Réttur - 01.02.1926, Síða 82
84
UM ÞJÓÐNYTINGU
[Rjettur
var frumherjum hennar orðið ljóst, að ekki var auðið,
nákvæmlega og til hlítar, að segja fyrir um framleiðslu-
aðferðir þjóðfjelagsheildarinnar, heldur yrði slíkt að vera
ákveðið, eftir því hvernig ástand framleiðslutækjanna væri,
þegar breytingin færi fram. Pað var, eins og Karl Marx
sagði, í bók sinni „Um stjettabaráttuna i Frakklandi“:
Verkalýðnum er það ljóst, að til þess að Iosast undan
oki sínu, og ná betri og hagstæðari lífskjörum, en þjóð-
fjelagsskipulagið veitir nú, verður hann að berjast lengi
og ötullega, ummynda aðstæðurnar í þjóðfjelaginu, sem
aftur bæti og menti verkalýðinn sjálfan.
Kennifeðrum jafnaðarstefnunnar var það einnig ljóst, að
ekki var hægt að ákveða framleiðsluaðferðirnar fyrirfram,
heldur haga þeim eftir því, hvernig væri umhorfs, þegar
breytingin færi fram. Allri framleiðslu, hvort sem hún er
þjóðnýtt eða ekki, yrði að ákveða aðferðir og nánara
skipulag, eftir því sem efnalegri afkomu og þróun þjóð-
fjelagsins væri farið, á hverjum tíma. Þessvegna væri
ekki unt að setja slíkum aðferðum einhliða og fastar
skorður, heldur yrði að samhæfa þær þroska og fram-
tíðarmöguleikum hvers þjóðfjelags. Pessir lærifeður jafn-
aðarstefnunnar sáu líka ennfremur, að, sigur hennar og
framkvæmd yrði að knýjast fram með afli og atorku.
Þegar þjóðfjelagsbyltingarnar á meginlandi Evrópu, og
Chartisminn í Englandi var bælt niður með valdi árið
1848, virtist svo sem auðvaldið færðist í aukana og
myndi drotna yfir þjóðfjelagsskipulaginu um langan aldur.
Petta álit og skoðun jafnaðarmannannna var staðfest með
hruni Parísarkommununnar árið 1871, þegar visindamenn
og stjórnmálaforingjar jafnaðarstefnunnar sáu hvað reynsl-
an þannig leiddi í Ijós, álitu þeir að sigur stefnu sinnar
myndi eiga all langt í land, að árangurslaust væri að
hamra fram nákvæma og ákveðna skipulagshætti fram-
leiðslunnar í komandi ríki jafnaðarstefnunnar.
En heimsstyrjöldin mikla, og þjóðfjelagsumrót það, er
henni fylgdi í mörgum löndum og ríkjum, gaf jafnaðar-