Réttur


Réttur - 01.02.1926, Page 24

Réttur - 01.02.1926, Page 24
26 AUÐU SÆTIN [Rjettur hafa það þunga hlutverk, ásamt öðrum þrælum, að búa nokkrum útvöldum sælustað hjer á jörðunni. Við og við var einn og einn leystur úr fjötrunum og leyft yfir í eilífðina á ódýran og viðhafnarlausan hátt. Skarðið fyltist af sjálfu sjer. Vjer hinir skriðum áfram beygðir til jarðar. En soltnar sálir vorar fyltu loftið neyðarópum. Eins og herskarar farfugla svifu þær í loftinu, eirðarlausar í leit sinni að friðuðu varp- landi. Svo margar voru þær, að myrkva sló á himininn og skugga bar jafnvel á björtusta hluta jarðarinnar. Dag nokkurn var klafinn leystur af mjer, af því að jeg var veikur orðinn og ónýtur til starfa. Og jeg var skilinn eftir á víðavangi til að deyja. Enginn læknir kom, þó að mig langaði til að lifa ögn lengur. En prestur nokkur var á flökti í grend við mig. Hann var að bíða eftir því, að jeg hrykki upp af, svo að hann gæti blessað yfir mjer. Pess ber að geta, honum til afsökunar, að honum var ætlaður sá starfi af ríkinu. Hann varð þó af bráð sinni í það skiftið. Hjartagóð kona tók mig upp af götu sinni og fór með mig til læknis. »Tæring«, sagði hann — »og auk þess útslitinn og svelt- ur frá barnæsku. Hve lengi hafið þjer unnið?« »í tuttugu ár.« »Og hversu gamall eruð þjer?« »Tuttugu og fjögra ára.« »Pá eruð þjer í rauninni búinn að vinna yðar hlutverk.« »Er ekkert við því að gera?« spurði góðhjartaða konan. »VetrardvöI í Suðúrlöndum gæti ef til vill bjargað honum, annars drepst hann.« Orðið drepst særði mig dálítið — raunar að ástæðulausu. Hvaða vit er að hengja sig í orðin sjálf, fyrst merking þeirra er ein og hin sama ? Á því Ijek enginn vafi. í þjóðfjelag- inu er engin stofnun til, sem saklaus maður dauðadæmdur getur leitað til og beðist miskunnar. Lögreglan sjer um út- taugaða og illa með farna hesta. Verkamaður, sem er útslit- inn fyrir aldur fram, á einskis annars úrkosta en himnaríkis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.