Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 120
122
FRÁ RÚSSLANDI
[Rjettur
S. S. S. R. Ætlað var, að hann yrði kominn á fastan fót
á árinu 1925—1926. Framförin hefur einnig verið mikil.
Árið 1921—22 óx iðnaðarframleiðslan um 50°/o, 1922 —
23 um 45%, 1923 — 24 um 30% og 1924—25 um 64%.
í tölum reiknað óx framleiðslan 1924 — 1925 um meira
en 1 miljard rúblna (sem er = 192.000 miljónir króna).
Prátt fyrir þenna gífurlega vöxt iðnaðarins, óx eftir-
spurn bændanna eftir iðnaðarvörum. »Vöruhungur« þeirra
kom þar einnig í Ijós. Ástæður »vöruhungursins« voru
á þessu sviði að kenna því, að iðnaðarframleiðslan óx
ekki að sama skapi, og efni bændanna. Bændur greiddu
minni skatt 1924 — 25, en áður, samtals 1400 milj.
tschervonetzrúblum minna, en síðasta árið fyrir »ofrið«
til hins opinbera. Fyrir stríðið urðu þeir að gjalda jarð-
eigendum skatt (sem síðasta stríðsárið nam 700 milj,
rúblna), kirkjuskatta o. s. frv., sem nú eru fallnir burtu.
Skattarnir munu hafa verið h. u. b. 2 miljörðum lægri
1924—25, en síðasta árið fyrir ófrið. Vöruverðmætin,
sem bændum voru eftirskilin urðu því svo mikil, að þeir
gátu leyft sjer meiri innkaup, en nokkru sinni fyr.
Áætlun Gasplan (nefnd sú, er áætlar og ræður fram-
leiðslunni; form. hennar var Felix Dschersinskij, sem ný-
lega er látinn) var því bygð á tveim atriðum. í fyrsta
lagi tilliti til »vöruhungursins« og í öðru lagi á því, að
nú er endurreisn iðnaðarins lokið. Með því að hagnýta
sjer öll tæki, var aukning framleiðslunnar fyrir 1925 —
1926 áætluð 49%. Eðlilega var lögð mest áhersla á þann
hluta iðnaðarins, sem að tilbúningi framleiðslutækja lýtur.
Aukning hrájárnsframleiðslunnar var áætluð 92%, kopar-
bræðsla 92%, bómull 31%, pappír 16%% o. s. frv.
Skógarhögg til eldiviðar var áætlað að hækka um 53%,
móvinslu um 42%, kolavinslu um 52% (nam hún þá sam-
tals 1% miljarð pud) og naftavinslu um 18%.
Á fyrsta fjórðungi ársins rættist áætlunin sem hjer
segir: Nafta 100% (af áætluðu), steinkol 97% (af áætl-
uðu), bómull rúml. 100%, skógarhögg 120%. Prátt fyrir