Réttur


Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 26

Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 26
fyrir íhlutun (nefnilega til að hindra íhlut- un!) Bandaríkjanna í málefni hinna ýmsu ríkja Rómönsku Ameríku. Fyrsta meiriháttar fórnardýrið var Kúba. En Kúba var, eina stóra vígið sem Spán- verjum hafði tekizt að halda, er nýlendu- veldi þeirra í Ameríku hrundi. Ekki átti þó nýlendustjórnin á eyjunni sjö dagana sæla, því eyjarskeggjar voru baldnir í meira lagi. Árið 1895 var gerð uppreisn undir forysm Jósé Martí — síðar þjóðhetju Kúbu. Uppreisnin líktist í mörgu uppreisn Fidels Castros rúmri hálfri öld síðar. Martí kom með byltingarsveit sína frá meginland- inu og gekk á land hjá Santiago á suð-austur- horni Kúbu. Hann féll sjálfur í fyrstu bardög- unum við Spánverja, en menn hans héldu til fjalla og hófu skæruhernað. Bandaríkjastjórn klæjaði í lófana. Þarna bauðst greinilega tækifæri til að láta að sér kveða. Bandarískt auðmagn hafði lengi haft augastað á Kúbu; á eyjunni voru hin ákjós- anlegusm skilyrði til stórframleiðslu á ýms- um suðrænum nytjajurmm, ekki aðeins frjó- samar lendur heldur einnig — sem ekki var minna virði — nóg af ódýra svörtu vinnu- afli. Auk þess hafði hún geysimikla hernað- arlega þýðingu, ekki sízt með tilliti til vænt- anlegrar siglingaleiðar um Panamaskurðinn, sem hafinn var undirbúningur að. Tvímælalaust var almenningur í Banda- ríkjunum hlynnmr barátm kúbönsku skæra- Iiðanna við spænska nýlenduherinn. Banda- ríkjastjórn veittist því auðvelt að koma því í kring að sambúð hennar við stjórnina í Mad- rid versnaði. Nú vantaði aðeins einhverja átyllu til þess og hefja beina íhlumn. Hún kom þegar bandaríska herskipið Maine sprakk í loft upp í höfninn í Havana 15. febrúar 1898, en þangað hafði skipið verið sent til verndar bandarískum borgurum og brottflutnings þeirra ef á lægi. Aldrei hefur upplýst hverjir þarna voru að verki, en sterk- ar líkur hafa jafnan þótt benda til þess, að útsendarar Bandaríkjastjórnar sjálfrar hafi sprengt skipið í loft upp. Fráleitt virðist að Spánverjar hafi sjálfir viljað efna til átaka við Bandaríkin að óþörfu, enda þverneituðu þeir að hafa átt nokkurn þátt í Maine-málinu. En hvað sem því líður, Bandaríkin sögðu Spáni stríð á hendur. Stríðið stóð í þrjá mánuði og var auðunn- ið. Bandaríkjamenn hældust um og nefndu það „glæsilegt smástríð" („a splendid little war"). Þeir hernámu Kúbu og hirtu um leið Puerto Rico, Guam og Filipseyjar af hinum ellihruma spænska nýlendurisa. Enda þótt Kúba væri að nafninu til sjálf- stætt ríki eftir að hernámi Bandaríkjahers var aflétt árið 1902, var hún í raun banda- rísk hjálenda allt til ársloka 1958, þegar hin- um illræmda Bandaríkjaleppi Batista vai steypt af stóli af byltingarher Fidels Castros. Arið 1901 þvingaði Bandaríkjastjórn Kúbumenn til að fallast á hinn svokallaða Platt-viðauka. Auk herstöðva á Kúbu (Guant- anamo), heimiluðu þessi alræmdu þving- unarlög Bandaríkjamönnum að senda her til eyjarinnar hvenær sem þeim þætti „sjálf- stæði" Kúbu ellegar lífi, eignum og frelsi einstaklingsins vera á einhvern hátt ógnað. Þessi heimild var óspart notuð næstu árin. Og enda þótt beinni hernaðaríhlutun væri að mestu hætt síðar og Platt-viðaukinn felldur úr gildi af Roosevelt forseta árið 1934 skerti það í engu pólitísk og efnahagsleg yfirráð Bandaríkjanna á Kúbu. Næsti þáttur sjónleiksins var sviðsettur á Panamaeyðinu. Bygging Panamaskurðsins hafði verið á dagskrá allt frá miðri 19. öld, og raunar gerði Ferdinand de Lesseps, sá hinn sami og byggði Súezskurðinn, misheppnaða tilraun til þess á níunda tug aldarinnar. Arið 1903 ákvað Theodore Roosevelt að láta til 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.