Réttur - 01.02.1926, Page 68
70 VÍÐSjÁ [Rjettur
og hafa Portúgalar mestar mætur á því allra rita sinna,
— en ekki fórst þeim betur við skáldið en öðrum þjóð-
um flestum við stórmenni sín, svo sem saga hans ber
vott um.
Luis de Camoens var fæddur árið 1524 í Lissabon og
var kominn af fátækri aðalsætt. Á unga aldri stundaði
hann nám við háskólann í Coimbra og tók þá að gefa
sig við skáldskap. Að loknu námi hjelt hann til Lissa-
bon aftur. Par byrjaði nú liinn æfintýralegi æfiferill hans.
Hann kyntist nú hirðdömu einni og fjekk ást á henni;
vann sjer með því til óhelgi hjá konunginum og var út-
lægur gerr úr borginni. Fór Camoens nú á brott og
gerðist litlu síðar sjálfboðaliði á flotanum. Tók hann þá
þátt í herför gegn Marokko og í einni orustunni hitti
kúla hægra auga hans, svo að hann misti sjónina á því.
Þjónusta hans er samt að engu metin, svo að hann af-
ræður, að yfirgefa föðurland sitt, og ræðst 1553 sem
sjálfboðaliði til Austur-Indlands. Ekki tekst honum þó
að ná neinni stöðu þar og er Iengst af hermaður. En
hann sjer vel óstjórn þá, sem á sjer stað hjá yfirmönn-
um Portúgala; skáldið getur ekki á sjer setið og hann
yrkir ádeilukvæði á stjórnarfarið þar og gefur það út.
Pá ljet landstjórinn taka hann höndum og flytja hann til
Macao á ströndum Kína og þar var hann útlægur í 5
ár. Pá hafði hann þegar byrjað á þessu mikla þjóðkvæði
sínu og nú fjekk hann tíma til að Ijúka við það. Reit
hann, að því er sagt er, mesian hluta þess í helli einum
út við sjóinn, sem enn er sýndur þar og nefndur eftir
honum. 1561 Ieyfði nýr landstjóri honum að snúa heim
og þá Camoens glaður boðið og hjelt með skipi á leið
til Goa í Indlandi. En á leiðinni brotnar skipið í spón
og skáldið kemst með naumindum í land á fjöl einni —
með hið dýrmæta handrit sitt rennblautt í höndunum. —
í Goa bíða hans nýjar plágur. Hann var skuldum vafinn
sem fleiri af hans stjett, og er til Goa kom, ljetu skuld-
kröfumennirnir varpa honum í fangelsi. Paðan Iosnaði