Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 45

Réttur - 01.01.1968, Page 45
PAX AMERICANA LÍFTRYGGING FYRIR BANDARÍSKAN KAPÍTALISMA Fæstir þeirra sem um alþjóðamál hugsa, draga í efa að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé heimsvaldasinnuð, þ.e. miði að því að varð- veita og styrkja stöðu Bandaríkjanna sem of- urveldis heima og heiman. Aftur á móti greinir menn á um hvaða á- stæður — efnahagslegar, pólitískar eða hern- aðarlegar — ráði mesm um þá utanríkis- stefnu sem Bandaríkin hafa fylgt frá lokum síðari heimsstyrjaldar og kristallast í árásar- styrjöld þeirra gegn víetnömsku þjóðinni. Margir bandarískir sagnfræðingar og hag- fræðingar hafa ritað um þessi mál á undan- förnum árum. Eru rit þeirra, ásamt fleirum, tilfærð á öðrum stað í þessu hefti. Af þeim má m.a. draga eftirtaldar niður- stöður: • Greinileg samsvörun er milli „varnar- mála'-stefnu Bandaríkjanna og efnahags- muna kapítalismans þar í landi. • Bandaríkin verða æ háðari öðrum lönd- um um hráefnaöflun og sölumarkaði fyrir framleiðslu sína. • Viðleitni Bandaríkjanna til að færa út markaði sína hefur jafnan verið tengd beit- ingu hernaðarofbeldis — eða hótun um það. 9 Barátta þeirra fyrir frjálsu svigrúmi einka- auðmagnsins jafngildir því sem hugmynda- fræðingarnir kalla varnir hins „frjálsa heims." Fyrir þessum niðurstöðum verður gerð nánari grein hér á eftir. Margir frjálshyggjumenn,. jafnvel vinstri- sinnaðir, í Bandaríkunum halda því fram að grundvöllur bandarískrar utanríkisstefnu sé ekki efnahagsimperíalismi, heldur mótist hún fyrst og fremst af pólitískum og siðferðileg- um stefnumiðum (barátta fyrir lýðræði og einstaklingsfrelsi og öryggishagsmunum (nauðsyn þess að verjast útþenslustefnu kommúnísku stórveldanna, Sovétríkjanna og Kína). Þeir benda á að efnahagsmunir geti ekki verið primus motor utanríkisstefnunnar af þeirri einföldu ástæðu að utanríkisverzlun 45

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.