Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 46
48 TOGÁRAÚTGERÐlN [Rjettuf
sú, að auka aflann eða verðmæti hans, hin, að draga
úr kostnaðinum við útgerðina og fiskverslunina.
íslenskir togarar hafa til þessa verið aflasælastir allra
hér við land. Er því tæpast hægt að gera ráð fyrir, að
aflabrögð þeirra batni mikið frá því, sem verið hefir, að
óbreyttum veiðitíma, veiðiaðferðum og áhöldum.
Hinsvegar virðist ekki ólíklegt, að frainfara sje von á
þessum sviðum, sem öðrum, ef ekki er sparað fje til
tilrauna og endurbóta, og veiðitímann má lengja eins og
síðar verður vikið að.
Með því að hafa fiskverkunarstöðvar og góð upp-
skipunartæki víðar á landinu en nú er, mætti oft spara
mikið af þeim tíma, sem nú fer til að flytja aflann til
lands, og nota hann til veiða. Langflestir togaranna eru
gerðir út frá Reykjavík eða Hafnarfirði og leggja aflann
þar á land, en sama tíma árs stunda þeir saltfisksveiðar
fyrir norðvestan eða austan land. Væri siglt með þann
afla til Vestfjarða eða Austfjarða í stað þess að flytja
hann suður, myndi sparast afarmikill tími og aflinn auk-
ast að sama skapi.
Verðmæti aflans má auka á margan hátt. Nú er oft-
ast aðeins hirt um fiskbolinn og lifrina, hinu fleygt,
Hausarnir og innýflin eru þó býsna verðmæt vara, bæði
sem fóður og áburður, en það kostar fje að hagnýta
úrganginn og vinna úr honum; til þess þarf dýrar verk-
smiðjur.
Fiskurinn er nú allur fluttur út og seldur saltaður og
þurkaður, nema það, sem togararnir veiða í ís, það sigla
þeir sjálfir með til Englands. Með því að reisa hjer full-
komið íshús með nýtískutækjum, sem tæki fiskinn úr tog-
urunum og hafa sjerstök skip til að flytja hann í til Eng-
lands, gætu togararnir slept þessum löngu og dýru ferð-
um og notað tímann til veiða í þess stað. Auk þess má
telja víst, að betra verð fengist fyrir þannig með farinn
fisk, sem jafnframt þyldi nokkra bið, en þann, sem nú
er fluttur út í misjöfnum skipum, án sjerstaks útbúnaðar