Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 146
148 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRR ÁÐIN [Rjettur
1. maí hófst verkfallið. Verkalýðurinn ákvað að láta námu-
menn eigi standa eina, þar sem um heill allrar stjettarinnar
væri að tefla. 3. maí hófst því allsherjarverkfall. Ástandið varð
brátt sem í byltingu; Götubardagar urðu tíðir. Ríkið beitti her
gegn verkamönnum. Rað sýndi sig brátt að hjer var um hreina
stjettastyrjöld að gera. Deildi breska jafnaðarmenn nú á um
leiðirnar. MacDonald og socialdemokratar höfðu verið andvígir
allsherjarverkfalli og vildu nú fá það afturkallað, er þeim fanst
það ganga of langt. Kommúnistar og vinstri vængur verklýðs-
flokksins kváðu nú um að gera að berjast til hlítar, verkfallið
væri orðin barátta gegn stjórninni, þar sem hún hefði tekið
afstöðu með námueigendum og beitti nú ríkisvaldinu gegn
verkamönnum. Socialdemokratar fengu því framgengt, að alls-
herjarverkfallið var afturkallað 12. maí. Voru þá eigi gerðir
samningar við atvinnurekendur um að taka við verkamönnum
aftur. En námumenn stóðu einir eftir og á harðri mótspyrnu
þeirra strandaði sókn auðmanna. En verklýðsráð Bretlands ráð-
lagði námumönnum að Iáta undan síga, þótt það í febr. 1926
hefði alveg staðið með þeim. Töldu kommúnistar þetta svik
við verkalýðinn af hendi verklýðsráðsins og socialdemokrata,
og ýmsir mikilsmetnir verklýðsforingjar, svo sem Lansbury og
Wheatley rjeðust og á verklýðsforingjana fyrir hvernig þeir
hefðu stjórnað verkfallinu. — Út um heim hafði afturkall alls-
herjarverkfallsins hin verstu áhrif. Samúðin, sem myndast hafði
fyrst, minkaði. Styrki fengu námumenn litla, nema frá rúss-
neska verkalýðnum; hann sendi þeim helminginn af öllum
styrknum, er þeir fengu utanlands frá. Námumenn hafa nú stað-
ið á sjötta mánuð í verkfallinu og gegnir furðu hve þolgóðir
þeir eru. F*ó munu þeir nú verða að láta undan síga. En
reynsla þessa verkfalls er dýr, og líklegt að enskur verkalýður
muni færa sjer hana vel í nyt. Verður því betur hægt að
rannsaka ástandið þar að verkfaliinu loknu. í haust verður verk-
lýðsþing í Bournemouth og þar mun útkljáð verða um, hvern-
ig enski verkalýðurinn dæmir verkfallið nú sem stendur.