Réttur - 01.01.1968, Qupperneq 39
ádeilusöngva. En það er fyrst nú á seinni árum,
sem hann hefur hlotið laun erfiðis síns.
UPPREISN
GEGN „THE AMERICAN
WAY OF LIFE“
í Bandaríkjunum upphafslandi ádeilusöngva
nútímans, hefur nú ný kynslóð komið fram á
sjónarsviðið, sem neitar að samþykkja „the
American way of life". Hún hefur einnig gert
uppreisn gegn hinum innihaldslausu dægurlaga-
textum. Þau eru börn að aldri á tímum Kóreu-
stríðsins og ofsóknir M. Carthy bitnuðu ekki á
þeim .En á uppvaxtarárum þeirra var óðurinn
um frelsi og lýðræði mest leikinn.
Það var baráttan gegn kynþáttamisrétti, sem
varð til þess að gera ádeilusöngvana vinsæla á
ný. Blökkumenn höfðu lengi notað söngva í bar-
áttu sinni fyrir bættum kjörum. Eftir að hæsti-
réttur Bandaríkjanna dæmdi árið 1954, að kyn-
þáttaaðgreining í skólum væri ólögleg, efldist
mannréttindahreyfingin til mikilla muna. Þetta
unga fólk tók virkan þátt í mannréttindahreyf-
ingunni og kynntust ádeilusöngvunum, sem eru
svo nátengdir hreyfingunni. Þátttaka æskunnar
í mannréttindahreyfingunni leiddi til þess að
það fór að íhuga meir þjóðfélagsmál en áður.
Þau voru alin upp við og vön að virða hugsjón-
ir um frelsi og lýðræði. En nú sáu þau að ástand-
ið í heiminum og heimafyrir samsvaraði ekki
þessum hugsjónum.
Joan Baez sló í gegn í Bandaríkjunum eftir
1960. Hún yrkir ekki sjálf og flest lög hennar
eru ekki ádeilusöngvar. En hún hefur tekið virk-
an þátt í mannréttindahreyfingunni og í sam-
tökum gegn stríðinu í Vietnam og hefur nýlega
afplánað 40 daga fangelsisdóm vegna þátttöku
sinnar. Hún neitaði m.a. að greiða þann hluta af
Joan Baez
sköttum sínum, sem samkvæmt bandarískum
fjárlögum er eytt til hernaðarútgjalda. Eftirfar-
andi tilvitnun er tekin úr bréfi, sem hún skrif-
aði:
„Við eyðum árlega mörgum miljónum
dollara til að smíða vopn, sem vísindamenn,
stjórnmálamenn, hershöfðingjar og einnig for-
setinn eru sammála um að ekki megi nota. Þetta
er vcegast sagt mjög óhentugt. Hugtakið „öryggi
landsins" hefur enga þýðingu. Það er notað um
varnarkerfi, sem er tóm vitleysa. Við höldum
áfram að smíða þessi vopn og söfnum birgðum
af hrceðilegum morðtólum, þar til einhver þrýst-
ir á hnapp og þar með mun heimurinn í það
minnsta stcersti hluti hans springa í loft upp.
Þetta er ekki öryggi. Þetta er tóm vitleysa. Sum
staðar í heiminum sveltur fólk. Það horfir á land
okkar, Bandaríkin, auð þess og völd. Það kynnir
sér fjárlög okkar. Það er œtlazt til að það virði
okkur, EN ÞAÐ FYRIRLÍTUR OKKUR".
39