Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 148
150
BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN
[Rjettur
hlutabrjefa er því og mikill, venjulega 20°/o. Pað eru einkum
tvö ríki, er keppa um auðmagnið þar syðra, Bretland og
Bandaríkin; annars reyna og öll hin stórveldin að eignast ítök
þar. Bandaríkin hafa þegar náð Mið-Ameríku á vald sitt fjár-
hagslega og sækja mjög á suður frá. En í löndunum sjálfum
vex nú borgarastjettinni óðum fiskur um hrygg svo óvíst er
hvernig fer. Einkum hefur stríðið aukið framleiðsluna þar og
magnað atvinnurekendur, af því markaður var þá ágætur úti
í heimi. Eftir stríð hafa síðan verið settir verndartollar, háir
mjög, til að vernda iðnað þann, er upp kom. Bandaríkin
hafa einna mest að segja í versluninni, því '/5 hluti af útflutt-
um vörum þeirra fer til Suður- og Mið-Ameríku og þau
kaupa næstum allan sykur Kubu, kopar Chiles, meir en helm-
ing af kaffi Brasilíu o. s. frv.
Stærsta ríkið er Brasilía, 8 'li milj. □ km., næstum jafnstór
Evrópu, en íbúar aðeins um 34 milj. Aðeins 15°/o landsins
er ræktað, en möguleikarnir eru svo miklir, að Alexander
Humboldt, hinn heimsfrægi Ujóðverji, áleit landið myndi verða
miðdepill heimsframleiðslunnar siðarmeir. Pað vantar bara
fólkið, en það virðist koma smásaman, því árlega flytja um
100.000 manns inn í landið. — Aðalútflutningsvaran er kaffi,
það nemur 3lt af útfluttum vörum; hefur álíka þýðingu og
fiskurinn hjá okkur. Peningagildið er því mest undir kaffiverð-
inu komið og sjerstök stofnun »til varðveislu kaffiverðsins«,
sjer með ríkisstuðningi um að kaupa kaffið af framleiðendum,
geyma það og senda það smásaman á heimsmarkaðinn í
slíkum skömtum, að ekki spillist verðið. Tekst þetta vel enn
sem komið er. — Bómullarrækt er í miklum uppgangi og
mun verða hættuleg bómullarframleiðslu Bandaríkjanna, þegar
fram í sækir, því norðurhluti Brasilíu er allra landa best til
hennar fallinn. — Iðnaður er og í miklum vexti. Sum iðn-
aðarfyrirtæki gefa alt að 100°/0 arð árlega. Stjórnin hjálpar
iðnaðinum með góðum lánskjörum, skattfrelsi o. fl. Verklega
stendur iðnaðurinn hátt; þriðjungur verkamanna vinnur í fyrir-
tækjum, er hafa yfir 200 verkamenn. — Vextir eru afarháir,
víxla-forvextir jafnvel 18°/o. — Verkalýðnum er haldið mjög