Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 11

Réttur - 01.01.1968, Page 11
og vesturs" og Jaltasamningunum í febrúar 1945. „En breyting varð á framtíðarsýn Eng- ilsaxa frá og með sigrinum yfir Þýzkalandi og smíði kjarnorkusprengjunnar. Þeir töldu sig þar með hafa höndlað „ósigrandi vald", og viku sér undan samningsákvæðunum frá stríðstímanum (sem Stalín vildi framfylgja áfram) og hugðust í þess stað endurreisa cor- don sanitaire í A.-Evrópu. Eins og de Gaulle sagði um afstöðu Vesturveldanna á Potsdam- ráðstefnunni 1945: „Bandaríkjamenn og Bretar vonuðust til að vinna það aftur á borði sem þeir höfðu tapað í orði (á Jaltaráðstefn- unni)".*) Dýpstu orsakir kalda stríðsins felast í þess- um breyttu valdahlutföllum milli imperíal- ismans og Sovétríkjanna og ásetningi for- ystumanna hans, Churchills og Trumans, að þröngva Stalín í krafti kjarnorkusprengjunn- ar og ofurveldis Bandaríkjanna til undan- halds. Af þeim ásetningi spratt „hin harða lína" Churchills um að Vesturveldin gerðu upp reikningana við Sovétríkin eftir stríðið og hrifsuðu úr höndum þeirra áhrifasvæðin í A.-Evrópu. Að baki Iágu svipaðar hvatir og leiddu til „íhlumnarstyrjaldarinnar" gegn bolsjevíkabyltingunni 1917, svo og hin hefð- bundna fríverzlunar- og efnahagsútþensla bandaríska kapítah'smans. Það var í fullu samræmi við stjórnmála- speki Wilsons að þessi stefna var sett undir forte'kn frelsisins, svo sem berlega kom fram í Trumankenningunni vorið 1947. Með þess- ari kenningu — sem var beint framhald af „uppgjörs"-stefnu Churchills — boðaði Tru- man krossferð gegn Sovétríkjunum, jafnframt því sem hann hét því að Bandaríkin mundu bæla niður vopnaðar uppreisnir, hvar sem þær brytust út. Þau mundu koma til hjálpar hverri þjóð sem „vopnaðir minnihlutar" *) D. Horowitz: Den russiske revolusjon og den kalde krigen, bls. 46—7. hygðust „kúga undir sig."*) Á máli frjáls- lyndrar hugmyndafræði var kenningin rétt- lætt með því að, í hinni ósættanlegu barátm sem hafin væri milli „lýðræðis" og „einræð- is", myndu Bandaríkin hvarvetna styðja „Iýð- ræðisöflin". En svo sem skýrt kom fram í Grikklandi, þar sem kenningin var fram- kvæmd með því að Bandaríkin slógu skjald- borg um hægrisinnaða einræðisklíku sem rið- aði til falls fyrir byltingarsinnaðri þjóðfrelsis- hreyfingu, var „hinn raunverulegi fjandmað- ur ekki einræði sovétstjórnarfarsins, heldur gamli fjandinn, sovétbyltingin”.**) Það var þessi „ógnun við ríkjandi samfélagsskipun í öllum löndum, sem kalda stríðs áætlun Bandaríkjanna var ætlað að kveða niður. Varla er ofsagt að frá upphafi kalda stríðsins hefur rauði þráðurinn í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna verið sá, að þau hafa hvarvetna og undantekningarlaust verndað ríkjandi yfirstéttir fyrir ásókn vinstri sinn- aðra byltingarafla..." (D. Horowitz). Orðalag Truman-kenningarinnar á mark- miðum utanríkisstefnunnar endurspeglaði m. ö. o. efnahagsmuni kapítalismans á heims- mælikvarða: að hindra að sósíalískar bylting- ar drægju fleiri landsvæði undan yfirráðum heimsvaldastefnunnar. Bandaríkin voru sjálf- kjörin til að gegna hlutverki þeirrar lögreglu sem til þurfti, í krafti auðs síns, hervalds og vegna alhliða hagsmuna sinna. Frá bæjardyr- um þeirra voru vandamál eftirstríðsáranna engan veginn bundin við Evrópu eina: þau vörðuðu sjálfa framtíð auðvaldsskipulagsins sem heimskerfis. Háskinn sem steðjaði að því, var þó allur annar en hugmyndafræðingar frelsisins gáfu til kynna: hann stafaði hvorki *) Þar sem allar byltingar hefjast með uppreisn vopn- aðs minnihluta jafngilti kenningin því að Bandaríkin myndu grípa til gagnbyltingaríhlutunar, hvar sem þörf krefði; þetta ásannaðist strax í Grikklandi 1947. ••) D. Horowitz: sama rit, bls. 51. 11

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.