Réttur - 01.02.1926, Page 71
Rjettur] VÍÐSJÁ 73
að líta á sem brautryðjendur nýrri tímans, eða hinna, er
verið hafa í samræmi við aldaranda sinn, og komist svo
hátt í mannfjelaginu, að mikið tillit hefir verið til þeirra
tekið. Hin hetjudýrkunin er sjaldgæfari, fyrirfinst varla,
að tigna hetjur þær, sem enginn tekur eftir venjulega.
Nöfn þeirra standa ekki með stóru letri yfir síðum dag-
blaðanna nje feitum stöfum í kenslubókum. Þær lifa og
deyja án þess að láta á sjer bera, en með lífi sínu og
dauða mynda þær undirstöður framtíðarinnar, líkt ogkóral-
dýrin byggja upp sker sín með því að fórna sjer kyn-
slóð eftir kynslóð. Þessar hetjur verja lífi sínu í þjón-
ustu málefna, er hrifið hafa þær svo, að þær lifa fyrir
þau ein, jafnvel líka án þeirrar vonar að verða nokkurn tíma
launað það, þó ekki væri nema með þakklæti síðari kynslóða.
Það eru þessar óþektu hetjur, sem velta þyngstu stein-
unum úr braut mannkynsins, þótt öðrum sje verkið meira
þakkað. Písl þessara hetja eru eigi minni fyrir það, þótt
þær sjeu alt lífið að deyja fyrir þessa hugsjón, að tærast
við að fórna sjer fyrir hana. Pað þarf eigi minni hetju-
móð til að þola andúðina, vonleysið og háðið, sem hrjáir
hvern slíkan smærri brautryðjanda, þola það alla æfi, en
vera í eitt skifti fyrir öll krossfestur eða myrtur á annan
hátt. Menn mættu minnast spakmælis Stephans G. Step-
hanssonar, er hann segir um Ingersoll: »Minna reynir
styrk hins sterka stæltur dauði og þyrnikrans, heldur en
margra ára æfi eydd í stríð við hjátiú lands, róg og ill-
vild — eins þarf til þess öllu meiri hjartans þrótt, að
geta þá með bróðurbrosi boðið öllum góða nótt.« — En
slíkar hetjur lifa nú svo þúsundum skifti, án þess menta-
mennirnir eða viðurkendu sagnaritararnir taki tillit til þeirra.
Hetjur eru námumennirnir ensku, sem staðið hafa nú
6 mánuði í verkfalli, orðið að þola skort og neyð sjálfir
og það, sem sárara er, orðið að horfa upp á konur þeirra
og börn svelta; — þetta liafa þeir þolað fyrir hugsjón
stjettar sinnar, fyrir þjóð sína, til að reyna að losa hana
við skipulagsleysi það, sem þjáir nú breska þjóðfjelagið.