Réttur - 01.06.1939, Qupperneq 21
vinna ríkisvaldið handa vinnæidi sléttunum hafði
Framsókn barist og það var jafnvel kenning Alþýðu-
flokksins, að ríkisvaldið væri með stjórnarmynduninni
1934 beinlínis komið í hendur verkamanna og bænda.
Pað hlaut að liggja 1 augum uppi, el' valdsmanna-
hópur Jónasar neilaði því að láta beiLa ríkisvaldinu í
þágu alþýðunnar, þá sannaðisL það þar með, að ríkis-
vald, sem þessi klika réði, væri vald l'jandsamlegt al-
þýðunni og þá lá ekki annað fyrir en að taka upp harð-
víluga baráttu gegn þessum yfirdrottnurum, þó það
kostaði það að rýra það ofurvald, sem þeir höfðu söls-
að undir ríkið.
Tímabilið frá júní 1937 til apríl 1939 var prófsteinn-
inn á Framsókn. Svar Jónásar og valdsmannahópsins
var eindregið neitandi. Og með því svari voru örlög
þessa valds ákveðin.
Méðan hinar nvju stéttir og óþroskaðir, fálmandi
flokkar þeirra, sem skapast höfðu eftir að ísland iekk
sjálfstæði, voru að átta sig á afstöðu sinni og þjóöfé-
lagshlutverkum, þá gat æl'intýri eins og valdatími
Jónasar l'rá Hriflu og Framsóknarskriffinnskunnar
gersl. En með stofnun Sósíalistaflokksins haustið 1938
var auðséð, að meirihluti verkalýðsstéttarinnar var að
rísa upp lil sjálfstæðrai- baráttu um ríkisvaldið. Par
með var byrjað að kippa grunninum undan þeirri
byggingu Jónasar, sem reist var á því að hafa verka-
lýðinn í tjóðurbandi, — og hún hlaut að byrja að falla
— máske hægt — en þungt lil grunna.
Pegar dró að lokum ævintýrisins átti Framsókn því
um tvo kosti að velja: að sernja við burgeisastéttina um
að aíhenda henni ríkisbáknið með sér upp á sem bezt
kjör fyrir embættismanna- og burgeisastétt Framsókn-
ar, eða að taka höndum saman við verkalýðinn. Pað
var eðlileg afleiðing af allri pólilík Jónasar, að hann
valdi fyrri kostinn.
lðl