Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 24
26
AUÐU SÆTIN
[Rjettur
hafa það þunga hlutverk, ásamt öðrum þrælum, að búa
nokkrum útvöldum sælustað hjer á jörðunni. Við og við var
einn og einn leystur úr fjötrunum og leyft yfir í eilífðina á
ódýran og viðhafnarlausan hátt. Skarðið fyltist af sjálfu sjer.
Vjer hinir skriðum áfram beygðir til jarðar. En soltnar sálir
vorar fyltu loftið neyðarópum. Eins og herskarar farfugla
svifu þær í loftinu, eirðarlausar í leit sinni að friðuðu varp-
landi. Svo margar voru þær, að myrkva sló á himininn og
skugga bar jafnvel á björtusta hluta jarðarinnar.
Dag nokkurn var klafinn leystur af mjer, af því að jeg var
veikur orðinn og ónýtur til starfa. Og jeg var skilinn eftir
á víðavangi til að deyja. Enginn læknir kom, þó að mig
langaði til að lifa ögn lengur. En prestur nokkur var á
flökti í grend við mig. Hann var að bíða eftir því, að jeg
hrykki upp af, svo að hann gæti blessað yfir mjer. Pess ber
að geta, honum til afsökunar, að honum var ætlaður sá starfi
af ríkinu.
Hann varð þó af bráð sinni í það skiftið. Hjartagóð kona
tók mig upp af götu sinni og fór með mig til læknis.
»Tæring«, sagði hann — »og auk þess útslitinn og svelt-
ur frá barnæsku. Hve lengi hafið þjer unnið?«
»í tuttugu ár.«
»Og hversu gamall eruð þjer?«
»Tuttugu og fjögra ára.«
»Pá eruð þjer í rauninni búinn að vinna yðar hlutverk.«
»Er ekkert við því að gera?« spurði góðhjartaða konan.
»VetrardvöI í Suðúrlöndum gæti ef til vill bjargað honum,
annars drepst hann.«
Orðið drepst særði mig dálítið — raunar að ástæðulausu.
Hvaða vit er að hengja sig í orðin sjálf, fyrst merking þeirra
er ein og hin sama ? Á því Ijek enginn vafi. í þjóðfjelag-
inu er engin stofnun til, sem saklaus maður dauðadæmdur
getur leitað til og beðist miskunnar. Lögreglan sjer um út-
taugaða og illa með farna hesta. Verkamaður, sem er útslit-
inn fyrir aldur fram, á einskis annars úrkosta en himnaríkis.