Réttur - 01.06.1939, Qupperneq 43
íslands, sem getur hugsað fyrir burgeisastéttina sem
heild, ef |>að brýtur ekki i bága við persónuleg völd
lians.
L öðru lagi afhendir hann henni, — el' samningar
takast, þannig að hann sé ánægður, — l'ullkomnasta
ríkisvald, sem enn hefur verið skapað á íslandi, valda-
kerfi, sem læsir sig um allan þjóðarlikamann eins og
kolkrabbi og teygir anga sína inn á hvert heimili að
heita má. Með því að tengja embættakerfi þelta, at-
vinnukerfi ríkisins, vald ríkisbankanna við vald Kveld-
úlfs, Alliance og amiarra stóratvinnurekenda má
skapa hér slíka samsteypu embættisbákns og ríkisauð-
valds að þrælkunarvald það, sem í slíku ríkisvaldi
skriffinnsku og auðvalds byggi, væri fádæma, er lillit
ei' tekið til smæðar þjóðar vorrar. Og þessa möguleika
til kúgunar, leggur Jónas frá Hriflu upp í hendurnar
á burgeisastétt, sem — þó hún hafi dálítið þroskast —
lifir enn mestmegnis í hvítvoðungsliugmyndum um
ríkisvald og atvinnulíf.
Þá leggur Jónas þessari burgeisastélt á ráðin uni
það, hvernig draga skuli úr stéttabaráttunni og úr
hættunni, sem auðvaldinu stafi af verkalýðnum. Og
það er engin tilviljun að einmitt hann, sem vegið hei'ur
sig upp á stéttaandstæðunum eins og' vogarstöng, skuli
kunna lævís ráð Lil að i'irra auðvaldið þeirri hættu, er
hann í upphafi brýndi gegn því. Aðalráðin eru tvö:
Annað er að ai'nema launagreiðslurnar og koma á
hlutaráðningu bæði á sjó og landi. Með því væri verka-
lýðurinn ruglaður mjög í hugtökmn sínum og skapað-
ur þægilegur blekkingagrundvöllur, til að láta verka-
lýðinn halda að glíma hans stæði við náttúruna og „ó-
viðráðanleg” markaðslögmál erlendis, en ekki við auð-
vald sem arðrændi hann hér. Á yi'irborðinu væri með
þessu sköpuð „hagsmunaeining” atvinnurekenda og
verkamanna, — í rauninni væri öllum afleiðingum
hrömandi átvinnulífs og hnignandi auðvaldsþjóðfélags
velt yfir á verkalýðinn. Þjóðfélagið liti þá þannig út:
123