Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 17

Réttur - 01.01.1968, Page 17
Það er því mál að stinga við fótum, binda endi á innrás ameríska valdsins í land vort, þjóðlíf vort, — hnekkja því eftir aldarfjórð- ungs hersetu og hrekja til baka. Sá er nú hinn mikli munur eða fyrrum að það er ekkert endanlega tapað enn. Við getum stjórnað okkur sjálfir, ráðið landi voru einir eins og þjóð vorri er fyrir beztu, ef við aðeins erum menn til þess. En bandaríska valdið vill gera okkur að mannleysum, fyrst og fremst með því að breyta manngildi voru í peningagildi. Það vald treystir á það her- nám hugans og hjartans, sem er hættulegra en hernám landsins og forsenda þess. Sumum valdhöfum okkar fer enn oft sem hænum þeim, sem ekki þora að hoppa yfir krítarstrik, sem dregið hefur verið í kringum þær. En þjóð vorri er hugað hærra hlutverk og meira en að láta kúlda sig í framandi her- stöð með krítarstriki kommúnistahræðslunn- ar eða keyra sig í nýlendufjötra að nýju sakir aðdáunar á ágæti erlendra auðhringa eða von- ar um mola af þeirra borðum. Þegar aðrar þjóðir — eins og hetjuþjóð Vietnam — fórna lífi og blóði í áratuga- löngu frelsisstríði, þá er tími til kominn fyrir Islendinga að slíta af sér þá álagafjötra, sem mammonsríki Ameríku hefur lagt á land og þjóð. Og fyrsta verkið ætti að vera að slíta Island úr herfjötri Atlantshafsbandalagsins (Af gömlum greinum í Rétti um Bandaríkin og ísland, má minna á eftirfarandi: Einar Olgeirsson: „ísland og Ameríka." Réttur 1947. Einar Olgeirsson: „Nýlendupólitík ameriska auðvalds- ins á íslandi." Réttur 1951. Ásmundur Sigurðsson: „Marshallaðstoðin og áhrif hennar á efnahagsþróun íslendinga.“ Réttur 1952. Einar Olgeirsson. „Einvígi íslenzks anda við amerískt dollaravald.“ Réttur 1953). 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.