Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 151
Rjettur]
RITSJÁ
153
un hennar er því fullkomin, hvað sem um >öfgar« kann að verða deilt
í lýsingunni. — Priorinn gnæfir yfir allar aðrar persónur í leikritinu.
Óttar, er lýsir sjer vel, er óharðnaður, óreyndur, hugsjónaelskur pilt-
ur í byrjun, ístöðulítill og valdboðstrúaður, sigrar aldrei í sálarbar-
áttu sinni, þótt hann harðni á lifnaðinum, er hann sjer, heldur er
hrifin úr eldinum af unnustu sinni, sem sjálf er meir persónugerfing
kvenlegrar fórnfýsi, ástar og einbeitni en sjerkennilegur einstakling-
ur. Munkarnir eru ágætir, hafa allir sín sjereinkenni, þeir þrír, sem
heima eru, sjerstaklega, en bestur er þó brytinn; «lífsspeki« hans er
snildarvel fyrirkomið í setningunum, sem hann lætur fjúka, og munu
þær margar verða fleygar — að verðugu. Kaupmennirnir eru góðir
líka. En eitt þyki mjer höfundi hafa tekist sjerstaklega vel með; það
eru ölmusumennirnir. Munurinn á lyndiseinkunn þeirra er eftirtekta-
verður og ágætlega framkvæmdur. Hinn fyrri er sem spekingur í
tötrum, svör hans eru nöpur spakmæli og felast oft í þeim skarpar
ádeilur, er sýna samúð höf. með smælingjunum. Annar ölmusumað-
ur er einn þeirra, sem fátæktin hefur beygt, er orðinn þræll í anda.
Hann hermir altaf eftir með breyttum orðum það, sem hinn segir,
nema þegar það er háfleygt — svo sem þegar sá fyrri segir að
þótt þeir hafi verið uppi á ásunum, þá hafi samt verið svo hátt til
himins, að guð hafi ekki heyrt bænir þeirra, — þá þegir hinn; eða
þegar það er of biturt, svo sem þegar sá fyrri finnur til ranglætis-
ins, er helt er niður úr könnum þeirra og segir: »Þeim ríka er gef-
íð vín úr silfurbikar, en ölkollan, sem hinn snauði keypti fyrir aleigu
sína, er slegin úr hendi hans«. Þá segir hinn: »Guð blessi kaup-
mennina«.
Blæbreytingar leikritsins eru góðar, andstæðurnar áþreifanlegar
milli 1. og 3. þáttar; eini gallinn ef til vill sá að mann grunar
fullmikið fyrst í stað hvernig fara muni. Málið er merkilega lítið
ljóðrænt að vera ritað af Ijóðskáldi og sýnir að höfundur veldur
jafnt hreinu óbundnu máli sem bundnu. Samtölin eru skemtilegust
í 2. og 3. þætti, aðeins talar Óttar fulllengi, sem mjög er verjanlegt
um ungling, en fyrsti þátturinn er þó einna þrunguastur hvað anda
snertir, einkum siðast.
Leikritið er sögulegt, bygt á sönnum sögnum. En það á líka
erindi til nútímans. Klausturlifnaður er ekki ótiður í ýmissi mynd,
þrátt fyrir alt lauslætið, sem um er talað, — og það sem verra er,
hann er af fjölda manna álitinn hið heilbrigða, góða, fyrirmyndin,
sem helst ætti að ná. Það þarf því dirfsku til af höfundi að taka
svo ákveðið málstað lífsnautnarinnar sem hann gerir, og gera þannig
klausturbrunann á Möðruvöllum að tákni þess, hvernig hvert óeðli-
legt skipulag, sem verður andstætt þörfum og þrám mannkynsins,
ranghverfist sökum ónáttúru sinnar í öfgarnar, er það þykist forðast,—