Réttur - 01.06.1939, Síða 29
neisköttum, eÖa óbeint, með tollum, sem alþýðan
greiðir í ríkissjóð. Atvinnurekendurnir sleppa. l'.n
tekjurnar til gömlu slysatrygginganna, sem fengust
fram fyrir 1927, voru hinsvegar á koslnað atvinnurek-
enda. Pær fengust fram með baráttu verkalýðsins. En
við alþýðutryggingarnar máttu sín meira hrossakaup
foringjanna og fyrir þeim var báknið sjálft, hálaunin
og völdin yfir fjársjóðunum orðið aðalátriðið.
Marxistarnir í verkalýðshreyfingunni börðust gegn
því að verkalýðshreyl'ingin yrði gerð að tæki fyrir
Framsóknarvaldið, að dráttarklár fyrir sigurvagni
l>ess. þeir vildu að verkalýðshreyfingin rækti sitt sögu-
lega hlutverk að lakast á hendur forustuna í frelsis-
baráttu undirstéttanna. Einmitt á laridi eins og íslandi
þar sem %o hlutar þjóðarinnar voru vinnandi stétíir
og hin eiginlega auðmannastétt svo fámenn og rót-
laus, voru rnöguleikarnir lil forustu miklir fyrir póli-
tískt þroskaða verkamannastélt. En hún þurfti til þess
að ná þeirri forustu að vera i senn sjálístæð gagnvart
öðrum stéttum, sameinuð um sósíalismann og kunna
tökin á réttum tengslum við þjóðina, sögu hennar,
eríðir og hagsmuni.
Á einu skeiði Alþýðuflokksins voru hugsanlegir
möguleikar til þess, að sá flokkur hefði getað losnað
undan forustu Framsóknar og orðið — með allmikl-
um breytingum á innihaldi og formi — grundvöllur
að sameinuðum forustuflokki verkalýðsins. Fetta var
á árupum 1934—36.. Kosningasigur Alþýðuflokksins
1934 var unninn á máli, sem knúði hann til sjálfstæðis
gagnvart Framsókn, vegna pólitískra hagsmuna
flokksins og verkalýðsins, kjördæmamáíinu. Sigurinn
1934 og uppgangur flokksins eftir hann sköpuðu
sterka tilfinningu um vald hjá foringjunum. Hefðu
þeir verið heilir verkalýðssinnar og þjálfaðir marx-
istar, þá hefðu þeir skoðað þetta vald sem vald verk-
lýðsstéttarinnar, en ekki seift einkavald ílokksins eða
þeirra sjálfra. Og hefðu þeir beitt því i samræmi við
109