Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 38
40 TOGARAÚTGERÐIN [Rjettur
þarfa þeirra. Til þess er hann nógu siór, sje rjett á
haldið.
En þetta er aðeins annar þáttur þjóðarauðsins, sá þátt-
urinn, sem til peninga verður metinn. Hinn þátturinn er
starfsorka Iandsbúa, hugvit þeirra og hagsýni, atorka og
iðjusemi.
Sje höfuðstóll okkar smár að krónutali, ríður þeim
mun meira á, að hann sje rjettilega notaður. Sjeu lands-
búar fáir, ríður enn meira á, að starfsorka þeirra fari eigi
til ónýtis. Að kunna að búa, er að kunna að nota fjár-
magnið og vinnuaflið.
Hvernig er nú búskaparlag okkar íslendinga?
Einn stærsti liðurinn á eignareikningi þjóðarinnar nú
eru togararnir. Peir eru 38 talsins. Sje gert ráð fyrir,
að hver togari sje 250—300 þús. króna virði, er flotinn
allur 10—12 miljóna virði. Sje þar við bætt húsum,
bryggjum, reitum og öðrum nauðsynlegum tækjum til að
verka aflann, veltur upphæðin sennilega á tugum miljóna.
Á hverjum togara er að meðaltali 26—27 manna áhöfn,
eða um 1000 manns á flotanum öllum. Pað mun láta
nærri, að um þrefalt fleiri karlar og konur hafi nóg að
starfa í landi við verkun aflans og önnur störf, sem af
útgerðinni leiða, þegar aflinn er lagður hjer á land. Sje
gert ráð fyrir, að 2 af hverjum 3 af öliu þessu fólki hafi
fyrir fjölskyldu að sjá, verða það um 14,000—16,000, sem
eiga afkomu sína undir togaraútgerðinni beinlínis.
Pað mun láta nærri, að um helmingur fiskafla hjer við
land hafi fengist á togarana undanfarin ár og að hjer um
bil 2A hlutar af útflutningsvörum þjóðarinnar hafi verið
afli þeirra.
í alt sumar, svo að segja, hefir togaraflotinn nær allur
]egið aðgerðalaus. Tugir miljóna dýrkeypts auðs liggja
arðlausir og ónotaðir; þúsundir manna og kvenna ganga
atvinnulausir. Heimili í hundraðatali bjargarlaus eftir sum-
arið; vetur fer í hönd.