíta kynflokksins, er þótti svo sjálfsögð, er talin vafa-
söm orðin. Pjóðabandalagið — þessi mynd, sem friðþrá
nútímans tók á sig eftir stríðið, sætir árásum fyrir að
vera nýtt hernaðarbandalag sigurvegaranna. Alt það, sem
fegurstan hefir hljóminn, virðist efnislausast orðið og að-
eins blekking. Pað er því ekki að undra, þótt margur
viti eigi hvaðan á sig stendur veðrið í slíkum fellibyl
nýrra hugmynda, nái vart fótfestu í þessari hringiðu and-
stæðra afla og skygnist um eftir hönd, er leitt gæti hann
út úr þessu öngþveiti. Pað mun margur spyrja nú með
skáldinu:
»En hvar eru þeir, sem að beina nú braut
í baráttu þjóða og landa?
sem glæða mjer vonir, sem greiða mjer þraut,
sem gefa mjer kraft til að standa,
og hjálpa mjer þangað, er hvíla jeg megi
í heiðari bjarma af fegurra degi.«
Brautryðjendum núverandi kynslóðar legst því það
mikla vandaverk á herðar, að verða leiðsögumenn þjóðar
sinnar á einhverjum mesta stormtíma, sem yfir mann-
kynið hefir komið. Pað veitir því ekki af vitum í villu-
myrkri því, sem yfir oss hvílir, og þá vita þurfum vjer
að finna hvar sem þeir eru í heiminum, hvort sem það
eru menn eða málefni, hvaða þjóðbálki, trúflokki eða
stefnu, sem þeir tilheyra. Pað er ekki víst, að vita þess-
ara verði að leita á hæðum mannfjelagsins, þótt þeir ættu
þar að standa. Vjer getum eins vel búist við, að finna
þá í undirdjúpum, afkimum og útlagahellum. Það er
heldur ekki víst, að Ijós þeirra verði altaf skær og mild,
þau verða frekar sterk og blossandi sem neyðar- eða
hættumerki.