Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 1

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 1
OS0 ■KJ- lettur 51. árgangur 1968 — 1. hefti Á þessu ári er hálf öld liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Á þessu ári er einnig liðin hálf öld síðan út kom í Petrograd bókarkorn sem bar titilinn: Heimsvaldastefnan — efsta stig auðvaldsins. Höfundur: V. I. Lenín. Þar var, skv. undirtitli bókarinnar, gefin „alþýðleg skýring" á hinum dýpri þjóð- félagsrökum, sem höfðu att þjóðum heimsins saman í hina fyrstu heimsstyrjöld, mannkynssögunnar — styrjöld sem stóð þá enn sem hæst. Þar var sýnt fram á, með ósveigjanlegri rökfestu, að þessi hildarleikur sem flestar þjóðir Evrópu höfðu sogazt inn í, var afsprengi stríðandi heimsvaldastefnu (imperíalisma) — gírugra einokunarhringa í helztu auðvaldsríkjum heims. Arðrændum stéttum og þjóðum var jafnframt sýnt fram á hver hlutur þeirra mundi verða ef heimskerfi einokunarauðmagnsins yrði alls ráðandi. Þetta sama ár leiddi bókarhöfundur, V. I. Lenín, arðrændar stéttir og undirokað- ar þjóðir Rússaveldis til uppreisnar sem jafngilti úrsögn úr hinu stríðsmagnaða bræðralagi heimsvaldastefnunnar. Enn í dag — 50 árum síðar — eru styrjaldir háðar. Stjórnendur Bandaríkja Norð- ur-Ameríku verja árlega 60—70 milljörðum dollara til herkostnaðar, þar af nálega 30 miljörðum til hinnar níðingslegu styrjaldar í Vietnam. Á sama tíma deyja daglega 10 þúsundir manna úr hungri í löndum hins tæknivan- þróaða heims. Og á sama tíma eru Bandaríkjamenn að jafnaði (þ.e. „meðaltalsmaðurinn) sextíu sinnum auðugri að veraldargæðum en íbúarnir sunnar í sömu álfu, í Indíána- byggðum Suður-Ameríku. Nú vaknar sú spurning hvort orsakir þessara gífurlegu andstæðna megi að ein- hverju leyti rekja til einokunarhringa auðvaldsheimsins og þeirrar heimsvalda- stefnu sem Lenín dró til ábyrgðar fyrir hálfri öld? Eða skyldi vera eitthvert beint orsakasamband milli auðlegðar og ofurvalds hins bandaríska auðvalds annars vegar og fátæktar meiri hluta mannkyns hins vegar? Eða er heimsvaldastefnan — og þá fyrst og fremst hin bandaríska — innantómt slagorð í munni þeirra sem krenkja lifandi veruleikann í stirðnaðar formúlur i hugmyndalegri fátækt sinni og praktískum vanmætti? Ritstjórn „Réttar" taldi sér skylt að fjalla í einu hefti um þessar spurningar, því að öllum má vera Ijóst að í þeim felst meginkjarni heimsvandamálanna á þessum síðari helmingi tuttugustu aldar. LANllSBÍKASALM L. G. 276928 ÍSLAHDS 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.