Réttur - 01.02.1926, Page 126
128 FRÁ RUSSLANDl [Rjettur
móttökuræðunni, sem var mjög innileg, tók Chintschuk
það fram, að meðal rússneskra samvinnumanna hefði
ætíð verið mikill áhugi á hinum ágætu framförum, sem
danska samvinnuhreyfingin hafði tekið. Ennfremur þakk-
aði hann fyrir hinar vingjarnlegu viðtökur, er rússnesku
samvinnumennirnir höfðu fengið við heimsókn sína í
Danmörku í fyrra. Pví næst lýsti Chintschuk greinilega
skipulagi og útbreiðslu samvinnuhreyfingarinnar og gildi
hennar í atvinnulífi ráðstjórnarlýðveldanna.
Á þessum 8 árum, sem liðin eru síðan verkamenn og
bændur tóku stjórnartaumana í sínar hendur og einkum
síðan borgarastyrjöldinni lauk og byrjað var á skipulegri
og ötulli viðreisn atvinnulífsins, hefur samvinnuhreyfing-
unni í ráðveldasambandinu vaxið ótrúlega fiskur um
hrygg og hlutverk hennar við að koma skipulagi á að
byrgja neytendurna að lífsnauðsynjum og selja afurð-
irnar verður meiri með ári hverju. Sem stendur má með
rjettu segja að kaupfjelögin sjeu aðalleiðin til að flytja
neytendunum framleiðslu ríkisiðnaðarins og það án allra
milliliða. Hinsvegar flytja þau og landbúnaðarafurðirnar
á markaðinn.
Um landbúnaðarkaupfjelögin skal í stuttu máli sagt,
að þau ná nú þegar yfir 5 miljónir bændaheimila.
Til að sýna skipulag og útbreiðslu kaupfjelaganna
skulu bornar saman skýrslurnar frá 1913 og 1925. Með-
limatalan í öllum samvinnufjelögum Rússlands var árið
1913 1,8 miljónir. t október 1924 voru meðlimirnir 7
miljónir og skýrslan frá 1 október 1925 sýnir meðlima-
tölu yfir 10 miljónir.
1. júlí 1925 voru 25,299 kaupfjelög, þar af voru 23,500
í sveitaþorpunum, en hitt í borgunum. Útsölur fjelaganna
voru á sama tíma 48,9öó.
Kaupfjelögin mynda svo smærri sambönd sín á milli.
Pau eru miðstjórnir þar og um leið heildverslanir. Ressi
staðbundnu sambönd eru nú 257.
Centrosojus var stofnað 1898 og óx hægt í byrjun,