Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 8

Réttur - 01.01.1968, Side 8
seint fram á svið nýlendustefnunnar, var þessi nýja heimsvaldastefna eðlileg og raunhæf fyrir iðnaðarstórveldi er hafði nýlega hafizt til vegs — þurfti ekki lengur að óttast efna- hagssamkeppni hinna gömlu stórvelda (og þurfti því ekki lengur á tollvernd að halda) og taldi ódulbúna samkeppni heima og er- lendis bezta ráðið til að treysta stöðu sína inn- an herbúða imperíalismans. Tveir helztu þættir þessara nýju leikreglna Bandaríkjanna fyrir síðari heimsstyrjöld — „the Open-Door- Policy" og „The Dollar Diplomacy"*) sýna mæta vel mótsögnina milli and-imperíalískr- ar hefðar Bandaríkjanna annars vegar og hinnar nýju efnahagsþenslu út fyrir land- steina og yfirráða yfir erlendum mörkuðum hins vegar. Þótt vert sé þannig að leggja áherzlu á sérkenni bandaríska imperíalismans, má ekki gleyma hinu, að hann hikaði ekki við að grípa til fallbysunnar hvenær sem dollaraaðferðin dugði ekki; svo sem mörg dæmi sýna fyrr og sxðar. HUGMYNDAFRÆÐI IMPERIALISMANS Vert er í þessu sambandi að benda á að það er einmitt hin hljóðlátari dollaraaðferð, andstætt fallbyssuaðferð nýlenduveldanna gömlu, sem gert hefur forráðamönnum bandaríska kapítalismans kleift að dylja fyrir þjóð sinni og umheiminum heimsvaldaeðli utanríkisstefnu sinnar. Það var Woodrow Wilson forseti (1913—21) sem lagði öðrum *) Þcssi steína var einkum mótuð af utanríkisráðherra Tafts forseta (1909—1913) og skilgreind þannig af honum sjálfum: „Þessi stefna hefur verið einkennd með því, að hún beiti fyrir sig dollurum í stað fallbyssukúlna". fremur hornstein að hinni bandarísku hug- myndafræði um velgjörðir dollaraðferð- arinnar: að Bandaríkin væru, í krafti auðs síns, kölluð til þess að láta aðrar fátækari þjóðir njóta góðs af gulli sínu, hvort sem væri í formi verzlunarvarnings eða fjárfestingar erlendis. Slík efnahagsútþensla var að hans dómi jafnframt nauðsynleg til að tryggja Bandaríkjunum frelsi, á grundvelli einstak- lingsframtaks; því að loknu landnáminu inn- anlands væru Bandaríkin orðin verzlunar- veldi sem hlyti óhjákvæmilega að „dragast inn í baráttu um forustuhlutverk í efnahags- lífi heimsins". Keppimarkið væri að ná tök- um á mörkuðum erlendis er drægju til sxn umfram framleiðslu — mörkuðum „sem ut- anríkisþjónustan, studd valdi ef þörf krefði, yrði að hafa greiðan aðgang að." Ríkisstjórn- in yrði „að opna þessi verzlunarhlið, opna þau upp á gátt." Eins og þessar tilvitnanir sýna, gerðist Wil- son ákafur boðberi efnahagsútþenslu (í skjóli Open-Door-stefnunnar), ekki aðeins í orði, heldur og á borði.*) Má raunar leiða sterk rök að því að hugmyndir hans um Þjóða- bandalagið hafi miðað að því að gera Open- Door-stefnuna að leiðarhnoða alþjóðasam- skipta**), þótt sú stefna væri andstæð hug- sjón hans um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. I þessu samblandi imperíalískrar efnahags- útþenslu og pólitískra frelsishugmynda, sem kenningar Wilsons bera með sér, birtist í skæru Ijósi höfuð mótsögnin í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: gapið á milli hugmyndafræð- innar (mýtunnar) og efnahagsveruleika kapítalismans. Sem andlegur lærisveinn Adam Sm'ths taldi hann frelsi markaðarins *) Wilson bar persónulega ábyrgð á mörgum pólitískum og hernaðarlegum íhlutunum Bandaríkjanna í Vestur- Indíum og M.-Ameríku. **) Sbr. W. A. Williams: American Intervention in Russia: 1917—1920 bls. 30. Grein í „Containment and Revolution,“, Anthony Blond, London, 1967. 8

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.