Réttur - 01.06.1939, Qupperneq 3
var að vísu léleg sem valdatæki, en hún var eindregin
meö borgarastéttinni. Annars var þessi embættis-
mannastétt liltölnlega lýðræðissinnuð á 19. aldar vísu,
likt og borgarastéttin sjálf var trúuS á Manchester-
stel'ini l'rjálsrar samkeppni.
Eina verulega tilraunin, sem gerð var af hálfu bur-
geisastéttarinnar, lil að skajia sterkt ríkisvald var til-
raunin 1925 til að koma á ríkislögreglu, til að beita
gegn verkalýSnum í vinnudeilum. Tilraun þessi strand-
aði á skipulagSri mótspyrnu verklýðssamtakanna og
Framsóknar. Ollu því í senn hagsmunir verkamanna
og bænda, sem og rótgróin, aldagömul andúS þjóðar-
innar á sterku l'ramkvæmdavaldi, aga og ofbeldi. Sú
sterka einstaklingshyggja og frelsisþrá, er með þjóð-
inni býr, hefur samfara víSáttu landsins og strjálbýli
gert eflingu ríkisvaldsins sérstaklega erfiSa, og svo
reyndist enn.
Burgeisastéttin gafst því upp við frekari tilraunir i
svipinn. Hún var hvort sem var ótvírætt ráðandi stétl
í landinu og sá ekki þjóSfélagslegum yfirráSum sinum
neina verulega hættu búna, þó ekki tækist að festa
|>au betur pólitískt í bráð. Og undir niðri var flestum
burgeisum svo fariS að J>eir skeyttu lítl um hvaSa(^6t„
menn fóru með stjórn, ef aðeins þjóSíélagsleg og íjár-
hagsleg yfirráS þeirra fengu aS lialdast.
Pella andvaraleysi og hin pólitíska bernska bur-
geisastéttarinnar skapaSi möguleika fyrir því að sterkir,
slungnir stjórnmá’lamenn gætu náS óvenjulegum völd-
um meS því aS hagnýta sér kænlega móLsetningarnar í
þjóSfélaginu. Og tækist slíkum' manni að komast einu
sinni til valda, ]>á stóSu möguleikarnir opnir, cl’ vel
var á haldið, aS skapa á Islandi sterkt ríkisvald, sem
yrði einskonar vígi fyrir hann og þau samlök, er hann
réði. Og yrði slíkt vígi svo viggirt með skipulagSri fjár-
málaspillingu, er gagnsýrði stoSir þær, er ríkisvaldið
var reist á, — þá gal svo farið að slíkt vígi yrSi torsótt
síSar meir.
83