Réttur - 01.02.1926, Síða 149
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 151
niðri, prentfrelsi lítið, útbreiðsla jafnaðarstefnunnar bönnuð og
kjör verkamanna slæm.
Argentína er annað mikilvægasta landið og snertir okkur
einkum sökum þess, að landbúnaður er þar aðalatvinnan, það
er kvikfjárland mest í heimi og flytur út ógrynni kjöts. 1922
var þar 37,1 miljónir nautgripa, 36,2 miljónir sauðfjár, 9,4
miljónir hesta, 4,8 miljónir geita, 1,4 miljón svína. En íbúar
eru 10 miljónir; það eru því 4 nautgripir, 4 kindur og 1
hestur á mann. Áður var kjötið verðlaust þar, uns frystiaðferð-
in var fundin upp og hægt varð að flytja kjötið út. Nú flyt-
ur Argentína út fyrir rúmar 4000 miljónir gullmarka (g.m. =
1,08 kr.) og eru það eingöngu landbúnaðarafurðir, hveiti og
kjöt eða annað úr dýraríkinu. Argentina hefur þvi einhvern
mesta útflutning af öllum löndum heimsins i hlutfalli við í-
buatölu, nfl. 400 gullmörk á mann; þó hefur Island meiri.jafn-
vel 1924 og 1925 næstum helmingi meiri (alt að 800 isl.
krónum á mann). Verslun Argentínu er aðallega í höndum
Breta, því næst Bandaríkjunum kemur Argentína, af þeim lönd-
um, er inn flytja til Bretlands. Þó reyna Bandaríkin að ná fót-
festu þar eftir mætti og gengur mjög á. Kjör verkalýðs í
Argentínu eru heldur skárri en annars staðar í Suður-Ameríku.
Chile er þriðja landið, sem okkur helst varðar um af þess-
um, og er öllum kunnugt fyrir Chile saltpjeturinn, sem er aðalút-
flutningsvara landsins. Chile er 750000 ferkm., íbúatala 4
miljónir. Akuryrkja er lítil og annar landbúnaður. Aðalatvinna
námugröftur. Við hann vinna um 100000 verkamenn, þar af
60000 við saltpjetur-framleiðsluna. Árlega eru 2 miljónir tonna
saltpjeturs framleiddar og næstum alt flutt út. Saltpjeturfyrir-
fækin eru mestmegnis í höndum breskra auðfjelaga, sem hafa
grætt ógurlega á þeim; Tamarugal, eitt stærsta breska fjelagið,
greiddi hluthöfum 4 ár í röð 35% í arð og líkt er með fleiri;
samt tekur ríkið háan útflutningstoll. Má af því sjá, hvernig
okrað er á neytendum, íslenskum bændum sem öðrum. Kjör
verkalýðsins eru mjög slæm, verkalaun 5 — 8 Peso á dag (1 gull-
Peso=1.50kr.), en kjötpundið kostar 5 Peso! Pað hafa líka orðið
verklýðsuppreistir í Chile, en verið bældar niður með hörku.