Réttur - 01.02.1926, Side 59
Rjettur]
61
BRJEF TÍL jUDDS
sem þeir ljúka með töflum sínum og skýrslum um atvinnu-
leysið: »Að slá því föstu, að í meðalári sjeu frá 10—12%
allra vinnandi manna iðjulausir allan ársins hring er líklega
heldur vægur dómur um ástandið.« Ritið reiknar út, að
fjöldi vinnufærra manna, sem lifa af handafla sínum, sje
42,000,000 og 12% af því er yfir 5,000,000.
Regar við tölum um 5 miljónir manna atvinnulausa, þá er
ekki mikið þar með sagt, af því að okkur skortir andans
orku til að skilja fyllilega hvað í því felst. Við skulum halda
okkur við einn mann atvinnulausan og athuga hvað það
þýðir. Rað vill nú svo vel til, að núna í morgun, áður en
jeg settist við skrifborðið, færði pósturinn mjer brjef frá at-
vinnulausum manni, sem á heima 12 mílur hjeðan, í hinni
miklu og auðugu borg, Los Angelos, brjef frá styrjald-
arhetju, sem vantar vinnu, og konu hans og börnutn ligg-
ur við hungurmorði. Kappinn sendir í umslaginu nafnspjald,
sem á stendur »D. S. C.« Rað þýðir »Distinguised Service
Cross*.1) og neðar í horninu stendur »Chevalier Legion
d’Honneur; Croix de Guerre.2) Nafnbót, sem í Frakklandi
er tekin fratn yfir allar aðrar. Og aftan á nafnspjaldið hefir
hann ritað: »Uppgjafahermaður, sem Iifir á bónbjörgum.c
Hann leggur innan í úrklippu úr dagblaði:
»Yfirflokksstjóri í br jóstfy Ikingu vjelabyssuliðanna«, skilinn eftir
dauðvona á vígvellinum, fluttur á sjúkraskýli, sendur aftur í
herlínuna, gerður að »Lieutenant«, fleiri sjúkrahússlegur, meiri
nafnbætur — sannarleg orustuhetja, eins og þú getur sjeð af
öllu þessu. Og nú hefir hann verið að leita sjer að eins-
konar atvinnu svo niánuðum skiítir, og hann segir mjer frá
hvernig það hefir gengið.
»Lovísa litla er guggin af fæðuskorti. Virginía, eldri telp
an, vesalingurinnn. sem jeg skrifaði bókina mína um, hóstar
stöðugt allar nætur. Við veitum síðasta viðnámið, jafnein-
mana og við værum inni í miðri eyðimörkinni Sahara. í
J) Heiöursmerki fyrir ágæta þjónustu.
s) Riddarakross heiðursfylkingarinnar frönsku, verðlaun fyrir
hernaðarafrek.