Réttur - 01.02.1926, Page 75
Rjettur]
VÍÐSJÁ ??
Bernard Shaw sjötugur.
Oeorge Bernard Shaw, frægasta leikritaskáld Englands,
sem nú er uppi, er fæddur 26. júlí 1856 í Dublin. Hann
er írskur að ætt, eins og Oscar Wilde, og virðast þeir
tveir sýna mætavel ólíkustu kraftana, sem írskt eðli á á
að skipa, annar rómantíkina í sínum glæsilegasta bún-
ingi, hinn miskunnarlausan realismann samfara bitru háði
og hörðum ádeilum. Shaw hefir í leikritum sínum gert
einhverjar hörðustu árásir á ríkjandi skipulag, sem gerð-
ar hafa verið, og þótt hann á síðari árum hafi meira
sveigt frá realismanum að rómantískari efnum í »Back
to Methusalem« og »Joan af Arc«, þá er hann enn þá
svo bitur í garð valdhafanna, að íhaldsstjórn sú, er nú
situr í Englandi, bannaði að víðvarpa ræðu hans á af-
mælisdeginum, fyrst hann ekki vildi ganga að því, að
hafa ekkert pólitiskt í henni. Á tímum harðstjórnar keis-
araveldisins rússneska gat Rússastjórn þó ekki heft frjáls-
ræði Tolstoj’s, en í enska þingræðislandinu leyfir íhaldið
sjer slíkt sem þetta. Athugavert tímanna tákn.
Shaw’s mun víða hafa verið minst, því að hann er
einhver vinsælasti leikritahöfundur heimsins nú.
Erlendar bókmentir.
Ný þýsk Eddu-iítgáfu.
Die Edda: ubertragen von Karl Simroek,
herausgegeben von Prof. Dr. G. Neckel
1926. Deutsche Buchgemeinschaft. Berlin.
Þjóðverjar hafa verið öllum frændþjóðum okkar dug-
legri að kynna fornnorræn og íslensk rit í landi sínu —
og það án þess að ielja sjer allan heiðurinn af þeim eins
og sumum hinna hættir við. t>eir hafa gefið út bæði þýð-
ingar af bestu íslendingasögunum, Heimskringlu og Eddu