Réttur - 01.02.1926, Page 48
50 TOGARAÚTGERÐIN [Rjettur
of skamt stigið til þess að líklegt sje, að góður árangur
náist, en yfirlýsing þingsins er söm fyrir því.
Sje síldveiðin lítil, er verðið venjulega mjög hátt, en
lækkar aftur stórkostlega, þegar veiðin er mikil og mikið
saltað. Með því að fyrirbyggja, að of mikið sje saltað
af síldinni, er hægt að komast hjá þessum stórfeldu verð-
breytingum. Verð á síldarmjöli og lýsi er langtum stöð-
ugra en á saltaðri síld og vís markaður fyrir þær vörur
miklu víðar en fyrir síldina. Síldarverksmiðjur, nægilega
margar og stórar, til að taka við afla íslensku skipanna
umfram það, sem hæfilegt þætti að salta, og síld, sem
ekki er söltunarhæf, þurfa að vera undir sömu umráðum
og yfirstjórn og verslunin með saltaða og kryddaða síld.
Með því móti er unt að girða fyrir of mikla söltun og
að tryggja útgerðarmönnum sannvirði fyrir það af aflan-
um, sem ekki er saltað. Með því móti er hægt að lengja
veiðitíma togaranna um 2 mánuði á ári.
Alþingi og útgerðarmenn hafa, eins og áður er sagt,
viðurkent, að síldarverslunin sje í megnasta ólagi. Flest-
um kunnugum mun og bera saman um, að fiskverslun-
inni sje allmjög ábótavant og að ýmislegt mætti þar bet-
ur fara. Nægir í því efni að benda á ummæli þeirra,
sem gerðir hafa verið út og kosíaðir af opinberu fje til
markaðsleitar og erindreksturs á Spáni.
Petta er og mjög að vonum; verslunin er í höndum
margra manna og misjafnra, allir vilja þeir selja sem fyrst
og best, keppa um söluna hver við annan og spilla oft
hver fyrir öðrum. Sumt af fiskinum er selt lijer á Iandi,
nokkuð sent í umboðssölu til erlendra manna, sem oft-
ast jafnframt versla með fisk fyrir eigin reikning, sumt
er sent. og selt til Englands eða Danmerkur og svo aftur
þaðan til Spánar.
Stundum vantar fisk með öllu í einstakar borgir mark-
aðslandanna, þótt aðrar borgir þar sjeu svo of birgar,
að verðið Iækki. Stundum er sami fiskur boðinn fram
af mörgum mönnum, framboðið þannig aukið alveg óeðli-