Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 44

Réttur - 01.01.1968, Page 44
Spurðu mig ei um þá hvítþvegnu hönd sem herðist að smælingjast kverk og miðar sinn kærleik og mannúð við það að morðið sé réttlætisverk. Spurðu mig ei: Hví er ein þjóð svo snauð, og önnur svo voldug og sterk? Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn. Spurðu mig ei um hvenær endar það stríð sem eldi um skógana slær og eitrinu spýr um þau akurlönd þarsem iðgræn hrísplantan grær. Spurðu mig ei hvað sá unglingur hét sem einmana féll þar í gær. Ég get ekkert um það sagt þér, sonur minn, því svarið veit aðeins vindurinn. Sniðið og stælt eftir „Blowin’ in the wind“ Jónas Árnason.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.