Réttur - 01.06.1939, Qupperneq 40
manna, þá væri grundvellinum kippt undan valdi Fram-
sóknar í þeirri mynd, sem þaö nú er.
Slíka samvinnu borgarastéttar og verkalýðs um þetta
sameiginlega pólitíska stundarhagsmunamál þeirra
hefur Jónas alltaf óttast og reynt að- tiyggja sig gegn
því meö bandalagi við aiturhaldsöil í íhaldinu.
Fað sýndi sig bezt apríldagana eftirminnilegu 1931,
hve skammt var frá því valdakerfi, sem Jónas hafði
byggt upp á ólýðræðislegu þingræði, og íil einræðis-
stjórnar. Og efalaust yrði enn skemmra á milli þess-
ara mismunandi mynda, sem yfirdrottnunin tekur á
sig, þegar átök yrðu um kjördæmamálið næsl.
Pað sást einnig greinilega á þessum apríldögum, hve
ljóst Jónasi var í hverju öryggið fyrir völd lians lá.
Pegar liann óttaðisl að borgarastéttin í Reykjavik
myndi grípa lil óþingræðislegra aðgerða til að knýja
fram sigur lýðræðisins, hræddi hann hana með því að
spyrja: Ef þið gerið þetta núna, hverju ætlið þið þá að
svara verkalýðnum, ef hann ætlar sér að grípa til sams-
konar aðgerða síðar, til að tryggja það, sem hann telur
lýðr;eði og réttlæti? — Einnig í því eina máli, sem hann
vissi að samvinna borgara og verkamanna var hugs-
anleg, sparaði hann ekki að spila á grundvallarmótsetn-
ingarnar milli þessara stétta — og með góðum árangri.
Ekkert er líklegra en kjördæmamálið komi upp
aftur, þegar valdakerfi Jónasar næst kemst i hann
krappan. Ef til vill verður bæði borgarastétLin og
verkalýðurinn pólitiskt færari lil að koma ár sinni
fyrir borð, þó stéttaandstæðurnar hali aukizt á þessu
tímabili. En svar Jónasar við því er þegar á reiðum
höndum: að reyna að kljúfa útgerðarmenn úl úr borg-
arastéttinni og með bandalagi milli þeirra, stóf-
bændanna og Framsóknarvaldsins að reyna að vinna
27 kjördæmi landsins fyrir afturhaldsbandalag sitt,
treystandi á að nota sér sem oftar þær mótsetningar,
sem almennt eru ósættanlegar milli borgarastéttar og
verkalýðs. En hann reiknar ekki með að jafnvel svarn-
120