Réttur - 01.02.1926, Page 25
Rjettur]
AUÐU SÆTIN
27
Jeg bjó mig viðstöðulaust undir, að leita mjer heilsubótar
handan við gröf og dauða.
En einn góðan veðurdag var jíg, þrátt fyrir aít, búinn að
fá mikið fje handa í milli, mörg hundruð krónur, til að ferð-
ast fyrir til Ítaiíu. Konan góðhjartaða hafði útvegað það.
Jeg get ekki með orðum lýst lilfinningum mínum. Jeg var
sloppinn úr greipum dauðans, og einnig frá því, sem verra
er en dauðinn, þrældómnum. Jeg flögraði leiðar minnar eins
og smáfugl, sem af undursamlegri tilviljun sleppur úr klóm
kattarins hálfdauður, en þó heitur og glaður í huga.
Jeg varð að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn, vegna
nauðsynlegs undirbúnings. Bjó jeg þá í þakherbergi úti á
Norðurbrú. Næsta herbergi leigði gömul kona, lítil og skorpin.
Guð má vita, á hverju hún lifði. Hún átti hvorki ættingja
nje vini, og var svo gömul og slitin, að hún gat ekkert unnið
sjer inn. Hún yrti aldrei á nokkurn mann og var naumast
talin með fullu ráði. Jeg gat nú samt ekki þagað. Og hvort
sem hún hJir orðið hrifin af ofsakæti minni eða fyrirhuguð
ferð mín til framandi landa hefir snert einhverjar viðkvæmar
taugar í hjarta hennar, þá þiðnaði skap hennar, og hún fór
að segja mjer frá einmana lífi sínu og örlögum.
Hún hafði komið kornung frá Jótlandi til höfuðborgarinn-
ar, skínandi fátæk, en ör í skapi og hugrökk — ein þeirra
óteljandi, sem langa til að lála lífið veita sjer dálítið meira
en brýnustu þarfir. Svo komst hún í vináttu við einn jafn-
ingja sinn, verkamann. Hann hugsaði sjer líka hærra en fólk
gerir flest. Með það fyrir augum giftu þau sig. Svo fædd-
ust þeim börn, hvert á fætur öðru. Tíminn leið við það,
að líta eftir þeim öllum á daginn og bæta fötin þeirra á nótt-
unni, þegar þau voru háttuð. Og aldrei gafst tími til að gera
neitt annað. Svo fóru börnin að týna tölunni, sum á unga
aldri og önnur á fullorðins árum, þegar sá tími var kominn,
að þau fóru að verða til Ijettis. Maðurinn hafði slasast eitt
sinn við vinnu sína og var heilsulítill nokkur ár, og jregar
þau höfðu baslað saman svo lengi, að nærri lá að þau gætu
haldið silfurbrúðkaup sitt, þá dó haun. t*á loks fjekst næði